Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist

Dýra­vernd­ar­sam­band­ið fer fram á taf­ar­lausa stöðv­un á blóð­töku úr fylfull­um hryss­um. Rann­saka þurfi öll þau til­felli þar sem hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku í fyrra­sum­ar en þau voru sam­kvæmt Mat­væla­stofn­un átta. Sam­band­ið seg­ist hins veg­ar hafa „áreið­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar“ um að til­fell­in hafi ver­ið mun fleiri.

Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist
„Alvarlegt dýraníð“ DÍS fengu ábendingu um að dýralæknir hefði ekki aflífað hryssu sem í ógáti var stungin á barkann og hefði skepnan legið kvalin í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Mynd: Shutterstock

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fer fram á að blóðtöku úr fylfyllum hryssum verði tafarlaust hætt. Það gerir DÍS í samhengi við fréttaflutning Heimildarinnar um miðjan þennan mánuð þar sem greint var frá því að átta hryssur hefðu drepist við eða eftir blóðtöku í fyrrasumar. Fer sambandið fram á að „öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög.“

Heimildin greindi frá því fyrr í mánuðinum að Matvælastofnun hefði á síðasta ári borist tilkynningar um átta hryssur sem hefðu drepist í tengslum við blóðtöku, og hafa þær aldrei verið skráðar fleiri. Þar af drapst ein hryssan í blóðtökunni sökum þess að svo virðist sem stunga hafi misheppnast og henni annað hvort blætt út eða hún hafi kafnað.

Talið er að hryssurnar hafi drepist vegna reynsluleysis þeirra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Eftir umræður um blóðmerahald og ömurlega meðferð á skepnunum við blóðtökuna, eftir að þýsk dýraverndunarsamtök birtu heimildarmynd þar sem sjá mátti aðfarirnar, hættu íslenskir dýralæknar störfum fyrir Ísteka, fyrirtækið sem sér um blóðtökuna. Í þeirra stað voru ráðnir erlendir dýralæknar sem enga reynslu höfðu af framkvæmd sem þessari.

„Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku“
Úr tilkynningu DÍS

Í tilkynningu frá DÍS segir sambandinu hafi borist „áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“

Þá segir í tilkynningunni að DÍS hafi einnig fengið ábendingu um að hryssa hafi í ógáti verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Sá hafi ekki brugðist við með því að aflífa hryssuna, eins og skylt sé að gera, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur meðan henni blæddi út. „Um er að ræða alvarlegt dýraníð,“ segir sambandið.

„Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir enn fremur í tilkynningunni sem stjórn Dýraverndarsambands Íslands skrifar undir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hversu djúpt ætlar græðgin að draga orðspor okkar á alþjóða vettfangi? er ekki nó komið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu