Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“

Ólaf­ur Lauf­dal Jóns­son, eig­andi Hót­el Gríms­borga, krefst af­sök­un­ar­beiðni frá tveim­ur fyrr­ver­andi starfs­mönn­um vegna um­mæla í frétt Stund­ar­inn­ar um upp­lif­un sína í starfi og meint brot á kjara­samn­ing­um. Blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar er kraf­inn um 1,8 millj­ón­ir.

Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“
Stefan-Ionut Craciun Fyrrverandi starfsmaður Hótel Grímsborga segist ekki biðjast afsökunar á sannleikanum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri á Hótel Grímsborgum, krefst þess að tveir fyrrverandi starfsmenn og blaðamaður Stundarinnar biðjist afsökunar á ummælum sem komu fram í frétt Stundarinnar um málefni hótelsins. Í bréfi krefst lögmaður hans einnig miskabóta frá blaðamanni, ellegar geti hann átt von á málshöfðun.

Stundin ræddi við starfsmennina Stefan-Ionut Craciun og Ioana Ruican í tölublaði sem kom út 11. september síðastliðinn. Lýstu þau kjarasamningsbrotum, framkomu yfirmanna og fordómum á grundvelli þjóðernis. Einnig kom fram að stéttarfélagið Báran segðist hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af því hvernig rekendur Hótel Grímsborga kæmu fram við starfsfólkið sitt.

Í bréfum frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni eru Stefan og Ioana sögð bera refsi- og fébótaábyrgð á ummælunum sem nafngreindir viðmælendur í fréttinni. Eru tilgreind fimm ummæli sem sögð eru vera ærumeiðandi aðdróttanir:

  1. Fyrrverandi starfsfólk lýsir harðræði og rasísku viðhorfi …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár