Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vann í Jeopardy! og flutti til Íslands

Banda­ríkja­mað­ur­inn Ry­an Fen­ster þakk­ar sig­ur­göngu sinni í spurn­inga­þætt­in­um Jeop­ar­dy! að hann hafi getað lát­ið draum sinn um að læra mið­alda­sögu við Há­skóla Ís­lands ræt­ast. Á sama tíma glímdi hann við veik­indi, en von­ast nú til að vera áfram hér­lend­is að rann­saka vík­inga­tím­ann næstu ár­in.

Vann í Jeopardy! og flutti til Íslands
Ryan Fenster Ryan frestaði námi sínu á Íslandi um tvö ár vegna fjárskorts, en frammistaða hans í spurningaþætti leysti vandann. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bandaríski spurningaþátturinn Jeopardy! á sér viðlíka sess í hjörtum áhorfenda vestanhafs og Gettu betur á Íslandi. Nýir þættir eru sýndir daglega þar sem keppendur reyna að svara spurningum stjórnandans Alex Trebek með von um að þéna háar upphæðir. Trikkið er hins vegar að spurningum Trebek þarf að svara í formi spurningar.

Ryan Fenster, sem flutti frá Seattle til Íslands fyrir tveimur árum til þess að læra norræna miðaldasögu, þakkar sigurgöngu sinni í þættinum fyrir að hafa getað látið draum sinn um að læra á Íslandi rætast. Ryan var einn af sigursælustu keppendum í þættinum árið 2018, keppti í níu þáttum og vann sér inn 156.497 Bandaríkjadali, eða andvirði rúmlega 21 milljónar íslenskra króna.

Þótt Ryan hafi alist upp í Bandaríkjunum er hann af norskum ættum og hefur alltaf haft mikinn áhuga á uppruna sínum. „Ég ólst upp við víkingasögur og hef alltaf haft gaman af því að lesa og tala …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu