Bandaríkjamaðurinn Ryan Fenster þakkar sigurgöngu sinni í spurningaþættinum Jeopardy! að hann hafi getað látið draum sinn um að læra miðaldasögu við Háskóla Íslands rætast. Á sama tíma glímdi hann við veikindi, en vonast nú til að vera áfram hérlendis að rannsaka víkingatímann næstu árin.
Vettvangur
Að finna nýjan takt – þrír mánuðir í Mexíkó
Sunna Dís Másdóttir hóf árið í veikindaleyfi, rétt rúmu ári eftir að maðurinn hennar var á barmi útbruna í sínu starfi. Nokkrum vikum eftir að veikindaleyfið hófst kviknaði lítill neisti í brjósti hennar og þegar góð vinkona hennar stakk upp á því að hún myndi stinga af kom hún heim með nýja glóð og gamlan draum í hjarta. Má það? Hjónin eru nú búin að segja upp í vinnunni, selja bílinn og eru mætt með börnin til Mexíkó.
FréttirKaupþingsmál
Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“
Enski fjárfestirinn Kevin Stanford, annar stofnenda tískuvöruverslunarinnar Karen Millen, hefur átt í 10 ára deilum við slitabú Kaupþings um skuldauppgjör sitt. Kaupþing hefur nú stefnt honum út af 12 milljarða láni til hlutabréfakaupa í bankanum í aðdraganda hrunsins 2008.
Fréttir
Fékk nýja sýn á lífið eftir fall af hestbaki
Höskuldur Pétur Jónsson lenti í alvarlegu slysi en sér nú tilveruna í öðru ljósi.
Viðtal
Óttast ekki lengur dauðann
Skömmu eftir skilnað greindist Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir með frumubreytingar í legi. Eftir legnám greindist hún með brjóstakrabbamein og ári eftir að meðferðinni lauk greindist hún með krabbamein í hrygg. Veikindin hafa ekki aðeins dregið úr henni mátt heldur hefur hún þurft að berjast í bökkum, í kerfi sem styður illa við sjúklinga. Félagslegur stuðningur er ómetanlegur en hún þekkir þessa þrautagöngu, lyfjameðferð, geislameðferð og óttann sem fylgir. Eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal hræðist hún ekki lengur dauðann. „Kannski út af eldmóðinum sem er að koma aftur.“
ÚttektLífið í Venesúela
„Lífið gengur út á að reyna að lifa af“
Átökin á milli ríkisstjórnarinnar í Venesúela og andstæðinga hennar hafa verið fréttaefni í meira en þrjú ár. Ástandið í landinu er vægast sagt slæmt og býr meirihluta landsmanna við hungurmörk. Ingi F. Vilhjálmsson, blaðamaður Stundarinnar, bjó í Venesúela sem skiptinemi á árunum 1998 og 1999 þegar Hugo Chavez tók við völdum í landinu. Hann ræðir hér við meðlimi fjölskyldunnar sem hann bjó hjá í Venesúela, „mömmu“ sína Blöncu og „bróður“ sinn Roy.
ViðtalBörn fanga
„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
Emma var tíu ára gömul þegar bankað var upp á og henni tilkynnt að faðir hennar hefði verið handtekinn. Næstu árin sat hann í fangelsi en eftir sat hún, uppfull af skömm og sektarkennd sem var ekki hennar. Á meðan hún glímdi við umtal og dóma samfélagsins, þar sem fólk hringdi heim til hennar til að níðast á fjölskyldunni og kennari í menntaskóla kallaði hana aðeins föðurnafninu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð manneskja.
ViðtalFjallgöngur
Einn á göngu í ofsaveðri á jökli
Þorvaldur Þórsson fékk viðurnefnið Hátindahöfðinginn eftir að hann kleif 100 hæstu tinda Íslands á rúmum níu mánuðum. Hann var einn á jökli þegar sprunga opnaðist undan honum. Bjargaði ferðamönnum sem höfðu verið fastir í sex daga í bíl sínum. Nú stefnir hann að því að toppa 250 hæstu tinda landsins.
Reynsla
Stefán Karl á batavegi og þakkar samborgurum sínum: „Ekkert illt að sjá“
Stefán Karl Stefánsson, sem undirgengist hefur krabbameinsmeðferð, segir meinið farið og „ekkert illt að sjá“. Hann undirbýr sig fyrir fyrirbyggjandi geislameðferð og þakkar samborgurum sínum. „Takk fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn eins og alltaf, handaböndin úti í búð, klappinu á bakið og fallegu brosunum sem maður fær hvar sem maður kemur.“
ViðtalLífsreynsla
„Konan mín vildi deyja“
Emil Thorarensen, fyrrverandi útgerðarstjóri á Eskifirði, gekk í gegnum miklar raunir þegar kona hans glímdi við fæðingarþunglyndi sem endaði með dauða hennar. Dóttir þeirra á í sömu glímunni. Emil segir frá starfi sínu við hlið Alla ríka og látunum þegar móðir hans, Regína Thorarensen, skrifaði viðkvæmar fréttir.
FréttirBókadómar
Segðu mér, Sigga
Vigdís Grímsdóttir skráði minningar Sigríðar Halldórsdóttur frá Gljúfrasteini.
Myndir
„Aldrei í lífinu“ í módelfitness
Ingibjörg Sölvadóttir, 28 ára rennismiður, ætlaði „aldrei í lífinu“ að taka þátt í módelfitness. En síðustu vikur undirgekkst hún harðar æfingar, strangt mataræði og einangrun til þess að stíga á svið og keppa við aðra í útliti. Stundin skyggnist inn í heim fitnesskeppanda.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.