Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“

Emma var tíu ára göm­ul þeg­ar bank­að var upp á og henni til­kynnt að fað­ir henn­ar hefði ver­ið hand­tek­inn. Næstu ár­in sat hann í fang­elsi en eft­ir sat hún, upp­full af skömm og sekt­ar­kennd sem var ekki henn­ar. Á með­an hún glímdi við um­tal og dóma sam­fé­lags­ins, þar sem fólk hringdi heim til henn­ar til að níð­ast á fjöl­skyld­unni og kenn­ari í mennta­skóla kall­aði hana að­eins föð­ur­nafn­inu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð mann­eskja.

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
Þurfti á foreldrum sínum að halda Þegar faðir hennar var handtekinn var ekkert ferli sem fór af stað til þess að mæta barninu. Prestur vitjaði fjölskyldunnar en ræddi ekkert við barnið, sem sat uppi með lamanandi þögnina, byrgði allt inni og lærði að ljúga til að vernda fjölskylduna. Á sama tíma glímdi hún við missi, því auðvitað þurfti hún á báðum foreldrum sínum að halda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Faðir hennar er dæmdur maður. Dæmdur vegna glæps sem hann framdi, glæps sem var til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum. Hann hefur setið af sér dóminn en býr enn við dóma samfélagsins. Af ótta við að vekja reiðiöldu gegn honum og vegna þess hve djúpt skömmin býr í fjölskyldunni heldur hún nafni sínu leyndu. Við köllum hana Emmu. Ekki misskilja, hún skammast sín ekki. Hún gerði ekkert af sér og ber ekki skömm sem er ekki hennar. Hún veit það í dag, en hún hefði líka þurft að vita það þegar hún var barn, þegar hún ólst upp við skömmina og lærði að ljúga til að vernda fjölskylduna. Þegar hún byrgði allt inni, stöðugt í vörn, hjálparlaus og hrædd, dæmd fyrir að vera dóttir föður síns, alltaf að reyna að sanna sig. Eins og öll börn elskar hún föður sinn og móður, sama hvað. Og hún þurfti á þeim að halda, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Börn fanga

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár