Lífsóður fjallamannsins sem „bjó með tveimur konum“
Listamaðurinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal var einn af forvígismönnum fjallamennsku á Íslandi og hefur bók hans Fjallamenn nú verið endurútgefin. Verkið er innblásinn og háfleygur óður til útivistar þar sem ungmennafélagsandinn svífur yfir textanum. Guðmundur var faðir Ara Trausta Guðmundssonar sem ræðir um bókina, ást föður síns á fjallgöngum, óhefðbundið fjölskyldumynstur sitt í æsku og dramatíska fjölskyldusögu í viðtali við Stundina.
Fréttir
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Í meira en hálfa öld hefur Valdi safnað föllnum hjólkoppum, gert við þá og sellt þá til endurnýtingar. Hann heldur ótrauður áfram, þrátt fyrir kreppu í bransanum og þótt hann hafi ekki fengið neina Covid-styrki. Valdi og bróðir hans lýsa lífinu í „jaðarsamfélaginu“ við mörk Reykjavíkur, sem nú er að ganga í endurnýjun lífdaga.
Fréttir
Verður daglega fyrir morðhótunum á netinu
Ung íslensk kona slapp naumlega undan manni sem réðst að henni á götu úti um hábjartan dag í Istanbúl fyrir nokkrum vikum. Maðurinn var vopnaður hnífi. Konan, sem er fædd í Sómalíu, er samfélagmiðlastjarna þar og birtir myndbönd og fyrirlestra undir heitinu MID SHOW. Hún verður daglega fyrir morðhótunum á samfélagsmiðlum vegna baráttu sinnar fyrir réttlæti til handa stúlkum og konum í fæðingarlandi hennar og víðar.
Hamingjan
Hamingjan liggur í hjartslættinum
Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), hlustar eftir taktinum til að ná sáttum á ferð sinni um lífið.
Viðtal
Sterkari, glaðari og hamingjusamari
Þórdís Valsdóttir fór á hnefanum í gegnum áföll lífsins. Hún var 14 ára þegar systir hennar lést vegna ofneyslu eiturlyfja og hún var 15 ára þegar hún varð ófrísk og þurfti að framkalla fæðingu vegna fósturgalla þegar hún var meira en hálfnuð með meðgönguna. Álagið varð mikið þegar hún eignaðist tvö börn í krefjandi lögfræðinámi og hún gekk á vegg og leyndi því hversu illa henni leið. Allt breyttist þegar hún fór að ganga og hlaupa.
Viðtal
Grasið ekki grænna hinum megin
Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, segir að hamingjan sé falin í að staldra við og njóta þess sem er í stað þess að horfa eitthvert annað. Þá segir hann hamingjuna stundum felast í að íhuga hvað við gerðum rangt í dag og hvernig við getum gert betur á morgun.
FréttirSamherjaskjölin
Áhrif Samherjamálsins í Namibíu: 92 prósent Íslendinga telja Samherja hafa greitt mútur
Marktækur munur er á afstöðu fólks til útgerðarfélagsins Samherja eftir því hvort það býr í Eyjafirði eða annars staðar á landinu. Í Eyjafirði starfa rúmlega 500 manns hjá Samherja sem er stærsti einkarekni atvinnurekandinn í byggðarlaginu. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar á stöðu Samherja á Akureyri og á Dalvík.
FréttirCovid-19
Íslendingar erlendis í „lockdown“: „Hér er önnur hver manneskja með magasár af ofdrykkju“
Mörg lönd Evrópu hafa hert reglur og jafnvel sett á útgöngubönn eftir hátíðarnar til að ná tökum á faraldrinum. Hönnuður í Berlín segist bjartsýn á að áætlanir um að allir fái bóluefni fyrir mitt ár gangi eftir.
Viðtal
Vann í Jeopardy! og flutti til Íslands
Bandaríkjamaðurinn Ryan Fenster þakkar sigurgöngu sinni í spurningaþættinum Jeopardy! að hann hafi getað látið draum sinn um að læra miðaldasögu við Háskóla Íslands rætast. Á sama tíma glímdi hann við veikindi, en vonast nú til að vera áfram hérlendis að rannsaka víkingatímann næstu árin.
Fólkið í borginni
Æfir sig með því að passa Kasper
Indy Alda Yansane segir að hundar séu í uppáhaldi hjá sér. Hún passar hundinn Kasper reglulega og segir að hún sofi betur með hann á heimilinu.
Fréttir
Óhefðbundin fjölskylda leggur undir sig götu
Sama fjölskyldan ýmist býr, byggir eða hefur keypt hús við Starhaga í Reykjavík. Í miðjunni byggir ungt par yfir sig og nýfædda dóttur sína en hvort sínum megin við búa afar barnsins annars vegar og hins vegar amman sem fest hefur kaup á húsi þar.
Nærmynd
Enginn velur afa sinn. Eða hvers vegna fastakúnninn á ekki að reka barinn
Steingrímur J. Sigfússon tók að sér að bjarga Íslandi, en náði ekki að bjarga Vinstri grænum. Framhaldssaga Karls Th. Birgissonar af forseta og aldursforseta Alþingis heldur áfram.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.