Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Mér fannst erfitt að bera þessa skömm“

Rétt fyr­ir jól­in kvaddi mamma henn­ar og hélt af stað í bók­sölu­ferð úti á landi. Ein­stæð móð­ir sem vildi gera jól­in bæri­legri fyr­ir barn­ið. Esther Ír Stein­ars­dótt­ir kvaddi móð­ur sína með óút­skýrða óþæg­inda­til­finn­ingu í mag­an­um. Tveim­ur dög­um fyr­ir jól hrundi heim­ur­inn svo með einu sím­tali. Móð­ir henn­ar hafði ver­ið hand­tek­in fyr­ir fíkni­efna­smygl.

„Mér fannst erfitt að bera þessa skömm“

Esther ólst upp hjá móður sinni en þar til hún varð átta ára bjuggu þær mæðgur hjá móðurömmu hennar og nöfnu, sem hélt utan um heimilið og uppeldi barnsins. Esther var á leikskólanum þar sem amma hennar vann í eldhúsinu og segir að amma sín hafi verið svo hagsýn að hún hafi alltaf komið með afganga af hádegismatnum heim fyrir kvöldmatinn. „Ég skildi ekki af hverju ég þyrfti að borða sama matinn tvisvar sinnum á dag, en hún var ótrúlega dugleg kona, hún amma. Ég dáist að því hvernig hún gerði þetta. Ég hafði það mjög gott þar sem við bjuggum í Ásgarðinum og hóf síðan nám í Breiðagerðisskóla.“

Foreldrar hennar voru aldrei saman, en hún segir að faðir sinn hafi alltaf reynst sér vel. „En það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að skipta sér af þessum málum þegar ég var barn, þó að við séum í góðum samskiptum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Börn fanga

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
ViðtalBörn fanga

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dá­ið nema hvað ég sat uppi með skömm­ina“

Emma var tíu ára göm­ul þeg­ar bank­að var upp á og henni til­kynnt að fað­ir henn­ar hefði ver­ið hand­tek­inn. Næstu ár­in sat hann í fang­elsi en eft­ir sat hún, upp­full af skömm og sekt­ar­kennd sem var ekki henn­ar. Á með­an hún glímdi við um­tal og dóma sam­fé­lags­ins, þar sem fólk hringdi heim til henn­ar til að níð­ast á fjöl­skyld­unni og kenn­ari í mennta­skóla kall­aði hana að­eins föð­ur­nafn­inu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð mann­eskja.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu