„Skyndilega var kippt undan mér fótunum. Ég náði að klóra í bakkann og snúa mér þar sem ég var kominn upp í mið læri. Þegar ég leit niður blasti við mér kolsvart gímald,” segir Þorvaldur Þórsson fjallamaður, sem hefur líklega unnið einhver mestu afrek í sögu fjallamennsku á Íslandi þegar hann fór á 100 hæstu tinda Íslands á rúmum níu mánuðum.
Á þeirri vegferð lenti hann í lífsháska einn á jökli í stórviðri. En áskorun hans varð líka ferðamönnum í háska til happs og ekki ólíklegt að þeir eigi fjallagarpinum líf sitt að launa.
Athugasemdir