„Jarðarför Báru minnar fór fram frá Áskirkju í Reykjavík. Bubbi Morthens söng yfir henni og vildi ekki taka krónu fyrir. Það var full kirkja af fólki. Samúðin gaf mér mikinn styrk og ég komst í gegnum athöfnina. En sorgin, eftirsjáin og depurðin kom seinna og hefur fylgt mér síðan. Konan mín vildi deyja og var endanlega horfin eftir áralanga baráttu við geðveiki sem hófst með fæðingarþunglyndi,“ segir Emil Thorarensen, fyrrverandi útgerðarstjóri á Eskifirði, sem gengið hefur í gegnum óbærilegar raunir vegna veikinda konu sinnar og seinna dóttur. Emil féllst á að segja sögu sína og konu sinnar í því skyni að opna umræðu um fæðingarþunglyndi sem leitt getur til sturlunar
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
„Konan mín vildi deyja“
Emil Thorarensen, fyrrverandi útgerðarstjóri á Eskifirði, gekk í gegnum miklar raunir þegar kona hans glímdi við fæðingarþunglyndi sem endaði með dauða hennar. Dóttir þeirra á í sömu glímunni. Emil segir frá starfi sínu við hlið Alla ríka og látunum þegar móðir hans, Regína Thorarensen, skrifaði viðkvæmar fréttir.
Athugasemdir