Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Að finna nýjan takt – þrír mánuðir í Mexíkó

Sunna Dís Más­dótt­ir hóf ár­ið í veik­inda­leyfi, rétt rúmu ári eft­ir að mað­ur­inn henn­ar var á barmi út­bruna í sínu starfi. Nokkr­um vik­um eft­ir að veik­inda­leyf­ið hófst kvikn­aði lít­ill neisti í brjósti henn­ar og þeg­ar góð vin­kona henn­ar stakk upp á því að hún myndi stinga af kom hún heim með nýja glóð og gaml­an draum í hjarta. Má það? Hjón­in eru nú bú­in að segja upp í vinn­unni, selja bíl­inn og eru mætt með börn­in til Mexí­kó.

Að finna nýjan takt – þrír mánuðir í Mexíkó
Fjölskylda á ferð í leit að nýjum takti.

Í kvöldhúminu hjólar churros-salinn niður götuna okkar. Hann flautar með annarri hendi, öðru hvoru ber hann gjallarhornið að vörunum með hinni: Churros! Churros! Synir mínir sperra eyrun, líta löngunarfullum augum niður af litlu svölunum okkar hér við Calle de Pinos, Furugötu. Hundarnir á þaki nágrannans lyfta höfði, velta sér á hina hliðina. Félagi þeirra á húsþaki við Sedrusviðargötu svarar hrópum götusalans með hásu gelti. Skógi vaxið fjallið stendur vörð um borgina eins og vanalega; óhagganlegt, ævafornt, vingjarnlegt.  

Við erum stödd í Oaxacaborg í samnefndu fylki í syðsta hluta Mexíkó, handan fylkisins Chiapas eru landamærin að Guatemala. Oaxaca er fimmta stærsta fylki landsins, um 93 þúsund ferkílómetrar, með ríka sögu og menningararfleifð. Rétt utan borgarinnar má finna Monte Albán rústirnar, þar sem höfuðborg Zapotec menningarinnar blómstraði í um þúsund ár, frá 500 fyrir Krist. Oaxaca er líka vagga matarmenningar í Mexíkó, víðfræg fyrir ljúffengu mole sósurnar sínar sjö, fyrir gnægt hráefnis, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár