Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óttast ekki lengur dauðann

Skömmu eft­ir skiln­að greind­ist Guð­rún Fjóla Guð­björns­dótt­ir með frumu­breyt­ing­ar í legi. Eft­ir legnám greind­ist hún með brjóstakrabba­mein og ári eft­ir að með­ferð­inni lauk greind­ist hún með krabba­mein í hrygg. Veik­ind­in hafa ekki að­eins dreg­ið úr henni mátt held­ur hef­ur hún þurft að berj­ast í bökk­um, í kerfi sem styð­ur illa við sjúk­linga. Fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur er ómet­an­leg­ur en hún þekk­ir þessa þrauta­göngu, lyfja­með­ferð, geislameð­ferð og ótt­ann sem fylg­ir. Eft­ir að hafa geng­ið í gegn­um djúp­an dal hræð­ist hún ekki leng­ur dauð­ann. „Kannski út af eld­móð­in­um sem er að koma aft­ur.“

Þriggja hæða fjölbýlishúsið er baðað sólargeislum þennan dag. Það er búið að taka teppið af stigaganginum; það er augljóslega verið að endurnýja. Dyr á íbúð á 3. hæð standa opnar. Það er óþarfi að hringja dyrabjöllunni. Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir stendur fyrir innan; brosandi, ljóshærð og föl. Hún heilsar með handabandi. Höndin er rennandi blaut. Hún býður til sætis við borðstofuborðið. Hún sest og nær fljótlega í servíettur. Þurrkar sér í framan. „Ég svitna svo af sterunum,“ segir hún. „Svo var ég að klára geislameðferð í gær. Ég er nokkuð hress í dag; þetta er besti dagurinn í margar vikur.“

Fráskilin tveggja barna móðir

Hún er fráskilin, tveggja barna móðir og búa börnin, 22 ára sonur og 16 ára dóttir, hjá henni í dag. Hún leigir fjögurra herbergja íbúð á frjálsum markaði. Við skilnað að borði og sæng, sem var í mars 2011, samþykkti Guðrún sameiginlegt forræði yfir börnunum og hún …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár