Svava Jónsdóttir

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Ævintýraleg ofurhálfmaraþon í sex borgum
ViðtalHlaupablaðið 2024

Æv­in­týra­leg of­ur­hálf­m­ara­þon í sex borg­um

Hálf­m­ara­þonserí­an „Super­hal­fs“ fer fram í sex borg­um í Evr­ópu. Þátt­tak­end­ur fá 60 mán­uði til að klára hlaup­in og fá í lok­in of­ur­verð­launa­pen­ing. Ív­ar Jóns­son er einn ör­fárra Ís­lend­inga sem klár­að hef­ur öll hlaup­in. „Þetta veit­ir mér innri ró og held­ur mér ung­um og fersk­um,“ seg­ir Ív­ar um öll hlaup­in.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Brosir gegnum sárin
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Verð ég að hætta að labba?
Viðtal

Verð ég að hætta að labba?

Guð­björg Bjarna­dótt­ir hafði reykt í ára­tugi þeg­ar hún ákvað að venda sínu kvæði í kross og fór hún að fitna í kjöl­far­ið. Hún fór að ganga með göngu­hópi og smátt og smátt fékk hún meira þol og fór í lengri göng­ur. Hún greind­ist síð­ar með krabba­mein og seg­ir að það fyrsta sem hún hafi spurt lækn­inn um hafi ver­ið hvort hún þyrfti að hætta að ganga. Hún fór í létt­ari göng­ur með­an á með­ferð­inni stóð og byrj­aði svo aft­ur í göngu­hópn­um; byrj­aði smátt og er nú far­in að fara í lengri göng­ur þótt þol­ið sé ekki orð­ið eins og það var.
Hálftími á dag kemur kerfinu í lag
Viðtal

Hálf­tími á dag kem­ur kerf­inu í lag

Það er margsann­að að reglu­leg hreyf­ing get­ur bætt heils­una og jafn­vel fækk­að dauðs­föll­um. Þá er hreyf­ing gríð­ar­lega mik­il­væg fyr­ir heil­brigða öldrun og get­ur dreg­ið úr byrði lang­vinnra sjúk­dóma. Þeg­ar fólk hef­ur ekki stund­að dag­lega hreyf­ingu en ætl­ar að gera eitt­hvað í mál­un­um er æski­leg­ast að byrja ró­lega. Göngu­ferð­ir í fimm til 15 mín­út­ur eru ákjós­an­leg­ar þar til bú­ið er að ná nægi­lega miklu þoli til að ganga eða hreyfa sig stöð­ugt á ann­an hátt í um 30 mín­út­ur á dag fimm til sjö daga vik­unn­ar. Reglu­leg hreyf­ing hef­ur áhrif á flest kerfi lík­am­ans svo sem hjarta- og æða­kerf­ið, stoð­kerf­ið sem og ónæmis­kerf­ið. Þá mynd­ast gleði­horm­ón­ið endorfín við hreyf­ingu sem get­ur haft góð áhrif á and­lega líð­an.

Mest lesið undanfarið ár