Það eru allir að segja að við séum flottustu hjónin
Þau eru ung og ástfangin. Giftu sig í fyrrahaust og fóru í lok maí í brúðkaupsferð til Vilníusar. Rúna Ösp Unnsteinsdóttir er með Downs-heilkenni. Eiginmaður hennar, Einar Marteinn Bergþórsson, er greindur með ADHD án ofvirkni. Þau elska að ferðast og dreymir um að eignast barn.
Viðtal
Verð ég að hætta að labba?
Guðbjörg Bjarnadóttir hafði reykt í áratugi þegar hún ákvað að venda sínu kvæði í kross og fór hún að fitna í kjölfarið. Hún fór að ganga með gönguhópi og smátt og smátt fékk hún meira þol og fór í lengri göngur. Hún greindist síðar með krabbamein og segir að það fyrsta sem hún hafi spurt lækninn um hafi verið hvort hún þyrfti að hætta að ganga. Hún fór í léttari göngur meðan á meðferðinni stóð og byrjaði svo aftur í gönguhópnum; byrjaði smátt og er nú farin að fara í lengri göngur þótt þolið sé ekki orðið eins og það var.
Viðtal
Hálftími á dag kemur kerfinu í lag
Það er margsannað að regluleg hreyfing getur bætt heilsuna og jafnvel fækkað dauðsföllum. Þá er hreyfing gríðarlega mikilvæg fyrir heilbrigða öldrun og getur dregið úr byrði langvinnra sjúkdóma. Þegar fólk hefur ekki stundað daglega hreyfingu en ætlar að gera eitthvað í málunum er æskilegast að byrja rólega. Gönguferðir í fimm til 15 mínútur eru ákjósanlegar þar til búið er að ná nægilega miklu þoli til að ganga eða hreyfa sig stöðugt á annan hátt í um 30 mínútur á dag fimm til sjö daga vikunnar. Regluleg hreyfing hefur áhrif á flest kerfi líkamans svo sem hjarta- og æðakerfið, stoðkerfið sem og ónæmiskerfið. Þá myndast gleðihormónið endorfín við hreyfingu sem getur haft góð áhrif á andlega líðan.
Viðtal
Ein af hverjum sex þungunum endar með fósturláti
Sennilega hefur önnur til þriðja hver kona misst fóstur. Mismunandi ástæður geta legið þar að baki, en Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á Landspítalanum, segir að þar sé reynt að halda sérstaklega vel utan um þær konur sem missa fóstur á seinni hluta meðgöngu.
Viðtal
Heimshornaflakkari sest að á Sri Lanka
Fjarlæg lönd heilluðu drenginn Björn Pálsson og í rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn og unnið þess á milli á veitingastöðum víða um heim til að hafa efni á ferðalögunum. Hann stofnaði svo ferðaþjónustufyrirtækið Crazy Puffin Adventures sem býður upp á ferðalög til framandi staða og í dag býr Björn á Sri Lanka.
Viðtal
Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu
Í tvígang missti Salóme Ýr Svavarsdóttir fóstur. Í fyrra skiptið var hún gengin rúmlega ellefu vikur. Eftir að hún fékk einkirningasótt var henni tjáð að helmingslíkur væru á að hún héldi fóstrinu. Ellefu árum síðar situr þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka aðeins einn dag í einu.
Viðtal
Besti stuðningurinn frá nánustu aðstandendum
Það er áfall að missa fóstur eða barn á meðgöngu, sérstaklega ef þungunin var velkomin. Þeir sem þess óska geta fengið sálfélagslega aðstoð frá fagfólki Landspítalans. Sorg er eðlilegt viðbragð við missi og þarf að hafa sinn gang. Stuðningur aðstandenda er mikilvægur.
Fréttir
Fékk pláss fyrir sorgina
Gleym mér ei er styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu og hefur frá upphafi verið safnað fyrir mikilvægum verkefnum. „Þarna fékk ég pláss fyrir sorgina, samhygð og stuðning,“ segir Ingunn Sif Höskuldsdóttir.
Viðtal
4
Fóru tómhent heim af fæðingardeildinni
Særós Lilja Tordenskjöld Bergsveinsdóttir var gengin 23 vikur með sitt fyrsta barn þegar ógæfan skall á. Hún lýsir hér aðdragandanum að barnsmissi, dvölinni á spítalanum og sorginni.
Viðtal
Tengingin er nærandi og sjálfbær
Hjónin Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson fundu ástina fyrir tæpum áratug og leituðu til sálfræðings þegar erfiðleikar bönkuðu upp á. Þar kynntust þau tækjum og tólum til að tengjast aftur og í dag vita þau hvað á að gera ef þau eru að detta aftur í sama hjólfarið þar sem vegurinn er grýttur.
Viðtal
Gott samband getur bætt heilsuna og lengt lífið
Sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir segja frá niðurstöðum rannsókna sem sýna fram á að heilbrigð og hamingjurík sambönd hafi verndandi áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Gott samband hefur þannig jákvæð áhrif á lágt sjálfsmat, þunglyndi, kvíða og hjarta- og æðasjúkdóma.
Viðtal
1
„Ég er óléttur“
Stuttu áður en Henry Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli, átján ára gamall, tók lífið óvænta stefnu, þegar hann komst að því að hann bar barn undir belti. Hann segir hér frá meðgöngunni og lífi einstæðs föður, djúpinu og léttinum sem fylgir því að vita hver hann er.
Viðtal
1
Ég tala oft um að missa vitið við þessar aðstæður
Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðikennari segir að næstum allir gangi í gegnum ástarsorg einhvern tímann á lífsleiðinni, svo sem á unglingsárunum eða á fullorðinsárunum. Eða bæði. Og hún hefur reynslu af því.
Viðtal
1
Ástarsorg getur verið dauðans alvara
Ástarsorg getur verið áfall sem hefur áhrif á sjálft hjartað, meltinguna, ónæmiskerfið og heilann. Ásamt þessu getur fólk glímt við svefnvandamál og breytingar á matarlyst og upplifað krefjandi tilfinningar eins og afneitun, kvíða og depurð. Tímabundið geta sjálfskaðahugsanir og sjálfsvígshugsanir leitað á fólk.
Viðtal
2
Vill gera mömmu sína stolta
Stiven Tobar Valencia skoraði sín fyrstu mörk fyrir handboltalandsliðið um helgina þegar Ísland vann Tékkaland og kom sér í vænlega stöðu fyrir EM á næsta ári. Stiven er 22 ára, útskrifast í vor í lífeindafræði frá Háskóla Íslands, vinnur í hlutastarfi hjá Alvotech og vinnur af og til sem plötusnúður og módel. Hann segir að mikilvægt sé að forgangsraða, velja og hafna. Líkja megi þessu við Rubik-kubb.
Viðtal
Eldgos og arabíska vorið
Kristján H. Kristjánsson slapp við að taka próf upp úr Gísla sögu Súrssonar vegna þess að það fór að gjósa í Heimaey. Sú lífsreynsla að verða vitni að gosinu herti hann og síðan hafa spennandi ferðalög, helst til fjarlægra landa, verið aðaláhugamál hans.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.