Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Síðasta ár var það erfiðasta

Tolli seg­ir síð­asta ár hafa ver­ið það erf­ið­asta en jafn­framt það gjöf­ul­asta í sínu innra lands­lagi. Hann hef­ur ver­ið edrú í 30 ár og á þeim tíma í raun feng­ið að end­ur­fæð­ast oft­ar en einu sinni.

Síðasta ár var það erfiðasta
Tolli er almennt mjög andlega þenkjandi. Hann talar meðal annars um Búdda og mætir reglulega í svokallað svett og hugleiðir. Mynd: Golli

Tolli, Þorlákur Morthens, segist vera kominn með brottfararspjaldið samkvæmt lögmálinu, en hann er 71 árs. „Ef heilsan leyfir þá er auðvitað helvíti gott að geta slagað upp í 85 ára eða nírætt. Ef maður er með góða heilsu þá getur það verið gaman.“

Hann segir að ellin leggist vel í sig. „Mér finnst ég hafa verið að mæta þessu á réttan hátt; það er að segja að ég sem sagt passa upp á mataræðið með einstaka sykurfrávikum og stundum miklum. Og fyrir tveimur árum fékk ég mér einkaþjálfara og fór að reyna að byggja upp vöðvamassa, svo í tvö ár er ég búinn að vera duglegur að mæta í ræktina. Svo er hitt; ég hef fengið að vera edrú í 30 ár.“

„Meginstefið í tilveru minni síðustu tíu ár er að komast að því hver ég er“

Hann þakkar fyrir það. „Það eru auðvitað rosaleg forréttindi og á þeim tíma hef ég fengið að endurfæðast oftar en einu sinni má segja. Meginstefið í tilveru minni síðustu tíu ár er að komast að því hver ég er, en það kemur til af því að eftir því sem hefur liðið á minn bata og edrúmennsku þá er ég að átta mig á því að ég er með frekar óljósar hugmyndir um það hver ég er. Sérstaklega síðustu fjögur ár hafa verið mjög töff tími. Síðasta ár er búið að vera í mínu innra landslagi það erfiðasta frá því að ég varð edrú, en um leið það gjöfulasta. Síðasta ár var það erfiðasta vegna þess að ég fór í mjög djúpa vinnu. Án þess að fara lengra með það þá fór ég í mjög óhefðbundna vinnu með sjálfan mig sem leiddi mig í dýpstu kima hugans og langt út fyrir það. Þetta kallast partavinna.“

„Slær út rökhugsun og opnar fyrir tilfinningareynslu“

Listamaðurinn er almennt mjög andlega þenkjandi. Hann talar meðal annars um Búdda og mætir reglulega í svokallað svett og hugleiðir. Hann talar um núvitundarhugleiðslu. „Svitahofið er alveg svakalega öflugt medesín í að opna og losa það sem vill fara út. Eitthvað sem viðkomandi vill losna við til að búa til pláss fyrir eitthvað nýtt, til að koma sjálfum sér á óvart. Af því að krafturinn í svitahofinu er það mikill að hann slær út rökhugsun og opnar fyrir tilfinningareynslu.“

Tolli hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Hér má lesa forsíðuvital Heimildarinnar við Tolla í heild sinni:

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár