Heimkynnum 900 milljóna fólks stafar síaukin ógn af hækkandi sjávarborði á næstu áratugum sagði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á fundi í öryggisráðinu. Margar borgir og stór landsvæði verða illa úti ef svo fer fram sem horfir. Kaupmannahöfn var ein þeirra borga sem framkvæmdastjórinn nefndi sérstaklega.
Erlent
Maðurinn með ennisbandið
Hann er danskur, síðhærður og ætíð með ennisband í vinnunni. Hann hefur þrisvar verið kjörinn besti handknattleiksmaður í heimi og aukakast sem hann tók á Ólympíuleikunum 2008 er skráð í sögubækur handboltans. Hann heitir Mikkel Hansen og er frá Helsingjaeyri.
MenningStundin á Cannes
„Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu“
Íslenska náttúran er miskunnarlaus, jafnvel gagnvart hörðustu nöglum, segir Ingvar E. Sigurðsson sem leikur styggan útivistarmann í nýjustu kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar, Volaða land. Myndin fjallar um tengsl Dana og Íslendinga og er frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem glamúrinn ríkir og leikararnir eru „skrauthanar“.
Viðtal
Fjölskylduhreiðrið fest á filmu
Í nýrri stuttmynd Hlyns Pálmasonar leika börnin hans sér í nýbyggðum kofa á milli þess sem náttúran dynur á timbrinu. Eftir frumsýninguna á Berlinale hátíðinni settust Hlynur og Ída Mekkín, dóttir hans, niður með Stundinni til að spjalla um fjölskylduverkefnið og flakk þeirra á kvikmyndahátíðir heimsins.
Erlent
Ósátt við Tívolíið í Kaupmannahöfn: „Það er ennþá komið fram við okkur eins og einhverja exótíska hluti“
Grænlenska tónlistarkonan Varna Marianne Nielsen er ósátt við að Tívolíið í Kaupmannahöfn hafi notað mynd af henni í leyfisleysi til að auglýsa grænlenska menningarhátið. Hún segir að Danir stilli Grænlendingum upp sem ,,exótískum hlutum“. Tivólíið biður afsökunar og útskýrir af hverju myndin af henni var birt með þessum hætti.
FréttirTekjulistinn 2021
Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
Inga Dóra Sigurðardóttir er skattadrottning Íslands. Hún hagnaðist um tæpa tvo milljarða á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec, ásamt eiginmanni sínum, Berki Arnviðarsyni. Synir hennar tveir högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna og eru á lista yfir 50 tekjuhæstu Íslendingana árið 2020.
Úttekt
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
Íslenska lénafyrirtækið ISNIC hækkar verð á .is-lénum um 5 prósent. Fyrirtækið er í einokunarstöðu með sölu á heimasíðum sem bera lénið og hefur Póst- og fjarskiptastofnun bent á að það sé óeðlilegt að einkafyrirtæki sé í þessari stöðu.
FréttirSamherjaskjölin
Hvernig Jónshús í Kaupmannahöfn tengist rannsókn Samherjamálsins í Namibíu
Umfjöllun færeyska ríkissjónvarpsins um Samherjamálið í Namibíu hefur hjálpað til við að varpa ljósi á af hverju útgerðarfélagið stofnaði danskt félag, staðsett í Jónshúsi, árið 2016. Í stað danska félagsins var samnefnt færeyskt félag notað til að greiða íslenskum starfsmönnum Samherja í Namibíu laun og er þetta nú til rannsóknar í Færeyjum.
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar
Mál skrifstofustjórans: Meiri möguleiki á spillingu við lagabirtingar á Íslandi
Ísland er eftirbátur hinn Norðurlandanna, nema Noregs, þegar kemur að skýrum og niðurnjörvuðum reglum um birtingu nýrra laga. Mál Jóhanns Guðmundssonar hefur leitt til þess að breytingar kunni að verða gerðar á lögum og reglum um birtingar á lögum hér á landi.
Fréttir
HAM bjargaði Flosa
Eftir áratuga baráttu Flosa Þorgeirssonar við þynglyndi og kvíða urðu alvarleg kvíðaköst og algjört niðurbrot hans mesta blessun. Í dag líður honum vel og hefur fundið leiðir sem virka í hans baráttu. Með hugrænni atferlismeðferð hefur Flosi skapað hliðarsjálf í höfðinu á sér, skítugan og illkvittinn Flosa í gervi kvíðans. Sá lýtur hins vegar í í lægra haldi fyrir rökum Frökenar Skynsemi, í gervi greinds og sexí bókasafnsvarðar.
Fréttir
Baksaga Guðmundar Franklíns: Gjaldþrot verðbréfafyrirtækis, tilboð í Haga og ógilt framboð
Guðmundur Franklín Jónsson, hótelstjóri í Danmörku, sem tilkynnt hefur um framboð sitt til forseta, var stjórnarformaður Burnham International á Íslandi sem fór í gjaldþrot upp úr aldamótum.
Viðtal
Draumurinn að stofna alvöru tehús
Þær Sólrún María Reginsdóttir og Alma Árnadóttir eru báðar miklar áhugamanneskjur um te og koma báðar að starfsemi hins fjölskyldurekna Tefélags. Þær segja teheiminn stærri en fólk geri sér almennt grein fyrir og um leið sé hann mjög lokaður. Því er mikilvægt að hafa góða tengiliði en Alma fór nýverið til Sri Lanka þar sem hún skoðaði teekrur, fræddist um framleiðsluna og kom á mikilvægum tengslum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.