Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu“

Ís­lenska nátt­úr­an er mis­kunn­ar­laus, jafn­vel gagn­vart hörð­ustu nögl­um, seg­ir Ingvar E. Sig­urðs­son sem leik­ur stygg­an úti­vist­ar­mann í nýj­ustu kvik­mynd leik­stjór­ans Hlyns Pálma­son­ar, Volaða land. Mynd­in fjall­ar um tengsl Dana og Ís­lend­inga og er frum­sýnd á kvik­mynda­há­tíð­inni í Cann­es þar sem glamúr­inn rík­ir og leik­ar­arn­ir eru „skraut­han­ar“.

„Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu“
Ingvar E. Sigurðsson Persónan Ragnar í Volaða landi er mikið náttúrubarn en styggur við danska prestinn sem hann leiðir yfir hálendið.

„Danadjöfull,“ hreytir styggi leiðsögumaðurinn Ragnar í danska prestinn Lucas þegar þeir hittast í fyrsta skipti í kvikmyndinni Volaða land. Myndin gerist á 19. öld og fjallar um ferðalag prestsins með Ragnari yfir óvægið hálendið, en prestinum er falið að reisa kirkju og messa yfir þegnum Danakonungsins á eldfjallaeyjunni í norðri. Samskipti þjóðanna og andstæður þeirra eru leiðarstef myndarinnar, sem keppir í Un Certain Regard flokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes, og kristallast það í ólíkri nálgun mannanna tveggja á náttúruna, guð og menn.

Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Ragnars, hörkutóls sem þó reynist eiga bæði sínar listrænu og andlegu hliðar. Við spjöllum saman á frumsýningardag myndarinnar í „Norræna húsinu“ svokallaða, rými sem kvikmyndamiðstöðvar Norðurlanda halda úti til þess að bransafólk frá löndunum geti kynnst innbyrðis og rætt við fjölmiðla um verkefnin sín. Ingvar og leikstjórinn Hlynur Pálmason eru báðir umsetnir af blaðamönnum áður en þeir þurfa að klæða sig í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundin á Cannes

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár