Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
Listfræðingurinn Margrét Elísabet Ólafsdóttir brá sér í Norræna húsið og rýndi í sýningu listamanna frá Úkraínu.
Viðtal
1
Listræn sýn að handan
Gjörningaklúbbinn þarf vart að kynna en hann stofnuðu Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir árið 1996 en síðastnefnd hefur ekki starfað með hópnum síðan 2016. Í Í gegnum tíðina hefur Gjörningaklúbburinn sýnt og komið fram á fjölda einka- og samsýninga úti um allan heim, já, og brallað ýmsilegt í merku samstarfi við annað listafólk, eins og margir vita.
Pistill
Friðgeir Einarsson
Bókatíð
Friðgeir Einarsson gerði heiðarlega tilraun til að lesa sig inn í sumarið. „Ég var búinn að upphugsa dágóðan lista, þegar það fór snögglega aftur að kólna.“
Viðtal
Notalegt að sofna við frásagnir af morðum
Áhugi á mannlegri hegðun og notalegheitin við að sofna út frá frásögn af morði eða öðrum sönnum hryllingi er það sem sameinar fjölmarga unnendur sannra sakamála. Heimildin ræddi við þrjá eldheita „true crime“-aðdáendur.
Viðtal
4
Gefandi að kafa ofan í illverk annarra
Inga Kristjánsdóttir stalst til að horfa á Sönn íslensk sakamál sem barn. Hún elskar að skrifa, fræða og upplýsa og fékk útrás fyrir ástríðu sinni á sönnum sakamálum með því að stofna fyrsta sakamálahlaðvarpið á íslensku. Þættir hennar, Illverk, verða brátt 500 talsins og Ingu finnst fátt meira gefandi en að kafa ofan í illverk annarra.
Sófakartaflan
Smellpassar
Sófakartaflan heldur áfram rýna í Netflix, nú er það samsuða nokkurra raunveruleikaþátta í þáttaröð sem veitir ágætis frí frá hamfarahlýnun og erfiðum fréttum. „Í raun og veru virka þeir eins og kvíðalyf, því eftir heila þáttaröð af þessu rugli þá er heimsendir eða öllu heldur endalok mannkynsins ekki svo skelfileg tilhugsun.“
Viðtal
Íslenskir línumenn og -konur slá í gegn á Discovery
Áhafnir tveggja íslenskra línuskipa eru í aðalhlutverki í þáttunum Ice Cold Catch sem sjónvarpsstöðin Discovery framleiddi og teknir voru á miðunum fyrir norðan og vestan land í fyrravetur. Heimildin ræddi við skipstjórann á Páli Jónssyni GK og breska hásetann, Caitlin Krause, sem reyndi fyrir sér á Íslandsmiðum.
Pistill
Eiríkur Rögnvaldsson
Afkynjanir, vananir og geldingar
Orðin afkynjun, vönun og gelding vísa til ógeðfelldra og niðurlægjandi aðgerða og refsinga sem eru í fullkomnu ósamræmi við nútímahugmyndir um mannréttindi. Andstæðingar málbreytinga í átt til kynhlutlauss máls hafa þó endurvakið þessi orð í baráttu sinni, þrátt fyrir að fullyrða að málfræðilegt kyn og kynferði fólks sé tvennt óskylt.
GagnrýniRauður þráður
1
Lífsvefur Hildar Hákonardóttur
Listfræðingurinn Margrét Elísabet Ólafsdóttir rýnir í sýningu Hildar Hákonardóttur á Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum.
Pistill
Auður Jónsdóttir
Þegar íslensk menning er gúgluð
Auður Jónsdóttir veltir fyrir sér hvað felst í orðunum íslensk menning. Hún prófaði að gúgla það ...
ViðtalHús & Hillbilly
Leirinn er harður kennari
Hulda Katarína Sveinsdóttir og Dagný Berglind Gísladóttir halda úti námskeiðinu (Hand)leiðsla – hugleiðsla og keramik, í rými Rvk Ritual á Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Á námskeiðinu blanda þær saman tveimur heimum, hugleiðslu og keramik, enda ekki svo mikill munur á þessu tvennu, segja þær. Báðar athafnir fá iðkandann til að vera í núinu, að eiga stund með sjálfum sér.
GagnrýniDrullumall #4
„Alvöru lög“ og eitthvað sem hljómar eins og apar hafi komist í skemmtara
Gunnar Lárus Hjálmarsson fjallar um fjórðu Drullumalls-safnplötuna frá duglegu krökkunum í Post-dreifingu.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.