Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pólitík á hvítum tjöldum og rauðum dreglum í Berlín

Mót­mæli gegn inn­flytj­enda­h­atri og stríðs­rekstri skyggðu á glamúr og stjörnufans á Berl­inale-há­tíð­inni. Kvik­mynd­irn­ar sjálf­ar stóðu þó fyr­ir sínu.

Pólitík á hvítum tjöldum og rauðum dreglum í Berlín
Mótmæli á rauða dreglinum Stjörnurnar létu í sér heyra um uppgang öfgaflokksins AfD og kynþáttahatur í kvikmyndabransanum. Mynd: Berlinale

Berlinale-hátíðin var ekki einu sinni byrjuð þegar allt fór í háaloft.

Greint var frá því nokkru áður en fyrstu stjörnurnar gengu rauða dregilinn að fimm stjórnmálamenn úr flokknum Alternativ für Deutschland (AfD) hefðu fengið boð á opnunarhátíðina. Flokkurinn telst til hægri öfgaflokka og byggir stefnu sína á andúð við innflytjendur, múslima og samkynja hjónabönd, auk afneitun á því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Hann mælist nú næststærsti flokkur landins á eftir Kristilegum demókrötum og segist fimmtungur aðspurðra vilja kjósa hann.

Í janúar var opinberað að meðlimir flokksins hefðu í nóvember sótt fund þar sem þekktir hægriöfgamenn komu saman til að skipuleggja brottflutning hælisleitenda, innflytjenda og þeirra þýsku ríkisborgara sem ekki þóttu hafa „aðlagast“. Mótmæli brutust út um allt Þýskaland sem tugir þúsunda sóttu og hafa margir kallað eftir því að flokkurinn verði bannaður. Það kom því illa við fólk að stjórnmálamenn, sem margir hafa líkt við nasista, skyldu sækja Berlinale. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár