Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
MenningStundin á Cannes
„Tabú“ þegar eldri kona er með ungum karlmanni
Alþjóðlegi Íslendingurinn Magnús Maríuson kom á Cannes-hátíðina til að kynna þýsk-búlgarska mynd sem hann leikur hlutverk í. Hann hefur gegnt herskyldu í Finnlandi, leikið nasista í kafbát og nú ungan mann sem sefur hjá eldri konu.
Menning
Saga mannsins sem lifði Auschwitz af en dó undir stiganum sínum
Íslensk þýðing á einni þekktustu endurminningabókinni um helförina er komin út hjá Forlaginu. Þetta er bókin Ef þetta er maður eftir ítalska gyðinginn Primo Levi. Bókin er köld og vísindaleg lýsing á hryllingi fangabúðanna Auschwitz þar sem Levi dvaldi í eitt ár í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
ViðtalFlóttamenn
„Ég er ekki hrædd lengur“
Sara Mardini og systir hennar björguðu lífi 18 manns þegar þær stukku út í Miðjarðarhafið og drógu bát fullan af hælisleitendum í þrjá og hálfan tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýrlandi, en á núna yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld af grískum dómstól fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjávarháska.
Viðtal
Fjölskylduhreiðrið fest á filmu
Í nýrri stuttmynd Hlyns Pálmasonar leika börnin hans sér í nýbyggðum kofa á milli þess sem náttúran dynur á timbrinu. Eftir frumsýninguna á Berlinale hátíðinni settust Hlynur og Ída Mekkín, dóttir hans, niður með Stundinni til að spjalla um fjölskylduverkefnið og flakk þeirra á kvikmyndahátíðir heimsins.
Viðtal
„Þessi ótti upp á líf og dauða var raunverulegur“
Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson átti stórt líf sem unglingur þar sem slagsmálin voru upp á líf og dauða og fullorðna fólkið varð einskis víst. Hann notar drauma sína sem innblástur fyrir aldamótasögur um unga drengi sem berjast við stórar tilfinningar. Stundin ræddi við hann um nýjustu kvikmynd hans, Berdreymi, á milli ævintýra á Berlinale hátíðinni.
Menning
Berdreymi verðlaunuð á Berlinale hátíðinni
Ný kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta evrópska kvikmyndin úr svokölluðum Panorama flokki hátíðarinnar í Berlín af Samtökum evrópskra kvikmyndahúsa, Europa Cinemas.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
Nýtt raforkusölukerfi á Íslandi felur meðal annars í sér hugmyndina um söluaðila til þrautavara. Viðskiptavinir fara sjálfkrafa í viðskipti við það raforkufyrirtæki sem er með lægsta kynnta verðið. Íslensk orkumiðlun hefur verið með lægsta kynnta verðið hingað til en rukkar þrautavaraviðskipti sína hins vegar fyrir hærra verð. Orkustofnun á að hafa eftirlit með kerfinu um orkusala til þrautavara.
FréttirCovid-19
Dómari líkir framtíð óbólusettra við gyðinga á tíma nasista
Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem býður sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, spyr hvort einkenna eigi óbólusetta með gulri stjörnu í Þýskalandi.
FréttirCovid-19
Íslendingar erlendis í „lockdown“: „Hér er önnur hver manneskja með magasár af ofdrykkju“
Mörg lönd Evrópu hafa hert reglur og jafnvel sett á útgöngubönn eftir hátíðarnar til að ná tökum á faraldrinum. Hönnuður í Berlín segist bjartsýn á að áætlanir um að allir fái bóluefni fyrir mitt ár gangi eftir.
Viðtal
Fór til Þýskalands í legnám: „Allar aðrar dyr voru lokaðar“
Endómetríósa og legslímu- og vöðvavilla hefur valdið Írisi Elnu Harðardóttur kvölum frá 10 ára aldri. Hún segist hafa mætt skilningsleysi mennta- og heilbrigðisstarfsfólks þar sem hún beri ekki sjúkdóminn utan á sér. Nú hefur hún safnað reynslusögum tuga kvenna sem telja sig hafa mætt skilningsleysi í kerfinu.
Fréttir
Segir sendiherrann hafa lagt sig í einelti eftir gleðigönguna
Margrét Adamsdóttir, sem starfaði í pólska sendiráðinu á Íslandi, segir Gerard Pokruszyński sendiherra hafa kallað nafntogaða diplómata niðrandi orðum um samkynhneigða, meðal annars Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sér hafi verið mismunað fyrir trúarskoðanir og fyrir að hafa birt myndir af sér á Hinsegin dögum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.