Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Ég er ekki hrædd lengur“

Sara Mar­dini og syst­ir henn­ar björg­uðu lífi 18 manns þeg­ar þær stukku út í Mið­jarð­ar­haf­ið og drógu bát full­an af hæl­is­leit­end­um í þrjá og hálf­an tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýr­landi, en á núna yf­ir höfði sér 25 ára fang­elsi verði hún sak­felld af grísk­um dóm­stól fyr­ir þátt­töku sína í hjálp­ar­starfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjáv­ar­háska.

Aðeins 27 ára gömul hefur Sara Mardini upplifað meira en flest fólk gerir á heilli mannsævi. Hún og yngri systir hennar, Yusra, voru hylltar sem hetjur á alþjóðavettvangi fyrir björgunarafrek þeirra árið 2015 þegar þær flúðu á gúmmíbát yfir Miðjarðarhafið frá heimalandi sínu, Sýrlandi. Þá voru þær aðeins 20 og 17 ára. Yusra keppti í kjölfarið á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 fyrir hönd nýskipaðs ólympíuliðs flóttamanna.

„Ég fór með til Ríó til að styðja hana,“ segir Sara í samtali við Stundina um viðburðaríka æsku þeirra systra. „Það var svo fallegt að sjá hana keppa og það veitti mér mikinn innblástur.“

En skömmu síðar þurfti Sara að dúsa í grísku fangelsi fyrir að reyna að hjálpa öðrum sem voru í sömu stöðu og hún hafði verið. Fjögur ár eru nú liðin frá því að hún var handtekin og ákærð fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á eyjunni Lesbos í Grikklandi og …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Aukin hætta á ofbeldi ef rasismi fær að grassera
ViðtalFlóttamenn

Auk­in hætta á of­beldi ef ras­ismi fær að grass­era

Mik­il hætta er á auknu of­beldi í lönd­um þar sem nei­kvæð orð­ræða um inn­flytj­end­ur og hæl­is­leit­end­ur fær að grass­era, að sögn full­trúa Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Okk­ar stofn­un var stofn­uð eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina. Það stríð varð til úr ras­isma og gyð­inga­h­atri. Það byrj­aði allt með orð­um,“ seg­ir full­trú­inn – Annika Sand­l­und.
Brátt á heimleið:  Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð
FréttirFlóttamenn

Brátt á heim­leið: Ís­land breytti sýn Isaacs á sam­kyn­hneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.
Móðir og systir Oriönu fengu vernd en hún send burt
Viðtal

Móð­ir og syst­ir Oriönu fengu vernd en hún send burt

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an. Í Kól­umb­íu seg­ist hún ekki eiga neitt bak­land og að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn sé til­kom­inn vegna kól­umb­ísks afa sem hún hitti aldrei.
Pólarnir „garga á hvor annan“ í „skotgrafaumræðu“
SkýringFlóttamenn

Pól­arn­ir „garga á hvor ann­an“ í „skot­grafaum­ræðu“

„Stefnu­leysi“, „óstjórn“, „ógöng­ur“, „skrípaleik­ur“, allt eru þetta orð sem þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar nota um stöð­una í mál­efn­um hæl­is­leit­enda hér á landi. Þeir tala um póla­ríser­aða um­ræðu og sum­ir kalla eft­ir þver­póli­tískri sátt. Það er þó svo langt á milli flokka, bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og ut­an henn­ar, að erfitt get­ur ver­ið að ímynda sér að slík sátt geti orð­ið til.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár