Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er ekki hrædd lengur“

Sara Mar­dini og syst­ir henn­ar björg­uðu lífi 18 manns þeg­ar þær stukku út í Mið­jarð­ar­haf­ið og drógu bát full­an af hæl­is­leit­end­um í þrjá og hálf­an tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýr­landi, en á núna yf­ir höfði sér 25 ára fang­elsi verði hún sak­felld af grísk­um dóm­stól fyr­ir þátt­töku sína í hjálp­ar­starfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjáv­ar­háska.

Aðeins 27 ára gömul hefur Sara Mardini upplifað meira en flest fólk gerir á heilli mannsævi. Hún og yngri systir hennar, Yusra, voru hylltar sem hetjur á alþjóðavettvangi fyrir björgunarafrek þeirra árið 2015 þegar þær flúðu á gúmmíbát yfir Miðjarðarhafið frá heimalandi sínu, Sýrlandi. Þá voru þær aðeins 20 og 17 ára. Yusra keppti í kjölfarið á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 fyrir hönd nýskipaðs ólympíuliðs flóttamanna.

„Ég fór með til Ríó til að styðja hana,“ segir Sara í samtali við Stundina um viðburðaríka æsku þeirra systra. „Það var svo fallegt að sjá hana keppa og það veitti mér mikinn innblástur.“

En skömmu síðar þurfti Sara að dúsa í grísku fangelsi fyrir að reyna að hjálpa öðrum sem voru í sömu stöðu og hún hafði verið. Fjögur ár eru nú liðin frá því að hún var handtekin og ákærð fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á eyjunni Lesbos í Grikklandi og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár