Sara Mardini og systir hennar björguðu lífi 18 manns þegar þær stukku út í Miðjarðarhafið og drógu bát fullan af hælisleitendum í þrjá og hálfan tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýrlandi, en á núna yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld af grískum dómstól fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjávarháska.
FréttirFlóttamenn
Heimilismenn á Ásbrú segja aðstæður þar óviðunandi
Flóttamenn og hælisleitendur sem dvelja á Ásbrú fá ekki að yfirgefa herbergi sín nema að vera með grímu. Vandinn er hinsvegar sá að þeir sem þar dvelja fá aðeins eina einnota grímu á mann.
FréttirFlóttamenn
Hélt uppi rangfærslum í máli albönsku konunnar
Sigríður Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra, fullyrti ranglega að albanska konan hefði ekki hlýtt fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður konunnar, furðar sig á ummælum Sigríðar, og segir þau skaða hagsmuni skjólstæðings síns.
FréttirFlóttamenn
Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala
Albanska konan sem var send úr landi í fyrrinótt er verkjuð og á leiðinni á spítala í Albaníu. Hún var send í nítján klukkustunda flug þrátt fyrir að læknir mælti gegn því að færi í löng flug. Konan skildi símann sinn eftir á Íslandi og vinkona hennar leitar hennar.
FréttirFlóttamenn
Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag
Læknir Kvennadeildar Landspítalans skrifaði upp á vottorð þar sem hann mælti gegn löngu flugi.
FréttirFlóttamenn
Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín
Þýskir lögreglumenn tóku á móti albönsku fjölskyldunni við lendinguna í Berlín um hádegið í dag. Fjölskyldan var flutt úr landi þrátt fyrir að móðirin sé gengin tæpar 36 vikur á leið. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans um að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug.
FréttirFlóttamenn
Barn rekur á land
Nýjasta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar hefst á því að barn rekur á land við Hjörleifshöfða haustið 1839. Sagan kallast á við flóttamannakrísuna, eitthvert stærsta mál samtímans, og á brýnt erindi við lesendur dagsins í dag. Jón Bjarki Magússon ræddi við höfundinn um skáldsöguna Seltu sem er eins konar óður til mannsandans og þess góða í manninum.
Fréttir
Ekki mótuð stefna vegna loftslagsflóttamanna
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað stefnu eða ráðist í greiningarvinnu vegna loftslagsflóttamanna, enda er hugtakið enn í mótun á alþjóðavettvangi. „Ísland skipar sér iðulega í ört stækkandi hóp ríkja sem telja að neikvæð umhverfisáhrif hafi aukið og muni auka enn frekar á flóttamannavandann,“ segir aðstoðarmaður umhverfisráðherra.
Fréttir
Lögreglumaður kallaði „go home“ á hælisleitendur
Maðurinn segist ekki hafa meint að fólkið ætti að fara frá Íslandi. „Þessi tvö orð lýsa nefnilega alls ekki skoðun minni á hælisleitendum og innflytjendamálum.“
ErlentFlóttamenn
Í fangabúðum flóttamanna á Grikklandi
Benjamin Julian ferðaðist á grísku eyjuna Kíos árið 2016 þegar hann frétti af því að landamærastefna Evrópu hefði breyst til hins verra. Þar tók hann viðtöl við flóttafólk í búðunum sem hann kallar fangabúðir.
Pistill
Illugi Jökulsson
Svefnpillur í staðinn fyrir lögbundna mannúð
Af hverju stafar hin óskiljanlega tregða á að veita hrjáðum börnum hér sjálfsagða vernd?
FréttirFlóttamenn
Ráðherra breytir reglugerð eftir þrýsting frá almenningi: Opnar á efnismeðferð fyrir Zainab og Sarwari-bræður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur gert breytingar á reglugerð um útlendinga sem gætu skipt sköpum fyrir fjölskyldurnar sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.