Þingmenn bregðast við umræðunni: „Börn eru ekkert á flótta“
Stundin ræddi við þingmenn um fyrirhugaða brottvísun barnafólks til Grikklands. „Það er mér áhugamál að vernda konur og börn, líka ófædd börn,“ segir einn af viðmælendum blaðsins.
FréttirFlóttamenn
Fyrrverandi forstöðumaður hjá Útlendingastofnun: „Harðneskjan var fest í sessi“
Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður leyfasviðs Útlendingastofnunar, lýsir útlendingalögunum sem samþykkt voru árið 2016 sem „Trójuhesti sem bar í sér „blauta drauma“ þeirra starfsmanna Útlendingastofnunar sem vilja beita afli stjórnvalda af fullum krafti til að „vernda“ Ísland fyrir útlendingum“.
FréttirFlóttamenn
VG með fyrirvara við útlendingafrumvarp – Andrés boðaði andstöðu við herðingu Dyflinnarákvæða
Þingflokkur Vinstri grænna er ekki einhuga um að styðja frumvarp dómsmálaráðherra óbreytt.
GreiningFlóttamenn
Stjórnarfrumvarp myndi fyrirbyggja að fólk í sömu stöðu og Zainab og Sarwari-feðgar fengi vernd
Ríkisstjórnin afgreiddi frumvarp í vor sem myndi veikja réttarstöðu þeirra hælisleitenda sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd í löndum eins og Grikklandi.
FréttirFlóttamenn
Ásmundur óttast að hælisleitandi hafi haft eitthvað illt í hyggju
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að fólk sem býr nálægt hælisleitendum á Ásbrú hafi „mátt þola nafnlausar hringingar og hótanir á erlendu tungumáli“.
FréttirFlóttamenn
Sótt til saka fyrir að hjálpa fólki á flótta
Þeim sem aðstoða flóttafólk og sýna því samstöðu er mætt af síaukinni hörku í ríkjum Evrópu. Dæmi eru um að fólk sem bjargaði hundruðum mannslífa sé sótt til saka fyrir svokallaða samstöðuglæpi. Í nýlegri skýrslu samtaka sem berjast gegn rasisma er fjallað ítarlega um þessa uggvænlegu þróun og meðal annars vísað í nýlegt dæmi frá Íslandi.
FréttirFlóttamenn
317 börnum vísað úr landi á undanförnum árum
Flest börnin voru í fylgd með foreldrum, en ekki öll.
Fréttir
Ríkisstjórnin fær liðsinni Miðflokksins í herðingu á útlendingalöggjöfinni
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að frumvarp dómsmálaráðherra sé til þess fallið að „treysta réttarstöðu hælisleitenda“ og Birgir Þórarinsson telur að tafir á afgreiðslu frumvarpsins geti kostað ríkissjóð hundruð milljóna.
FréttirFlóttamenn
Sjálfstæðismenn urðu hræddir: „Hefurðu heyrt um einhvern Íslending með bakpoka sem sprengir sig upp?“
Sigurður Sigurbjörnsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, segist ekkert hafa á móti hælisleitendum en hafa áhyggjur af öfgum. „Við erum nýbúin að hlusta á fréttir frá Sri Lanka um að ein af sprengjunum hafi komið frá bakpoka.“
FréttirFlóttamenn
Veist að hælisleitendum á fundi Sjálfstæðismanna: „Við erum lögreglan“
„Við ætlum ekki að hringja í lögregluna því þessir tveir herramenn hér eru lögreglan. Svo við munum bara nota þá,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson sem var fundarstjóri á fundi Sjálfstæðismanna um þriðja orkupakkann. Í kjölfarið þreif maður, merktur Sjálfstæðisflokknum, í hælisleitanda og gerði sig líklegan til að bola honum út með valdi.
FréttirFlóttamenn
Útlendingastofnun horfði til reynslu hjá Securitas við ráðningu í móttökumiðstöð
Útlendingastofnun leit sérstaklega til reynslu af öryggisvörslu hjá Securitas við val á umsækjendum um móttöku- og þjónustustarf.
FréttirFlóttamenn
24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur
Alls 24 börn frá Pakistan, Írak, Albaníu, Afganistan, Kosovo, Moldavíu, Túnis og Nígeríu eru um þessar mundir við nám í grunnskólum Reykjavíkur, meðan þau bíða þess að yfirvöld komist að niðurstöðu um hvort þau fái að setjast hér að. Sérdeild fyrir börn hælisleitenda verður opnuð í Háaleitisskóla á næstu haustönn.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.