Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Brottvísun Yazan og fjölskyldu frestað – „Þetta gefur þeim smá von“

Yaz­an Aburajab Tamimi og fjöl­skyldu verð­ur ekki vís­að úr landi í júlí eins og til stóð. Um­sókn verð­ur end­ur­send til kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála. Lög­mað­ur Yaz­ans tel­ur að ákveðn­ar máls­ástæð­ur hafi ekki ver­ið kann­að­ar eða rann­sak­að­ar rétt.

Brottvísun Yazan og fjölskyldu frestað – „Þetta gefur þeim smá von“
Yazan Aburajab Tamimi Hinn ell­efu ára gamli Yaz­an greindist með Duchenne , sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm, þegar hann var tveggja ára gamall. Til stóð að vísa honum og foreldrum hans úr landi en brottvísuninni hefur nú verið frestað. Fram að verslunarmannahelgi. Mynd: Golli

Fyrirhugaðri brottvísun Yazans Aburajab Tamimis og foreldra hans, Mohsen og Ferial, hefur verið frestað um fjórar vikur. Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazans, í samtali við Heimildina. Vísir greindi fyrst frá. 

„Þetta gefur þeim smá von,“ segir Albert, sem mun í dag senda inn endurtekna umsókn til kærunefndar útlendingamála sem byggir á nýjum málsástæðum. Hann segir málið þess eðlis að ekki sé hægt að skilja það við sig. „Meðan ennþá er möguleiki þá reynir maður áfram.“ 

Albert telur að ákveðnar málsástæður hafi ekki verið kannaðar eða rannsakaðar rétt. Réttindagæslumaður fatlaðra er með mál hans til skoðunar og hefur bent á að Yazan átti, samkvæmt vinnureglum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra, rétt á því að réttindagæslumaður yrði skipaður í hans máli og að ákveðið mat færi fram á fötlun hans, sem hefur ekki verið gert. „Ég tel að þetta og fleiri atriði gætu verið þess valdandi að málið verði skoðað að nýju,“ segir Albert. 

Fjölskyldan kom hingað í leit að hæli í fyrra. Yazan, sem er frá Palestínu, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne og hafa læknar vottað fyrir það að hann muni hljóta skaða af ef hann fær ekki viðeigandi læknismeðferð. 

Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku hælisumsóknar þeirra um miðjan júní og til stóð að vísa þeim aftur til Spánar, hvar fjölskyldan er ekki með hæli, yfir í byrjun júlí. Fjölskyldan fékk vegabréfsáritun á Spáni og komst kærunefnd útlendingamál að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan skyldi fara aftur til Spánar á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar, jafnvel þó að þar séu þau ekki með stöðu flóttamanns eða hælisleitenda og eigi því sem stendur ekki rétt á að fá þar viðeigandi heilbrigðisþjónustu fyrir Yazan. Kærunefndin sagði, ranglega miðað við nokkur læknisvottorð sem Heimildin hefur fengið að sjá, að Yazan hefði „ekki verið undir neinu sérstöku eftirliti eða í meðferð vegna [sjúkdómsins] hér á landi.“

Duchenne samtökin, ÖBÍ, Einstök börn, Þroskahjálp, samtökin Réttur barna á flótta og Ungmennaráð Unicef hafa öll sent frá sér yfirlýsingu þar sem brottvísuninni er mótmælt og þá voru sálfræðingur, kennarar og þroskaþjálfi sem þekkja til Yazans á meðal þeirra sjö sem skrifuðu undir mótmælayfirlýsingu sem þau sendu Heimildinni. Undir hana skrifa einnig vinir Yazans hér á Íslandi. 

Yazan og fjölskylda hans sögðu ítarlega frá aðstæðum sínum í viðtali við Heimildina fyrir rúmum mánuði. Þá sagði Yazan að hann hefði verið boðinn velkominn í Hamraskóla frá fyrsta degi og að þar liði honum vel. 

„Þið hljótið að hafa farið með mig til himnaríkis,“ sagði Yazan við foreldra sína. Nú fær hann að vera á Íslandi í að minnsta kosti fjórar vikur í viðbót, fram að verslunarmannahelgi.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
    Það á að segja já eða nei strax!! Þau eru búin að vera hérna í ár, svo á að fara með þau úr landi, svo er því "frestað" !!! Þetta er klikkun og ekkert annað. Ekki skrítið að.sumir verði hálf klikkaðir stundum, hvernig haldið þið að þetta fari með fólk öll.þessi bið og meiga heldur ekkert gera til þess að bjarga sér. En ráðamenn vita að ef þeir leyfa fólki að malla svona á ríkinu þá verða íslendingar brjálaðir á því að allir séu nú á spenanum.... hverjum er það að kenna????
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Á ekkert að hjálpa þessu vesalings barni og foreldrum þess? Hafið skömm fyrir!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
3
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár