Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Þegar hinn 11 ára gamli Yazan Aburajab Tamimi mætti í Hamraskóla í fyrsta sinn síðasta haust beið hans bréf þar sem krakkarnir í bekknum hans buðu hann velkominn. Bréfinu fylgdu tvö tuskudýr, annað hvítt og hitt appelsínugult. Yazan var hissa. Það var langt síðan honum hafði liðið eins og hann væri velkominn. „Þið hljótið að hafa farið með mig til himnaríkis,“ sagði Yazan við foreldra sína, Ferial og Mohsen.

Í heimalandinu, Palestínu, hafði Yazan verið úthýst úr skólanum og hann hafði helst ekki viljað hitta vini eða ættingja af ótta við það hvað þeim myndi finnast um hann af þeirri ástæðu að hann var hættur að geta gengið.

Það hafði hann ekki gert síðan hann féll á kné á heimili fjölskyldunnar í Palestínu nokkrum dögum eftir níu ára afmælið sitt. „Ég finn ekki fyrir fótleggjunum mínum,“ hafði hann æpt á foreldra sína.

Þau reyndu að róa drenginn sinn niður en …

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, hvað segir hann um svona aðferðafræði.
  0
 • JA
  Jón Arnarson skrifaði
  Ráðamenn virðast blindir er mannsal fer fram.
  Getur verið að einverjir á þeim bæ hugnist það.

  Hér þarf einungis ástúð sem foreldrar veita.

  Er mannvonska ráðandi hjá ráðamönnum?
  2
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Haldið áfram að hjálpa þessu blessaða barni, ekki síður foreldrunum!
  8
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Þetta er til skammar, þetta folk stendur i Erfiðum malum og kvi ekki að lofa þeim að vera um kyrt a Islandi. Það er Fasistalikt af þessi mali og það illa ræður ferðini i þessu mali. Grimd og illgirni eru þarna a ferðini. Lofum þessu folki að vinna ur sorginni a Islandi. Brottvisun er lugaleg vinnubrögð
  7
 • ÞTÞ
  Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
  Það er sem vanti alla mennsku í það fólk sem þarna heldur um tauma.
  11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.
„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“
FréttirFlóttamenn

„Þeg­ar þér hef­ur ver­ið brott­vís­að er öll­um skít­sama um þig“

Dr. Jenni­fer Okeke, níg­er­ísk­ur sér­fræð­ing­ur í man­sals­mál­um sem starfar við mála­flokk­inn á Ír­landi, hitti ný­lega Bless­ing, Esther og Mary, sem vís­að var úr landi 20. maí síð­ast­lið­inn. Hún seg­ir ástand þeirra slæmt og mjög fáa val­kosti standa þeim til boða. Ís­lensk­ar vin­kon­ur kvenn­anna segja þær hafa ver­ið send­ar út skil­ríkja- og lyfja­laus­ar.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár