Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Um 300 Venesúelabúar sem hafa samþykkt að fara úr landi bíða nú eftir textaskilaboðum frá Útlendingastofnun um fyrirhugaða brottför. Dæmi eru um að fólk úr hópnum hafi beðið í fjóra mánuði eftir að það samþykkir að fara þangað til það loksins fær flugmiða úr landi, með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska ríkið sem heldur fólkinu uppi á meðan það bíður heimfarar.

Hver hælisleitandi í þjónustu kostar ríkið um 11 þúsund krónur á dag að meðaltali, samkvæmt minnisblaði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Því fara samtals tæpar 100 milljónir mánaðarlega í að halda fólkinu uppi á meðan það bíður heimfarar.

Isaac Rodriguez, þrítugur karlmaður frá Venesúela, kom hingað í ágústmánuði og sótti um hæli en fékk endanlega neitun í febrúar, er einn af þeim sem hefur samþykkt að fara heim og hrekkur í kút í hvert sinn sem hann fær textaskilaboð, viss …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    EKKI ER ALLTAF GRASIÐ GRÆNNA HINUM MEGIN ÁRINNAR OG EKKI ER HELDUR ALLT GULLIÐ SEM GLÓIR HRÆVARELDAR GETA LIKA VERIÐ SKYNVILLA EINS OG TÍBRÁIN SEM MYNDAST OFT Í EYÐIMERKURHITANUM OG ÞRÁTT FYRIR ALLT VAR EG ALVEG STÁLHEPPIN AÐ FÆÐAST Á ISLANDI AF ÖLLUM ÒÐRUM STÖÐUM ÓLÖSTUÐUM
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Því miður er ekki tekið á móti þeim sem leita hingað, svo þjóðinni sé sómi að.
    Getur verið að þetta sé einungis sýndarmennska og við séum að bjóða hingað mun fleiri en við getum tekið við?
    Hvaða ráðamanni datt í hug að við, okkar litla Ísland gæti tekið við ótilteknum fjölda frá Venesúela á sama tíma og vitað var að mikill fjöldi gæti þurft aðstoð frá Úkraínu?
    Getur verið að ráðamenn hugsi ekki og telji sjálfsagt að nær samfélagið sjái um þessa gesti okkar og þeir því ekki ábyrgir?
    Hvað sem er, þá vekur það furðu hvernig samfélagið tekur á þessum málum, OG ÞÁ ER ÉG AÐ TALA UM RÁÐHERRA LANDSSINS, ekki bæjarfélög sem oftar en ekki eru þvinguð til að leysa rugl ráðamanna!
    0
  • Ýrr Baldursdótttir skrifaði
    💔🥺
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár