Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Guðlaugur tjáir sig um Venesúela: „Þessar fullyrðingar eru kolrangar“

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir full­yrð­ing­ar um að hann hafi kom­ið að ákvörð­un um að veita nán­ast öll­um Venesúela­bú­um vernd hér á landi um tíma séu kolrang­ar. Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort ásetn­ing­ur liggi að baki sögu­sögn­un­um.

Guðlaugur tjáir sig um Venesúela: „Þessar fullyrðingar eru kolrangar“
Ráðherra „Það er ekki annað hægt en að velta vöngum yfir því hvort einfaldlega sé um að ræða misskilning eða hvort ásetningur liggi að baki“, skrifar Guðlaugur Þór. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir fullyrðingar um að hann hafi komið að ákvörðun um að veita nánast öllum Venesúelabúum vernd hér á landi um tíma kolrangar. 

Kornið sem virðist hafa fyllt mæli Guðlaugs var þegar þáttastjórnandi Vikulokanna í Ríkisútvarpinu „hélt þessu fram fullum fetum án mótmæla eða athugasemda frá viðmælendum í febrúar síðastliðnum.“

Guðlaugur skrifar pistil um málið í Morgunblaðinu í dag og bendir á að fólk úr öllum áttum hafi haldið þessu fram, þar á meðal blaðamaðurinn Andrés Magnússon sem starfar hjá Morgunblaðinu. 

„Fullyrðingin kom sömuleiðis fram í vinsælum hlaðvarpsþætti og nú nýlega birtist fullyrðingin á prenti í Viðskiptablaðinu: „Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að opna landið fyrir fólki frá Venesúela…“,“ skrifar Guðlaugur og segir umræddar fullyrðingar „kolrangar“ þar sem útlendingamálin hafi ekki verið á hans könnu sem utanríkisráðherra. 

„Þrátt fyrir þessa staðreynd flýgur sagan áfram og upplýsingaóreiðan eykst þar sem einn endurtekur ummæli annars. Það er ekki annað hægt en að velta vöngum yfir því hvort einfaldlega sé um að ræða misskilning eða hvort ásetningur liggi að baki þeirri undarlegu og röngu söguskýringu að utanríkisráðherra beri ábyrgð á ákvörðun sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar á málefnasviði dómsmálaráðuneytisins um aukna vernd íbúa Venesúela.“

Baksagan

Það var Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi settur forstjóri Útlendingastofnunar, sem tilkynnti í nóvember 2019 að allir Venesúelabúar sem hefðu sótt um vernd hér á landi það ár hefðu fengið hæli vegna ástandsins í Venesúela – óðaverðbólgu og upplausnar í stjórnmálum landsins. Fyrstu ákvarðanirnar um veitingu viðbótarverndar til ríkisborgara Venesúela höfðu þó aftur á móti verið teknar af Útlendingastofnun árið 2018, þegar núverandi forstjóri stofnunarinnar, Kristín Völundardóttir, var forstjóri. 

Í byrjun 2019 hafði Guðlaugur Þór sent utanríkismálanefnd Alþingis minnisblað um ástandið í Venesúela þar sem ráðuneytið fór yfir ástandið í Venesúela. Stjórnmálaástandið var sagt í ólestri. 

„Óstjórn, misheppnuð hugmyndafræði byggð á arfleifð Hugo Chavez og flokks Chavista, og ofbeldi núverandi forseta, Nicolas Maduro, hefur valdið því að efnahagskerfi landsins er með öllu hrunið“, segir í minnisblaðinu. 

Nokkrum dögum eftir að minnisblaðið var skrifað lýsti Guðlaugur Þór því yfir að Ísland styddi Juan Guiadó, þáverandi leiðtoga venesúelsku stjórnarandstöðunnar, rétt eins og stjórnvöld víðar höfðu gert í kjölfar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um slíkt hið sama. Nú hafa ríkin dregið stuðning sinn til Guaidó til baka, enda missti hann embætti sitt sem forseti þjóðþings Venesúela í desember árið 2020. 

Heimildin fjallaði um svar Útlendingastofnunar vegna Venesúela ákvörðunarinnar í marsmánuði síðastliðnum. Í svari stofnunarinnar sagði að ákvörðunin hefði ekki verið pólitísk.

„Hvorki dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið né ráðherrar þessara ráðuneyta hafa aðkomu að afgreiðslu umsókna um vernd,“ sagði í svari stofnunarinnar.  

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    tad er ekki verid ad bjóda fólki frá vensúela hingad til lands í okkar bodi Hvar á tetta fólk ad búa hver á ad borga matinn og allt uppihald td húsnædi Gjøld í strædó á ásbrú fellu nidur fyrir tetta fólk en ekki fyrir skít blanka íslendinga tar sem børn úr ásbrú turftu ad sækja skóla í keflavík eda njardvík Af hverju tessi miskipting íslendingar turftu ad borga en ekki sudur ameríku kanar Og hvad um tungumálid spænska Svo er tetta fólk hund fúlt med alla adstødu á ásbrú Selur allt til ad komast í annad land á betl Eru evrópu lønd í ábyrgd fyrir sudur ameríku eda skandinafía Næst koma kínverjar á betlid en stoppa stutt vid í ádbrú Henda bara øllum pappanum af sjónvørpunum út um gluggan eins og gert var tarna og koma ser í sólina med sýnar bætur Tetta eru ekki flóttafólk undan strídi tetta er flóttafólk undan leti og flest af tessu lidi eru ad nota dóp eins og engin se morgundagurinn tad er engin vogur í venúsavela og engir alkar tar drekkur bara fólk og dópar of fara svo í betlferdir til nordulandana
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Já þessi grein er jafn loðin og röklaus og afneitun Guðlaugs Þórs, eins pólitísk og hugsast getur, allir saklausir🤪
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi grein skilur lesandann eftir án þess að svara rannsóknarspurningunni. Eða þýðir þetta að ráðherrar allir eru saklausir en einn embættismaður hjá útlendingastofnun er ábyrgur fyrir málinu í heild sinni?
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
1
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
4
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um að slíta stjórn­ar­sam­starfi og er mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna eft­ir blaða­manna­fund Bjarna í stjórn­ar­ráð­inu.
Lilja taldi skynsamlegast að kjósa eftir brotthvarf Katrínar
10
FréttirStjórnarslit 2024

Lilja taldi skyn­sam­leg­ast að kjósa eft­ir brott­hvarf Katrín­ar

„Hún er svo­lít­ið fram­sókn­ar­leg stund­um, hún Katrín,“ sagði Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þjóð­mála­þætt­in­um Pressu um það út­hald sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði er upp kom flók­in staða í stjórn­ar­sam­starf­inu. Brott­hvarf henn­ar hafi þýtt mikl­ar breyt­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
7
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár