Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
Flóttamaður Mynd tekin við komu flóttafólks til Ítalíu. Þar dvaldi Lamin í flóttamannabúðum í nokkur ár sem barn og segist ekki hafa fengið tækifæri til að mennta sig. Hann vildi ekki láta mynda sig þar sem hann segist smeykur við lögregluna og brottvísun. Mynd: Andreas Solaro/AFP

Það snjóaði í Keflavík þegar Lamin Jadama, þá 15 ára gamall, lenti í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 21. janúar árið 2020. Honum var kalt á berum framhandleggjunum og hann hugsaði með sér að hann hefði átt að fara í jakka. Það voru liðin tæp fjögur ár síðan hann lagði land undir fót og flúði heimalandið, Gambíu. Hann hafði dvalið á Ítalíu meira og minna síðan en ekki fengið að fara þar í skóla. En hingað var hann kominn því hér vonaðist hann eftir því að fá að læra.

Í dag býr Lamin, nú 19 ára gamall, ásamt um níu öðrum í neyðarskýli Rauða krossins í Borgartúni. Fyrir klukkan tíu á morgnana þarf hann að pakka niður föggum sínum og setja þær í geymslu því þá lokar skýlið. Það opnar ekki aftur fyrr en klukkan fimm síðdegis. Klukkustundirnar sjö frá því að skýlinu er lokað og það opnað aftur mæla flestir …

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Það er eitt sem ég velti altaf fyrir mér þegar ég les fréttir um hælisleitendur og þessa ómensku hjá útlendingastofnun. Stjórnmálamenn hrópa oft og mikið hversu dýrt þetta alt er og Íslendingar séu að eiða fleiri tugum eða hundruðum miljóna á ári hverju í þennan flokk. Nú langar mig að vita hversu mikið af þessum peningum er notað til að senda fólk og oft ólöglega úr landi og eru laun þeirra sem eru að synja þessu fólki um hæli inni í dæminu. Væri möguleiki bara að leifa þessu fólki að koma sér í vinnu og fara að borga skatta og allir myndu græða
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í neyðarskýlinu

Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár