„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“
Brottvísað Þrír þolendur mansals voru sendir til Nígeríu í maí, þær Esther, Blessing og Mary. Mynd: Margrét Marteinsdóttir

„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“

Dr. Jenni­fer Okeke, níg­er­ísk­ur sér­fræð­ing­ur í man­sals­mál­um sem starfar við mála­flokk­inn á Ír­landi, hitti ný­lega Bless­ing, Esther og Mary, sem vís­að var úr landi 20. maí síð­ast­lið­inn. Hún seg­ir ástand þeirra slæmt og mjög fáa val­kosti standa þeim til boða. Ís­lensk­ar vin­kon­ur kvenn­anna segja þær hafa ver­ið send­ar út skil­ríkja- og lyfja­laus­ar.

„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig.“ Þetta segir dr. Jennifer Okeke, fræðimaður og sérfræðingur í aðgerðum gegn mansali í samtali við Heimildina. Hún skýrir að það sé einstaklega erfitt fyrir fólk að koma undir sig fótunum í Nígeríu eftir að hafa verið vísað brott frá Evrópu. Jennifer kemur sjálf frá Nígeríu en er búsett á Írlandi þar sem hún starfar með fórnarlömbum mansals hjá góðgerðarsamtökunum Immigrant Council of Ireland.

Í síðasta mánuði voru þrjár konur fluttar með valdi frá Íslandi og til Lagos í Nígeríu. Þær heita Blessing, Esther og Mary. Allar höfðu konurnar flúið hingað til lands til að sleppa undan mansali. 

Brottvísunin var harðlega gagnrýnd. Bæði í ljósi þess hve lengi konurnar höfðu verið hér á landi og sökum bágrar heilsu Blessing. En hún hefur greinst með sex æxli í legi, eitt þeirra mjög stórt, og henni blæðir mikið um leggöng. Í læknisvottorði …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Eyþór Dagur skrifaði
  Það er verið að segja það berum orðum að þeirra stærsta vandamál sé að þær eigi ekki peninga. Það er alltaf rosalega sorglegt. Ég fer mikið erlendis til 3ja heims lands þar sem ég horfi upp á tugi milljóna manna sem eru í nákvæmlega sömu stöðu en samt verri því mikið af því fólki þjáist líka af vannæringu. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá fyrst vannært barn með eigin augum. Þau eru svipbrigðalaus og bregðast ekki almennilega við ef maður t.d. reynir að ná sambandi við þau. Af hverju eigum við að taka þessar konur fram fyrir vannærð börn í því landi sem ég heimsæki oft? Af hverju eiga þær frekar að fá fjárhagsaðstoð frá íslenskum skattgreiðendum en vannærð börn í milljónatugatali í heiminum?
  0
  • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
   Vegna þess ađ þær hafa nàđ ađ flýja þađ sem þù ert ađ lýsa og þar af leiđandi börnin þeirra....
   0
 • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
  Ætli þeim embættismönnum sem afgreiddu mál þessarra kvenna líði ekki bara ágætlega heima með fjölskyldum sínum? BB segir að taka þurfi fastar á varðandi innflytjendamál. Í þessu máli vantar ekki heljartökin.
  9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár