Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Segir stjórnvöldum vera „drull um barn eins og Yazan“

Freyja Har­alds­dótt­ir sak­ar ís­lensk stjórn­völd um kyn­þátta­for­dóma og seg­ir þau vera að senda palestínsk­an lang­veik­an strák út í dauð­ann. Hún seg­ir „strengja­brúðup­lebba­emb­ætt­is­mönn­um“ vera „drull um barn eins og Yaz­an“.

Segir stjórnvöldum vera „drull um barn eins og Yazan“
Freyja Haraldsdóttir Ísland er langt því frá að vera paradís fyrir fatlað fólk. En framtíð Yazans, 11 ára stráks frá Palestínu með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, er öruggari hér en annars staðar. Freyja gagnrýnir stjórnvöld fyrir að að ætla að vísa honum úr landi. Mynd: Golli

Þegar Freyja Haraldsdóttir var 11 ára var hún að mörgu leyti venjulegur krakki, rétt eins og hinn 11 ára Yazan Aburajab Tamimi. Rétt eins og Yazan var hún í hjólastól og margar venjulegar athafnir daglegs lífs voru flóknari fyrir þau en önnur börn. En það stóð ekki til að vísa Freyju úr landi. Það er hins vegar raunveruleiki Yazans í dag. 

Til stendur að vísa Yazan og foreldrum hans, Mohsen og Ferial, úr landi í næsta mánuði. Þau komu hingað í leit að hæli í fyrra. Yazan, sem er frá Palestínu, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne og hafa læknar vottað fyrir það að hann muni hljóta skaða af ef hann fær ekki viðeigandi læknismeðferð. Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku hælisumsóknar þeirra síðastliðinn föstudag og því vofir brottvísun til Spánar, hvar fjölskyldan er ekki með hæli, yfir í byrjun júlí.

Brottvísun Yazans hefur verið mótmælt, nú síðast á sunnudag þegar hópur fólks safnaðist saman á Austurvelli.  Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, vinkona fjölskyldunnar, er ein af þeim sem stóð að mótmælunum. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ 

Freyja birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún birtir tvær myndir, annars vegar af henni sjálfri þegar hún var 11 ára og hins vegar af Yazan. „Á hægri mynd er hvítt íslenskt fatlað 11 ára barn að pósa hjá kengúrubakgrunni og á þeirri vinstri er brúnt palestínskt 11 ára barn að mótmæla eigin brottvísun út í dauðann,“ skrifar Freyja. 

Freyja segir Yazan vera venjulegan krakka að mörgu leyti, rétt eins og hún var sjálf á þessum aldri. „Ég var á snemmgelgju með tilheyrandi drama, vinir voru þeir mikilvægustu í heimi, ég fór í skólann og flutti hinum megin á hnöttinn með fjölskyldu minni.“ Yazan hefur sömuleiðis flutt yfir hnöttinn með fjölskyldu sinni en af öðrum ástæðum en Freyja. En þau eiga það sameiginlegt að upplifa ýmsar hindranir í umhverfinu og viðhorfum.  

„Ég gat ekki verið lengi ein heima og oftast þegar ég var það var ég smeyk. Mamma gat ekki verið að vinna því NPA var ekki komið til sögunnar. Ég fór í sjúkraþjálfun og átti tvo sérhannaða hjólastóla og önnur hjálpartæki,“ skrifar Freyja. Hún fæddist með beinbrotasýki, sjúkdóm sem lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega. „Ég var nýbyrjuð á lyfjum sem reyndust verða mér mikið gæfuspor því þau drógu verulega úr beinbrotum með tímanum. Heimili okkar var hannað sérstaklega með aðgengisþarfir mínar í huga en samt var orðin þörf á breytingum enda breytast líkamar og aðgengisþarfir með. Ég þurfti heilbrigðisvörur til þess að komast á salerni. Lífið gekk upp en var oft krefjandi fyrir fjölskylduna mína því samfélagið gerir ekki ráð fyrir fötluðu fólki. En við gátum þetta og ég átti gott líf,“ skrifar Freyja. 

„Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi“ 

Ef fjölskylda hennar hefði þurft að flýja, rétt eins og fjölskylda Yazans, hefði veruleiki Freyju verið allt annar. „Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi. Ég hefði eingöngu geta haft einn hjólastól svo lengi sem hann væri ekki skemmdur eða tekin. Án hans hefðu foreldrar mínir þurft að halda á mér en beinin hefðu ekki þolað það, þau brotnuðu nefnilega oft í höndum þeirra í öryggi okkar á Íslandi. Ég hefði ekki haft lyfin og því líklega haldið áfram að brotna oft og illa. Þá hefði ég ekki haft verkjalyf og foreldrar mínir hefðu verið með mig slasaða og verkjaða öllum stundum. Þau hefðu mögulega þurft að skilja mig eftir eða bróðir minn. Eða þau hefðu þurft að skipta liði. Fjölskyldan sundruð. Ég hefði ekki fengið skólagöngu og líklega ekki lifað nógu lengi til þess að eignast vini í flóttamannabúðum. Ég hefði samt haft það skárra en Yazan því ég er hvít.“ 

Meðvirkt, hrætt og skammsýnt þjóðfélag

Freyja segir Ísland ekki vera paradís fyrir fatlað fólk. Langt því frá. En samanborið við Palestínu býður Ísland upp á lífsviðurværi og öruggari framtíð fyrir Yazan, þó Ísland sýni það ekki í verki. Freyja er mjög gagnrýnin á íslensk stjórnvöld. „Ég gæti farið að vísa í lög og mannréttindasáttmála en ég nenni því ekki því með þá ríkisstjórn og ríkisstofnanir sem við búum við hafa þau bara þýðingu þegar það hentar ríkisstjórninni og fjölskyldum þeirra og kannski einhverja strengjabrúðuplebbaembættismönnum. Þeim er öllum drull um barn eins og Yazan. Það eina sem þeim er annt um er að varðveita hvítu ófötluðu börn ríka fólksins. Aðallega bara sín eigin börn samt og börn sem eru lík þeim,“ skrifar Freyja. 

Hún gefur lítið fyrir nýsamþykkt frumvarp um óháða mannréttindastofnun „sem vissulega mátti stofna fyrir áratugum en þau ætla aldeilis að monta sig núna“. „Við hljótum að vera eitt meðvirkasta, hræddasta og mest skammsýna þjóðfélag heims.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár