Segir stjórnvöldum vera „drull um barn eins og Yazan“

Freyja Har­alds­dótt­ir sak­ar ís­lensk stjórn­völd um kyn­þátta­for­dóma og seg­ir þau vera að senda palestínsk­an lang­veik­an strák út í dauð­ann. Hún seg­ir „strengja­brúðup­lebba­emb­ætt­is­mönn­um“ vera „drull um barn eins og Yaz­an“.

Segir stjórnvöldum vera „drull um barn eins og Yazan“
Freyja Haraldsdóttir Ísland er langt því frá að vera paradís fyrir fatlað fólk. En framtíð Yazans, 11 ára stráks frá Palestínu með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, er öruggari hér en annars staðar. Freyja gagnrýnir stjórnvöld fyrir að að ætla að vísa honum úr landi. Mynd: Golli

Þegar Freyja Haraldsdóttir var 11 ára var hún að mörgu leyti venjulegur krakki, rétt eins og hinn 11 ára Yazan Aburajab Tamimi. Rétt eins og Yazan var hún í hjólastól og margar venjulegar athafnir daglegs lífs voru flóknari fyrir þau en önnur börn. En það stóð ekki til að vísa Freyju úr landi. Það er hins vegar raunveruleiki Yazans í dag. 

Til stendur að vísa Yazan og foreldrum hans, Mohsen og Ferial, úr landi í næsta mánuði. Þau komu hingað í leit að hæli í fyrra. Yazan, sem er frá Palestínu, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne og hafa læknar vottað fyrir það að hann muni hljóta skaða af ef hann fær ekki viðeigandi læknismeðferð. Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku hælisumsóknar þeirra síðastliðinn föstudag og því vofir brottvísun til Spánar, hvar fjölskyldan er ekki með hæli, yfir í byrjun júlí.

Brottvísun Yazans hefur verið mótmælt, nú síðast á sunnudag þegar hópur fólks safnaðist saman á Austurvelli.  Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, vinkona fjölskyldunnar, er ein af þeim sem stóð að mótmælunum. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ 

Freyja birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún birtir tvær myndir, annars vegar af henni sjálfri þegar hún var 11 ára og hins vegar af Yazan. „Á hægri mynd er hvítt íslenskt fatlað 11 ára barn að pósa hjá kengúrubakgrunni og á þeirri vinstri er brúnt palestínskt 11 ára barn að mótmæla eigin brottvísun út í dauðann,“ skrifar Freyja. 

Freyja segir Yazan vera venjulegan krakka að mörgu leyti, rétt eins og hún var sjálf á þessum aldri. „Ég var á snemmgelgju með tilheyrandi drama, vinir voru þeir mikilvægustu í heimi, ég fór í skólann og flutti hinum megin á hnöttinn með fjölskyldu minni.“ Yazan hefur sömuleiðis flutt yfir hnöttinn með fjölskyldu sinni en af öðrum ástæðum en Freyja. En þau eiga það sameiginlegt að upplifa ýmsar hindranir í umhverfinu og viðhorfum.  

„Ég gat ekki verið lengi ein heima og oftast þegar ég var það var ég smeyk. Mamma gat ekki verið að vinna því NPA var ekki komið til sögunnar. Ég fór í sjúkraþjálfun og átti tvo sérhannaða hjólastóla og önnur hjálpartæki,“ skrifar Freyja. Hún fæddist með beinbrotasýki, sjúkdóm sem lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega. „Ég var nýbyrjuð á lyfjum sem reyndust verða mér mikið gæfuspor því þau drógu verulega úr beinbrotum með tímanum. Heimili okkar var hannað sérstaklega með aðgengisþarfir mínar í huga en samt var orðin þörf á breytingum enda breytast líkamar og aðgengisþarfir með. Ég þurfti heilbrigðisvörur til þess að komast á salerni. Lífið gekk upp en var oft krefjandi fyrir fjölskylduna mína því samfélagið gerir ekki ráð fyrir fötluðu fólki. En við gátum þetta og ég átti gott líf,“ skrifar Freyja. 

„Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi“ 

Ef fjölskylda hennar hefði þurft að flýja, rétt eins og fjölskylda Yazans, hefði veruleiki Freyju verið allt annar. „Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi. Ég hefði eingöngu geta haft einn hjólastól svo lengi sem hann væri ekki skemmdur eða tekin. Án hans hefðu foreldrar mínir þurft að halda á mér en beinin hefðu ekki þolað það, þau brotnuðu nefnilega oft í höndum þeirra í öryggi okkar á Íslandi. Ég hefði ekki haft lyfin og því líklega haldið áfram að brotna oft og illa. Þá hefði ég ekki haft verkjalyf og foreldrar mínir hefðu verið með mig slasaða og verkjaða öllum stundum. Þau hefðu mögulega þurft að skilja mig eftir eða bróðir minn. Eða þau hefðu þurft að skipta liði. Fjölskyldan sundruð. Ég hefði ekki fengið skólagöngu og líklega ekki lifað nógu lengi til þess að eignast vini í flóttamannabúðum. Ég hefði samt haft það skárra en Yazan því ég er hvít.“ 

Meðvirkt, hrætt og skammsýnt þjóðfélag

Freyja segir Ísland ekki vera paradís fyrir fatlað fólk. Langt því frá. En samanborið við Palestínu býður Ísland upp á lífsviðurværi og öruggari framtíð fyrir Yazan, þó Ísland sýni það ekki í verki. Freyja er mjög gagnrýnin á íslensk stjórnvöld. „Ég gæti farið að vísa í lög og mannréttindasáttmála en ég nenni því ekki því með þá ríkisstjórn og ríkisstofnanir sem við búum við hafa þau bara þýðingu þegar það hentar ríkisstjórninni og fjölskyldum þeirra og kannski einhverja strengjabrúðuplebbaembættismönnum. Þeim er öllum drull um barn eins og Yazan. Það eina sem þeim er annt um er að varðveita hvítu ófötluðu börn ríka fólksins. Aðallega bara sín eigin börn samt og börn sem eru lík þeim,“ skrifar Freyja. 

Hún gefur lítið fyrir nýsamþykkt frumvarp um óháða mannréttindastofnun „sem vissulega mátti stofna fyrir áratugum en þau ætla aldeilis að monta sig núna“. „Við hljótum að vera eitt meðvirkasta, hræddasta og mest skammsýna þjóðfélag heims.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.
„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“
FréttirFlóttamenn

„Þeg­ar þér hef­ur ver­ið brott­vís­að er öll­um skít­sama um þig“

Dr. Jenni­fer Okeke, níg­er­ísk­ur sér­fræð­ing­ur í man­sals­mál­um sem starfar við mála­flokk­inn á Ír­landi, hitti ný­lega Bless­ing, Esther og Mary, sem vís­að var úr landi 20. maí síð­ast­lið­inn. Hún seg­ir ástand þeirra slæmt og mjög fáa val­kosti standa þeim til boða. Ís­lensk­ar vin­kon­ur kvenn­anna segja þær hafa ver­ið send­ar út skil­ríkja- og lyfja­laus­ar.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
8
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár