Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
Fjölskyldan Yazan ásamt foreldrum sínum á heimili þeirra í Grafarvogi. Mynd: Golli

Hópur Íslendinga hefur ákveðið að blása til mótmæla á Austurvelli klukkan þrjú síðdegis á sunnudag vegna fyrirhugaðrar brottvísunar hins ellefu ára gamla Yazans Aburajab Tamimis og foreldra hans, Mohsen og Ferial. Þau komu hingað í leit að hæli í fyrra. Yazan, sem er frá Palestínu, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne og hafa læknar vottað fyrir það að hann muni hljóta skaða af ef hann fær ekki viðeigandi læknismeðferð. 

Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku hælisumsóknar þeirra síðastliðinn föstudag og því vofir brottvísun til Spánar, hvar fjölskyldan er ekki með hæli, yfir í byrjun júlí. 

Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, vinkona fjölskyldunnar, er ein af þeim sem stendur að mótmælunum. 

„Þetta er rosalega illa gert finnst okkur. [...] Það er verið að segja að það sé allt í lagi fyrir hann að vera brottvísað en við erum með yfirgnæfandi læknisfræðileg gögn sem sýna fram á að brottvísun getur stytt líf hans. Þótt að það sé kannski til aðstoð á Spáni þá er flutningurinn, flugið sjálft og biðin gríðarlega hættuleg,“ segir Kristbjörg sem bendir á að það geti verið manneskju með duchenne mjög hættulegt að verða fyrir hnjaski, sem getur vel átt sér stað í flugvél. 

„Við erum búin að reyna svo mikið en það gengur ekkert þannig að við þurfum bara að sýna að okkur standi ekki á sama og erum að styðja við Yazan. Hann hefur lýst því sjálfur að honum líður eins og enginn á Íslandi vilji hafa hann hérna. Þó að mótmælin skili ekki neinu varðandi [Kærunefnd útlendingamála] þá eru mótmælin tækifæri til þess að sýna honum að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ 

Himnaríkið ísland

Yazan og fjölskylda hans sögðu ítarlega frá aðstæðum sínum í viðtali við Heimildina fyrir um mánuði síðan. Þá sagði Yazan að hann hefði verið boðinn velkominn í Hamraskóla frá fyrsta degi og að þar liði honum vel. 

„Þið hljótið að hafa farið með mig til himnaríkis,“ sagði Yazan við foreldra sína. 

Aðstandendur fjölskyldunnar hér á Íslandi hafa reynt hvað þeir geta til þess að halda honum í þessu himnaríki.

Duchenne samtökin, ÖBÍ, Einstök börn, Þroskahjálp, samtökin Réttur barna á flótta og Ungmennaráð Unicef hafa öll sent frá sér yfirlýsingu þar sem brottvísuninni er mótmælt og þá voru sálfræðingur, kennarar og þroskaþjálfi sem þekkja til Yazans á meðal þeirra sjö sem skrifuðu undir mótmælayfirlýsingu sem þau sendu Heimildinni. Undir hana skrifa einnig vinir Yazans hér á Íslandi. 

„Við lýsum yfir þungum áhyggjum vegna yfirvofandi brottvísunar Yazan og foreldra hans frá Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni þar sem farið er yfir mál Yazans. „Frá komu þeirra hafa þau orðið hluti af samfélagi okkar og lagt sitt af mörkum þrátt fyrir að standa frammi fyrir fjölmörgum hindrunum.“

Kristbjörg segir að aðstandendur fjölskyldunnar hafi jafnframt farið á fund í mennta- og barnamálaráðuneytinu en fengið þar þau svör að ráðuneytið gæti ekkert aðhafst í málinu. 

„Ég myndi segja að flestir séu með okkur í liði og vilja ekki að þetta sé niðurstaðan,“ segir Kristbjörg. 

„Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs sem er nú þegar verulega stytt?“
Gísli Rafn Ólafsson
þingmaður Pírata

Ræddi mál Yazans á Alþingi

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata gerði stöðu Yazans að umtalsefni sínu á Alþingi í dag. 

„Yazan og foreldrar hans flúðu heimili sitt í Palestínu í leit að skjóli og öryggi á Íslandi fyrir ári síðan. Frá komu þeirra hafa þau orðið hluti af samfélagi okkar og lagt sitt af mörkum þrátt fyrir að standa frammi fyrir fjölmörgum hindrunum. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann hvorki aðgang að viðeigandi læknisþjónustu né fékk að taka þátt í skóla- og frístundastarfi,“ sagði Gísli. 

„Nú á að brottvísa honum til Spánar, lands sem hann og fjölskylda hans hafa aldrei dvalið í. Með því gæti orðið hlé á þjónustu í allt að 18 mánuði, 18 mánuði sem munu valda óafturkræfum skaða sem minnka verulega lífsgæði hans og stytta líf hans. Það að veita honum vernd hérlendis er ekki aðeins aðkallandi mannúðarskylda heldur einnig mál upp á líf og dauða fyrir Yazan.“

Spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að standa við bakið á fjölskyldunni segir Kristbjörg: 

„Í fyrsta lagi er þetta yndisleg fjölskylda og ótrúlega góðhjörtuð. Það er augljóst hvað foreldrar hans eru að gera allt til þess að reyna að gera lífið hans bærilegt. Það er svo augljós væntumþykja hjá þeim. Ég er að útskrifast núna sem þroskaþjálfi og ég hef mikla reynslu af því að starfa með fötluðu fólki og börnum.“

Hún segist því furðu lostin á því að það eigi að vísa Yazan úr landi þar sem hann er 11 ára gamall, fatlaður og með sjúkdóm sem almennt styttir æviskeið fólks verulega.

„Af hverju má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“

Gísli Rafn tók undir þetta á þingi í dag. 

„Það eru nákvæmlega svona tilvik sem við viljum geta tekið tillit til af mannúðarsjónarmiðum þegar kemur að því að veita vernd en núverandi ríkisstjórn hefur gert ókleift. Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs sem er nú þegar verulega stytt?“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ótrúleg að VILJA leggja þetta á veikt barn. Hrein illska.
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúleg illmennska gegn fötluðu barni sem virðist líða vel á Íslandi
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“
FréttirFlóttamenn

„Þeg­ar þér hef­ur ver­ið brott­vís­að er öll­um skít­sama um þig“

Dr. Jenni­fer Okeke, níg­er­ísk­ur sér­fræð­ing­ur í man­sals­mál­um sem starfar við mála­flokk­inn á Ír­landi, hitti ný­lega Bless­ing, Esther og Mary, sem vís­að var úr landi 20. maí síð­ast­lið­inn. Hún seg­ir ástand þeirra slæmt og mjög fáa val­kosti standa þeim til boða. Ís­lensk­ar vin­kon­ur kvenn­anna segja þær hafa ver­ið send­ar út skil­ríkja- og lyfja­laus­ar.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
8
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár