Sara Mardini og systir hennar björguðu lífi 18 manns þegar þær stukku út í Miðjarðarhafið og drógu bát fullan af hælisleitendum í þrjá og hálfan tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýrlandi, en á núna yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld af grískum dómstól fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjávarháska.
Erlent
Berta Finnbogadóttir
Vitnin sem fjölmiðlar hunsuðu og skömm OPCW
Berta Finnbogadóttir segir í aðsendri grein að sannleikurinn um árásina í Douma í Sýrlandi hafi verið þaggaður niður af Vesturlöndum.
Wikileaks og Stundin birta í dag tölvupóst frá uppljóstrara innan Efnavopnastofnunarinnar í Haag, OPCW. Þar rekur hann hvernig yfirmenn hans hagræddu staðreyndum í skýrslu um meinta efnavopnaárás í Sýrlandi í fyrra. Niðurstöðurnar komi ekki heim og saman við þau gögn sem hann og aðrir sérfræðingar söfnuðu á vettvangi.
Erlent
Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu
Sérfræðingar á vegum Efnavopnastofnunarinnar OPCW gera alvarlegar athugasemdir við framsetningu gagna sem þeir tóku þátt í að safna í Sýrlandi. Vafi liggur á um hvort efnavopnum hafi í raun verið beitt í borginni Douma í fyrra. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir á Sýrlandsstjórn í refsiskyni áður en nokkrar sannanir lágu fyrir.
ErlentStríðið í Sýrlandi
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
Bandaríkjastjórn sveik sína nánustu bandamenn gegn ISIS á dögunum með því að gefa Tyrkjum skotleyfi á varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi. Erdoğan Tyrklandsforseti er hins vegar kominn í stórkostleg vandræði og innrás hans er í uppnámi eftir að Kúrdar ventu kvæði sínu í kross og gerðu bandalag við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn. Um leið og Bandaríkjaher er að hverfa á brott frá landinu virðist allt stefna í lokauppgjör í borgarastríðinu sem hefur geisað í átta ár.
Erlent
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
Bandalagsríki Íslendinga í Nató hótar að láta 3,6 milljónir hælisleitenda „flæða“ yfir Evrópu ef árás Tyrkja á Sýrland verður skilgreind sem innrás. Stjórnarher Sýrlands, studdur af Írönum og Rússum, stefnir í átt að tyrkneskum hersveitum. Gagnrýni á innrásina hefur verið gerð refsiverð og tyrkneska landsliðið í knattspyrnu tekur afstöðu með innrásinni.
Fréttir
Trump gefur Tyrkjum skotleyfi á Norður-Sýrland
Bandarísk stjórnvöld kúventu í gær afstöðu sinni til innreiðar tyrkneska hersins í Norður-Sýrland. Haukur Hilmarsson er talinn hafa fallið í árásum Tyrkja á svæðinu. Donald Trump hefur dregið stuðning Bandaríkjanna við hersveitir Kúrda til baka.
Fréttir
Betri samskipti við Tyrkland vegna landsliðsins en Hauks: „Bara um að ræða mannslíf“
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, segir utanríkisráðuneytið telja mikilvægara að miðla málum vegna tyrkneska landsliðsins en að komast að hinu sanna um afdrif Hauks eftir loftárás tyrkneska hersins.
ViðtalStríðið í Sýrlandi
Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
Varnarsveitir Kúrda hafa gefið það út að Haukur Hilmarsson hafi farist í árás Tyrklandshers þann 24. febrúar 2018. Snorri Páll Jónsson hefur síðastliðið ár reynt að komast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina opinberu sögu trúanlega enda stangast frásagnir félaga Hauks af vettvangi á við hana að verulegu leyti.
Erlent
Fórnarlömb eða skrímsli?
Hart er deilt um örlög ungra stúlkna sem yfirgáfu heimili sín á Vesturlöndum til að ganga til liðs við íslamska hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Tugir slíkra stúlkna hafa óskað eftir því að snúa heim til Bretlands með börn sín en margar þeirra hafa ekki sýnt iðrun. Óttast er að þær séu enn heilaþvegnar og því ógn við öryggi Bretlands.
Fréttir
Stjórnvöld hættu að leita Hauks án þess að segja aðstandendum frá því
Utanríkisráðherra segist hafa gert allt sem í hans valdi stæði til að hjálpa til við leitina að Hauki Hilmarssyni. Segir staðfest að tyrknesk stjórnvöld telji Hauk af.
Aðsent
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Tíu punktar um mál Hauks Hilmarssonar
Íslensk stjórnvöld hafa, að mati vina og aðstandenda Hauks Hilmarssonar, látið reka á reiðanum við eftirgrennslan varðandi hvarf hans. Þá sýni þau undirlægjuhátt gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum, sennilega ekki hvað síst vegna smáa letursins í fríverslunarsamningi EFTA-ríkjanna við Tyrkland.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.