Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Trump gefur Tyrkjum skotleyfi á Norður-Sýrland

Banda­rísk stjórn­völd kúventu í gær af­stöðu sinni til inn­reið­ar tyrk­neska hers­ins í Norð­ur-Sýr­land. Hauk­ur Hilm­ars­son er tal­inn hafa fall­ið í árás­um Tyrkja á svæð­inu. Don­ald Trump hef­ur dreg­ið stuðn­ing Banda­ríkj­anna við her­sveit­ir Kúrda til baka.

Trump gefur Tyrkjum skotleyfi á Norður-Sýrland
Donald Trump og Haukur Hilmarsson Haukur er talinn hafa látið lífið í árásum Tyrkja.

Tyrkneski herinn mun að líkindum auka ítök sín í Norður-Sýrlandi og ráðast gegn hersveitum Kúrda eftir kúvendingu frá Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Haukur Hilmarsson er sagður hafa látist í slíkum hernaði í fyrra þar sem hann studdi sýrlenska Kúrda í baráttu við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gærkvöldi um meiriháttar stefnubreytingu gagnvart hernaðaraðgerðum Tyrkja í Norður-Sýrlandi. Eftir símtal við Recep Erdogan, forseta Tyrklands, hefur Trump ákveðið að draga herlið sín frá svæðinu, þar sem þau hafa í samvinnu við hersveitir sýrlenskra Kúrda hrakið ISIS frá svæðinu. Tyrkir líta á sveitir Kúrda sem hryðjuverkahópa og hafa lengi beitt sér fyrir því að Bandaríkin hætti stuðningi sínum við þær.

Hinn 6. mars 2018 bárust fréttir þess efnis að Haukur Hilmarsson hefði fallið í árás Tyrklandshers á Afrin-hérað í Norðvestur-Sýrlandi, en þangað var Haukur kominn til að leggja Rojava-byltingu sýrlenskra Kúrda lið. Mikil óvissa ríkir um afdrif hans og hafa vinir og fjölskylda ekki fengið svör um hvað raunverulega átti sér stað.

Í norðurhluta Sýrlands hafa íbúar stofnað til sjálfstjórnarríkis innan Sýrlands, sem kallað er Rojava. Stjórnarskrá ríkisins var samþykkt 2014 og vakti hún athygli fyrir áherslur á trúfrelsi, jafnrétti kynjanna, réttindi minnihlutahópa og beint lýðræði.

Hersveitir Kúrda á svæðinu kallast SDF og innihalda meðal annars hersveitina sem Haukur gekk til liðs við. Með stuðningi Bandaríkjahers hefur SDF tekist að sigra ISIS-hópa í Rojava, auk annarra hópa íslamista tengda Al-Qaeda og sýrlenska hópa sem studdir eru af Tyrkjum. Tyrknesk stjórnvöld telja hersveitirnar vera tengdar kúrdíska verkamannaflokknum PKK sem barist hefur fyrir sjálfstæði Kúrdistan og er skilgreindur sem hryðjuverkahópur af NATO.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur einnig fram að stjórnvöld hafi þrýst á Frakkland, Þýskaland og önnur Evrópuríki að taka aftur við ISIS hermönnum sem komu þaðan upphaflega, en að slíku hafi verið neitað. Bandaríkin muni ekki halda þeim fangelsuðum á kostnað skattborgara og því verði þeir afhentir tyrkneskum yfirvöldum, sem verði ábyrg fyrir öllum þeim sem handsamaðir voru síðustu tvö ár í átökunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár