Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og þar með einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi, kemst reglulega í fjölmiðla fyrir umdeild ummæli, oft sett fram á Facebook. Samtökin '78 hafa kært nýjustu ummælin og ríkissaksóknari þarf nú sem áður að svara fyrir það sem Helgi skrifar í frítíma sínum.
ViðtalFlóttamenn
„Ég er ekki hrædd lengur“
Sara Mardini og systir hennar björguðu lífi 18 manns þegar þær stukku út í Miðjarðarhafið og drógu bát fullan af hælisleitendum í þrjá og hálfan tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýrlandi, en á núna yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld af grískum dómstól fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjávarháska.
Fréttir
Fimm ára bið eftir reglum um starfslokasamninga
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við formann kærunefndar útlendingamála sem hugðist hætta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki sett reglugerð um slíka samninga síðan lög sem kveða á um slíkt voru samþykkt árið 2016.
Viðtal
Flóttafólk verr sett með vernd í Grikklandi
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Kærunefnd útlendingamála birti ekki opinberlega fjölda úrskurða sinna í málum hælisleitenda í tíð fráfarandi formanns. Kærunefndin veitti Stundinni ekki upplýsingar, en úrskurðarnefnd upplýsingamála felldi ákvörðunina niður og sagði ekki farið að lögum. Þingmaður segir kærunefndina hafa gengið lengra en lög segja til um.
Reynsla
Hallgrímur Helgason
Ótrúleg ferðasaga flóttamanns
Hvernig Uhunoma frá Benin City endaði á stoppistöð í Hafnarfirði.
Fréttir
Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore var þingfest í morgun. Lögmaður segir hann aldrei hafa notið málsmeðferðar sem fórnarlamb mansals og kærunefnd útlendingamála reyni eftir megni að vefengja trúverðugleika hans.
Aðsent
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
Synjun um alþjóðlega vernd var staðfest á föstudag og nú skrifa vinir Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnina alla að veita honum landvistarleyfi hér á landi. Áfallið við úrskurð nefndarinnar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráðageðdeild um helgina.
Fréttir
Saka lögreglu um að misnota valdheimildir sínar
Sjömenningar sem voru handteknir með vísan í 19. grein lögreglulaga segja yfirvöld vera að glæpavæða samstöðu með fólki á flótta og brjóta gegn stjórnarskrárvörnum rétti sínum til að mótmæla.
Fréttir
Lögmaður Uhunoma segir Áslaugu Örnu ekki átta sig á eðli mannréttindabaráttu
Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma Osayomore sem senda á úr landi þrátt fyrir sögu um mansal og kynferðisofbeldi, segir segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur skorta vilja til að breyta kerfinu.
Fréttir
Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum
Meirihluti aðspurðra Íslendinga vill taka við fleiri flóttamönnum og ekki takmarka fjölda múslima meðal þeirra. 44 prósent telja þó að líkur á hryðjuverkum aukist með fleiri múslimum þrátt fyrir að rannsóknir sýni ekki fram á slík tengsl.
FréttirCovid-19
Tugir útsettir fyrir smiti eftir hópsmit í búsetuúrræði Útlendingastofnunar
Átta umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa greinst smitaðir af Covid-19 og fleiri eru útsettir. Hælisleitendurnir búa í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunnar en stofnunin hefur áður verið gagnrýnd fyrir aðbúnað í tengslum við faraldurinn.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.