Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.

Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Erfið staða á Suðurnesjum Ásmundur segir að staðan á Suðurnesjum sé orðin erfið vegna gríðarlegs fjölda hælisleitenda og viðbrögð fólks við stöðunni væru mjög sterk. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn félagsþjónustunnar séu að bugast og starfsmenn í flugstöðinni hafi fyrir löngu misst tökin á landamærunum. „Hingað streymir fólk sem við hefðum alls ekki viljað taka við undir öllum venjulegum kringumstæðum.“ Mynd: Bára Huld Beck

„Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni með fordæmalausri stöðu og fjölgun hælisleitenda að ekki má lengur segja sannleikann í málinu.“

Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær. Hann hélt ræðu undir liðnum störf þingsins tvo daga í röð þar sem hann gerði málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd að umtalsefni og setti í samhengi við húsnæðismál á Suðurnesjum. 

Hann sagði í fyrri ræðunni að ástandið þar væri að verða ógnvænlegt og óbærilegt vegna fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. 

„Fjöldi þeirra kallar á mikinn íbúðakost. Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga eins og þennan hérna við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir 15 ár, eins og við þann einstakling sem á þennan samning. Hann fær ekki framlengingu á leigusamningum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á 30 samningum á Ásbrú, þar sem 30 fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. 

Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140.000 krónur á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingarverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesjabæ og í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna,“ sagði þingmaðurinn. 

„Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan.“
Ásmundur Friðriksson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Nefndi Ásmundur hugmyndir um leiguþak. „Mér hefur stundum dottið í hug að styðja jafnvel þá tillögu, en þegar ríkið sjálft er nú farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suðurfrá að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir, sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvaða kompur eru í boði; leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan,“ sagði hann og lauk ræðunni á að spyrja hvort ekki væri mál að linni í því máli. Mátti heyra að nokkrir þingmenn samsinntu honum með því að kalla: „Heyr, hey.“

Segir heimafólk komið á götuna

Í síðari ræðunni hélt Ásmundur áfram að greina frá áhyggjum sínum af málum á Suðurnesjum. „Þar er gríðarlegur fjöldi hælisleitenda og staðan er orðin erfið og viðbrögð fólks við stöðunni mjög sterk. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn félagsþjónustunnar eru að bugast og starfsmenn í flugstöðinni hafa fyrir löngu misst tökin á landamærunum. Hingað streymir fólk sem við hefðum alls ekki viljað taka við undir öllum venjulegum kringumstæðum. 

Það liggur fyrir að ríkisstofnun er að taka húsnæði á leigu undir hælisleitendur sem áður var leiga á almennum markaði. Heimafólk, sem hefur leigt og verið leigjendur áratugum saman, er komið á götuna. Það hefur í fæstum tilfellum í önnur hús að venda og er látið víkja úr íbúðum vegna fólks sem er á flótta. Þegar ég leitaði eftir svörum um hverju það sætti var mér sagt að þetta væri góður „business“ fyrir leigusala,“ sagði hann. 

Varðandi hugmyndir um að reisa flóttamannabúðir þá sagði Ásmundur að reyndar væri talað um skipulagða byggð sem væri áætlað að kostaði 5.000 milljónir. 

„Ég hef ekki séð hvort þær tölur eru inni í fjármálaáætluninni en það er þá ekki til þess að draga saman seglin í ríkisfjármálunum. Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni með fordæmalausri stöðu og fjölgun hælisleitenda að ekki má lengur segja sannleikann í málinu. Þegar sannleikurinn er orðinn feimnismál er rétt að benda á að samkvæmt áætlun mun hælisleitendum fjölga um 460 manns í hverjum mánuði þetta ár að minnsta kosti og verða alls 6.000 í árslok, 11.000 á tveimur árum. Ég spyr, virðulegur forseti: Er ekki mál að linni?“ spurði hann aftur í síðari ræðunni. 

Getur ekki gengið að Suðurnesin beri hita og þunga af móttökunni

Ásmundur og Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Oddný segir á Facebook-síðu sinni að ástandið og ólgan á Suðurnesjum sé afleiðing athafnaleysis síðustu ríkisstjórna í málefnum þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. 

„Það getur ekki gengið að Reykjanesbær og Suðurnesin beri hita og þunga af móttökunni. Dreifa þarf þjónustunni á fleiri sveitarfélög,“ skrifar hún. 

„Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki verið reiðubúin til að horfast í augu við stöðuna í heiminum og alltaf verið í eftiráreddingum.“
Oddný Harðardóttir
þingmaður Samfylkingarinnar

Þá bendir hún á að í kjölfar stríðsins í Sýrlandi hafi fjöldi flóttafólks aukist í Evrópu umtalsvert, þróun sem hafi átt sér stað yfir langan tíma. „Við höfum haft mörg ár til að styrkja móttökukerfið okkar smátt og smátt. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki verið reiðubúin til að horfast í augu við stöðuna í heiminum og alltaf verið í eftiráreddingum. Móttakan er byggð upp á tímabundnum búsetuúrræðum og ástandið slæmt löngu áður en umsóknum fjölgaði svona mikið eins og núna og háar upphæðir greiddar fyrir skyndilausnir. 

Stjórnmálamenn verði að gæta orða sinnaOddný segir að ríkisstjórnin verði að gera betur og stjórnmálamenn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæskuleg viðbrögð í afar viðkvæmri stöðu á Suðurnesjum.

Við erum aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindarsáttmála Evrópu. Nú eru um 100 milljón manns á flótta og hafa aldrei verið fleiri. Fólk er að flýja stríð, harðræði, glæpi, spillingu og fátækt og allt bendir til að loftlagsflóttamönnum muni fjölga á næstu árum,“ skrifar hún jafnframt. 

Oddný lýkur færslu sinni á því að spyrja hvort ekki sé hægt að vera sammála því að það þurfi að standa betur að þessum málum. „Ríkisstjórnin sem Ásmundur Friðriksson styður verður að gera betur og stjórnmálamenn þurfa að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæskuleg viðbrögð í afar viðkvæmri stöðu á Suðurnesjum.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Það eina sem ég sé eftir í lífinu er að hafa einu sinni tekið í höndina á þessum einstaklingi.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Kvar er ALMA of fl leiguhakarlar sem eiga Husnæði a Asbru, Husnæði a Asbru lenti hja Bröskurum ,1100 og 1200 Kverfin eru rjomin af Leiguhusnæði a Asbru Islensk hönnun a vegum Husameistara Rikisis byggð af Nato ur islensku byggingga efni siðustu Hus afhent 1995. Kadeco var með Hægri mann yfir og þar var svindl og Svinari. Þeir sem eiga þetta eru Hakallar handvaldir af Floknum. Alög og spilling virðist enn vera a Asbru.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Nú stend ég með Ása Ökumanni.
    2
    • Kalla Karlsdóttir skrifaði
      Ég líka..Það er verið að hrekja hreinræktaða Íslendinga í burtu af þessu skeri, svo hægt sé að fylla það af afætum, verði þessum stjórnmálamönnum að góðu..
      -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár