Fjármagnið liggur enn í „vösum karlmannanna“
Mitt í iðu menningar og lista í Berlín er gallerí sem ber nafn sem hljómar kunnuglega í eyrum Íslendinga – og er demantur fyrir listunnendur sem eiga þar leið um. Nú stendur þar yfir sýning Guðnýjar Guðmundsdóttur en nafna hennar er einmitt eigandi gallerísins, hún Guðný Þóra Guðmundsdóttir. Heimildin hitti þær nöfnur á fallegum vordegi í Berlín, meðal annars til að spjalla um myndlistina og hvernig það er að vera kona í þeim karllæga heimi.
10 staðreyndir
1
Stórhættulegir og bráðdrepandi ópíóíðar valda ótta og usla
Ópíóíðafíkn vex með hverju ári og óttast er að metfjöldi muni látast á þessu ári vegna hennar. Heimildin tók saman 10 staðreyndir um þennan mikla skaðvald.
Fréttir
Margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar sjá um 63 prósent hitaveitna hér á landi fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni. Hjá stórum hluta þeirra er sú eftirspurn tengd auknu magni vatns til húshitunar en einnig vegna stórnotenda eða iðnaðar.
Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að sögusagnir af meintri hegðun og atferli flóttafólks í Reykjanesbæ séu notaðar til að skauta samfélagið í „við og þau“.
Fréttir
Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“
Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddu efnahagsmál á Alþingi í dag. Hin fyrrnefnda spurði ráðherrann hvort sjá mætti fram á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Katrín vísaði því á bug að ekkert væri gert í því efnahagsástandi sem nú ríkir.
Fréttir
Refsistefna ekki rétta leiðin
Forsætisráðherra segir að refsistefna sé ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. „Við teljum eðlilegt að við tökum á þessum málum með öðrum hætti en við erum líka meðvituð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þingflokksformaður Pírata spurði ráðherrann á þingi í dag hvort ekki væri heiðarlegast að „hætta þessum fyrirslætti og viðurkenna einfaldlega“ að þessi ríkisstjórn muni aldrei afglæpavæða vörslu neysluskammta vímuefna.
Menning
Listamenn veigri sér við að ýta við fólki
Bára Huld Beck, fréttaritari í Berlín, fer yfir menningarumfjöllun stóru blaðanna í Þýskalandi.
Fréttir
Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann
Orsök fíknar er ekki efnið heldur erfiðleikarnir, segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Heilbrigðisráðherra tekur undir og segir þörf á fjölbreyttum úrræðum og að afglæpavæðing kunni að vera eitt af þeim. „Við þurfum að horfa á þetta í heild sinni,“ segir hann.
Fréttir
1
„Heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma“
Hanna Katrín Friðriksson er ósammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og mótmælir málflutningi hans varðandi viðbrögð stjórnvalda við fíkniefnafaraldri og vandamálum sem honum fylgir. Hún segir að varast verði að leysa flókin vandamál með töfralausnum. „Við vitum öll að lausnin felst ekki í því að fylla fangelsin af ungmennum sem hafa villst af leið eða veiku fólki sem hefur sjúkdóms síns vegna horfið á vit ískaldra undirheima.“
Fréttir
„Lítið að frétta og því fátt um svör“
Enn bólar ekkert á ráðherraskiptum í dómsmálaráðuneytinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, segir að lítið sé að frétta varðandi þetta mál og fátt um svör. Formaður flokksins gefur ekki færi á sér og svarar ekki fyrirspurnum um málið.
Fréttir
Vill innleiða aftur „ákveðinn aga“ og skilning á því hvað má og hvað ekki
Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld standi sig ekki þegar kemur að því að verjast skipulagðri glæpastarfsemi. Fréttir af auknu ofbeldi meðal ungmenna og vopnaburði kalli á viðbrögð stjórnvalda og samfélagsins. „Hluti af þeim viðbrögðum hlýtur að vera að innleiða hér aftur ákveðinn aga og skilning á því hvað má og hvað ekki og gefa skólastjórnendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir.“
Fréttir
4
Niðurstaða starfshóps að fresta því að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks
Samkvæmt Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra er niðurstaða sérstaks starfshóps um hagsmunafulltrúa eldra fólks sú að fresta því að koma á slíku embætti með frumvarpi. Hópurinn telur þó að upplýsingagjöf til eldra fólks „megi svo sannarlega bæta“.
Fréttir
Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu
Þingmaður Framsóknarflokksins hefur sent Neytendastofu fyrirspurn um það hvernig núverandi lög og reglur hér á landi ná utan um neytendavernd en hann grunar að úrræði skorti. „Hver hefur ekki lent í vandræðum við að segja upp þjónustu eða jafnvel skráð sig í þjónustu fyrir mistök sem erfitt er að segja upp?“
Fréttir
1
Var ekki reiðubúinn til þess að viðurkenna eigin mistök
Kristján Einar Sigurbjörnsson hefur tjáð sig á Instagram um umfjöllun Heimildarinnar en þar segir hann að þegar hann kom til Íslands eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann ekki verið reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum sér – hvað þá allri þjóðinni. „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“
Fréttir
1
Rannsókn á kæru Vítalíu á hendur Hreggviði, Ara og Þórði hætt
Eftir að skýrslutaka dróst á síðasta ári í máli Vítalíu Lazareva gegn þremur áhrifamiklum mönnum í samfélaginu, þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni, hefur embætti héraðssaksóknara nú hætt rannsókn. Hreggviður sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna málsins.
Fréttir
2
Spyr hvort ekki séu til betri verkfæri en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur um „að haga sér“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og þingmaður Pírata, Halldóra Mogensen, ræddu á þinginu í vikunni efnahagsástandið á Íslandi en Halldóra spurði Katrínu meðal annars hvort stjórnvöld ættu ekki að gera meira en að „grátbiðja“ fjármagnseigendur og atvinnurekendur um að sýna ábyrgð og gæta hófs í arðgreiðslum. Katrín taldi upp þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir og sagði að ekki væri hægt að hunsa þær. „Allt það sem gert hefur verið og hefur verið boðað snýst um að skapa hér réttlátara skattkerfi.“
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.