Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Þegar Hillary Clinton klauf íslenska rithöfundastétt

Tug­ir ís­lenskra rit­höf­unda mót­mæltu harð­lega Ís­lands­heim­sókn Hillary Cl­int­on og biðl­uðu til annarra að snið­ganga bók­mennta­há­tíð­ina sem henni var boð­ið á. Upp­hófst þá um­ræða sem kom inn á snertifleti stjórn­mála og lista, þögg­un, mót­mæli, ábyrgð jafnt sem af­stöðu, tján­ing­ar­frelsi og frægð­ar­væð­ingu. Og vald og valda­leysi.

Koma Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, forsetafrúar og frambjóðanda til forseta, til Íslands olli fjaðrafoki vegna afstöðu hennar til vopnahlés í stríði Ísraels og Hamas. Hillary kom sem gestur á bókmenntahátíðina Iceland Noir að kynna spennuþrillerinn Ríki óttans sem hún skrifaði ásamt Louise Penny og lítið forlag, Ugla, gefur út á Íslandi.

Sjötíu rithöfundar hvöttu til sniðgöngu hátíðarinnar og mótmælti boðinu í harðorðri yfirlýsingu – og sökuðu hátíðina jafnframt um að hafa tekið afstöðu með stríðsglæpum og þjóðarmorði. 

Þess ber að geta að annar höfundur þessarar fréttaskýringar tók þátt í panel á hátíðinni og ræddi hana á Facebook þar sem hún velti því upp að ekki væri sanngjarnt að mála sjálfa aðstandendur hátíðarinnar pólitískum litum.

Atburðarás þessi fór bratt af stað, örfáum dögum fyrir viðburðinn með hinum umdeilda gesti, og í kjölfar ummæla Hillary þess efnis að þeir sem vildu vopnahlé skildu ekki Hamas. Lengi hafði verið vitað um komu …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár