Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ákveðið að senda palestínska drengi til Grikklands þar sem þeirra bíður að betla á götunni

„Hann er að far­ast úr áhyggj­um," seg­ir Anna Guð­rún Inga­dótt­ir, sem hef­ur haft Sam­eer, tólf ára palestínsk­an dreng, í fóstri á með­an fjöl­skylda hans flýr sprengjuregn á Gasa. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda Sam­eer og fjór­tán ára frænda hans til Grikk­lands.

Ákveðið að senda palestínska drengi til Grikklands þar sem þeirra bíður að betla á götunni
Synjun Sameer er tólf ára og flúði frá Gasaströndinni. Útlendingastofnun hefur synjað umsókn hans um vernd á Íslandi. Mynd: Golli

Til stendur að tólf ára dreng sem flúði frá Palestínu verði vísað úr landi. Sameer kemur frá Gasaströndinni, þar sem foreldrar hans og yngri systkini búa enn. Sameer og hinn 14 ára Yazan munu verða sendir til Grikklands, ásamt þrítugum frænda þeirra. Síðustu fregnir af fjölskyldu hans á Gaza eru að þau voru á flótta undan sprengiregni.

Anna Guðrún Ingadóttir, sem hefur verið með Sameer í fóstri síðan í júní, segir óvíst hvenær brottvísunin muni eiga sér stað. Það hafi verið mikið áfall að frétta af synjuninni og þau bíði nú með hnútinn í maganum.

Að hennar sögn var drengnum og frændum hans tveimur tilkynnt af Útlendingastofnun í lok október að umsóknum þeirra um vernd hefði verið synjað. Fósturforeldrarnir hafa fengið litlar upplýsingar sökum þess að vera ekki forráðamenn drengsins.

„Við vitum ekkert hvenær næsta svar kemur eða hvaða svar það verður. Það er mikil óvissa,“ segir hún. „Við sitjum og bíðum með hnút í maganum.“

FósturfjölskyldaSameer ásamt Önnu Guðrúnu.

Miklar áhyggjur af framhaldinu

Þau hjónin hafa miklar áhyggjur af framtíð drengjanna og fjölskyldu Sameers sem er komin á götuna á Gasa. „Hann [Sameer] er að farast úr áhyggjum yfir þeim. Og við líka.“ Hún segir það hræðilegt álag fyrir drenginn að bíða eftir svari um vernd undir þessum kringumstæðum. 

Anna Guðrún segist hafa reynt að hafa samband við ráðherra og þingmenn varðandi málið með litlum sem engum árangri. Hún gagnrýnir það að Palestínumenn þurfi að hafa áhyggjur af því að hljóta vernd á meðan þjóðarmorð á sér stað í heimalandi þeirra.

„Þetta er ótrúlega erfitt. Og þegar maður er með heila ætt á bakinu sem spyr mig spurninga oft á dag. Hver staðan á hans máli sé. Og maður getur ekki svarað neinu. Ekki einu sinni hver tímaramminn er.“

Hjónin hafa verið í samskiptum við fjölskyldu Sameers á Gasa en ekkert hefur frést af þeim síðan á laugardagskvöldið. Vitað sé að hún hafi þurft að yfirgefa hús sitt vegna yfirvofandi sprengjuárása.

Sameer og Yazan

Anna Guðrún segir það vera dýrmætt að drengirnir eigi bakland hér á landi. „Þeir eiga ættingja og hafa bakland hér. Þeir leita þess vegna hingað. Það er frændfólk sem hefur haldið þeim gangandi síðustu daga í öllum erfiðleikunum. Fréttunum um dauðsföllin og af mömmu og pabba sem eru að hlaupa út úr húsi sínu.“

„Ekkert líf“ á Grikklandi

Drengjunum líður vel á Íslandi en þeir eiga erfitt í ljósi aðstæðna sinna. Anna Guðrún segir að sex mánaða dvöl þeirra á Grikklandi, áður en þeir komust til Íslands, hafa haft slæm áhrif á þá. 

„Þeir voru í raun bara úti á götu að betla peninga á Grikklandi. Það er hrækt á þá og miklir fordómar sem mæta þeim þar. Það er ekkert líf.“

Anna Guðrún dregur í efa þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að Grikkland teljist öruggt ríki til að senda flóttamenn. „Eins og einn frændi þeirra sagði: „Sendið mig þá frekar til Palestínu svo ég geti dáið hratt. Í stað þess að vera þarna og deyja hægt.““

„Honum líður alltaf illa“

Anna Guðrún segir að Sameer hafi gengið vel að aðlagast lífinu á Íslandi og sé strax stór hluti af fjölskyldu þeirra. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður segir hún drenginn standa sig vel.

„Hann er hörkuduglegur.“
Anna Guðrún Ingadóttir

„Hann fer á fætur á morgnana, í skólann og á æfingar. Hann er hörkuduglegur. Hann hefur verið allt sitt líf að glíma við árásirnar frá Ísrael.“

Hún segir hann þó sofa illa á nóttunni og vera mjög kvíðinn vegna afdrifa foreldra sinna og yngri systkina, sem ekkert hefur heyrst af í meira en sólarhring. Þegar síðast fréttist af þeim voru þau að flýja húsið sitt undan sprengjuregni. „Honum líður alltaf illa,“ segir hún.

Mál Sameer er nú í ferli hjá kærunefnd útlendingamála.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Þóra Karítas skrifaði
  Hér kemur slóðin á undirskriftalistann - https://is.petitions.net/verndum_sameer_og_yazan_veitum_palestinskum_flottamonnum_a_islandi_aljolega_vernd?fbclid=IwAR1iJ91U4WsG7zdN4a6dyafa0GwiR-lqrvtBjMTmjCYwFPtrfRmBNqoN3y8
  0
 • Þóra Karítas skrifaði
  Undirskriftarlisti https://www.facebook.com/100002864793359/posts/pfbid0z8GGxFEyeF2XZEqaUDrZiy9eibTKrqJL7WahCM2iDThXCAAMxMZncsfWrMMfHGA3l/?d=n&mibextid=WC7FNe
  0
  • Þóra Karítas skrifaði
   📸 Look at this post on Facebook https://www.facebook.com/100002864793359/posts/pfbid0z8GGxFEyeF2XZEqaUDrZiy9eibTKrqJL7WahCM2iDThXCAAMxMZncsfWrMMfHGA3l/?d=n&mibextid=WC7FNe
   0
 • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
  Þetta eru börn. Þeir eru ekki sorp sem má henda. Við látum það ekki gerast
  0
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Látið blessaða drengina í friði, á meðan séð er fyrir þeim hér.
  3
 • ÁJ
  Ástþór Jóhannsson skrifaði
  Ef af því verður að senda þessa drengi úr landi eins og ástandið er, þá nær kvikindisskapur íslenskra stjórnvalda alveg nýjum hæðum og hafa þau þó seilst langt að undanförnu.
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár