Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ísland er eftir á í aðlögun innflytjenda

Anna Wojtyńska, nýdoktor í mann­fræði við Há­skóla Ís­lands, er helsti sér­fræð­ing­ur lands­ins þeg­ar kem­ur að rann­sókn­um um pólska inn­flytj­end­ur hér á landi. Að henn­ar mati hef­ur stefna og við­mót ís­lensks sam­fé­lags leitt til þess að hæfni inn­flytj­enda nýt­ist ekki en þeir fá sjald­an tæki­færi til að kom­ast úr lág­launa­störf­um.

„Við reiðum okkur á erlent vinnuafl til að halda samfélaginu gangandi, og oft á máta sem við gerum okkur ekki grein fyrir,“ segir Anna Wojtyńska, nýdoktor í mannfræði við Háskóla Íslands. Máli sínu til stuðnings nefnir hún erfiðleikana sem sláturhús stóðu frammi fyrir síðastliðið haust, en víðs vegar þurfti að fresta sláturtíð því það reyndist ógerningur að manna störf aðeins með Íslendingum; laun eru of lág, vinnan árstíðabundin, og því hafa farandverkamenn að mestu leyti sinnt þessari vinnu svo árum skiptir. Það sama gildir um önnur framlínustörf, eins og afgreiðslu í búðum, svo og flest þjónustustörf á kaffihúsum, veitingastöðum og börum.

Hún segir innflytjendur hafa haldið samfélaginu gangandi í Covid-faraldrinum. „Fólk gat haldið sig heima fyrir í fyrstu bylgjunni og unnið þaðan vegna þess að stór hópur af innflytjendum gat fært því mat og sinnt nauðsynlegum störfum.“

Innflytjendur eru þar að auki útsettari …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár