Lífskjör ráðast af stöðu fólks á fasteignamarkaði
Ungt fólk þarf að búa sig undir að dvelja lengur í foreldrahúsum vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Um 15 prósent karla búa enn þar þegar þeir eru 30 ára gamlir. Fólk sem þurfti að nota séreignarsparnað til að láta enda ná saman í kórónuveirufaraldrinum var látið borga skatta af þeirri nýtingu.
Úttekt
1
Vaxtabótakerfið fyrir tekjulægri sem var yfirgefið
Árið 2013 voru greiddir 9,1 milljarður króna á þávirði í húsnæðisstuðning í gegnum vaxtabótarkerfið, sem miðað er að tekjulægri og eignaminni hópum samfélagsins. Í fyrra fengu heimili landsins um tvo milljarða króna í vaxtabætur.
Úttekt
Tugir milljarða í húsnæðisbætur fyrir ríkasta hluta þjóðarinnar
Fyrir níu árum síðan var tekin ákvörðun um að umbylta húsnæðisbótakerfi Íslands. Vaxtabótakerfið, sem studdi best við tekjulægri hópa, var veikt verulega og í stað þess komið á fyrirkomulagi skattaívilnana til þeirra sem nota séreignarsparnað til að borga niður íbúðalán. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur eftirgjöf hins opinbera á tekjum vegna þessa á um 50 milljarða króna. Um 77 prósent þeirrar upphæðar hefur lent hjá þremur efstu tekjuhópunum. Um sjö prósent hennar hefur farið til þess helmings landsmanna sem hefur lægstu tekjurnar.
Úttekt
Bílaleigubíll sjö sinnum dýrari á Íslandi en á Kanarí
Tugþúsunda munur er á verði á bílaleigubílum milli mismunandi bílaleiga hér á landi. Þá er margfaldur munur á leiguverði á Íslandi annars vegar og nokkrum vinsælum áfangastöðum Íslendinga erlendis hins vegar.
Úttekt
Ung móðir biður ráðherra að auka jöfnuð háskólanema
Hundruðum þúsunda getur munað á skrásetningar- og skólagjöldum milli háskóla. Ungur laganemi við Háskólann á Akureyri segist ekki geta átt íbúð, verið í námi og með barn á leikskóla nema í fjarnámi úti á landi. Grunnskólar fá hærri upphæðir en sumir af íslensku háskólunum til að styðja við nemendur sína.
Úttekt
4
„Bergmála það sem mér er sagt“
Sögusagnir um að fólki standi ógn af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ, sem samkvæmt könnun Heimildinnar á sér ekki stoð í raunveruleikanum, hafa náð flugi og ratað í umbúðum staðreynda inn á bæjarstjórnarfundi þar og á Alþingi. Sérfræðingar segja hættulegt að pólitíkusar ýti undir ótta vegna ógnar sem ekki sé til staðar.
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
5
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
Úttekt
1
Flýja íslenska tæknifrjóvgunar-„færibandið“ til að reyna að verða þungaðar
Að glíma við ófrjósemi getur verið gríðarlega erfitt og krefjandi og segja margir sem gengið hafa í gegnum tæknifrjóvgun að ferlið sé lýjandi og kostnaðarsamt. Skjólstæðingar eina glasafrjóvgunarfyrirtækisins á Íslandi, Livio, gagnrýna þjónustu og verðlag þess harðlega og rekja raunir sínar í samtali við Heimildina. „Þetta er svo mikil færibandavinna hjá þeim. Svo fer maður annað og fær allt aðrar niðurstöður. Ég vildi óska þess að við hefðum farið út fyrr,“ segir kona ein sem tekið hefur þá ákvörðun að leita eftir þjónustu erlendis eftir slæma reynslu hjá Livio.
Úttekt
1
„Mamma, get ég ekki orðið fótboltaleikmaður? Verð ég að vera strákur?”
Leikmenn Bestu deildar kvenna segja umgjörðina í kringum kvennafótbolta of veika og kynjahlutfallið í nýrri auglýsingu Bestu deildar lélegt. Í Faxafeni er íþróttavörubúð þar sem knattspyrnukonur eru fyrirmyndirnar en þangað sækja öll kyn. Framkvæmdastjóri Fótbolta.net segist ráða til sín allar stelpur sem sækja um starf.
Þekking
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Tugir háhyrninga voru fangaðir við strendur Íslands á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og seldir í dýragarða. Þeir áttu margir hverjir ömurlega ævi, enda rifnir frá fjölskyldum sínum, töpuðu jafnvel glórunni og urðu fólki að bana. Sumir þeirra lifa enn – og nokkrir nákomnir ættingjar þeirra eru í haldi á Tenerife.
Úttekt
3
Hvenær verður óbærilegt að búa í Reykjavík?
Loftmengunarvandinn á höfuðborgarsvæðinu hefur náð nýjum hæðum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þar vegur bílaumferð þyngst og með sífellt meiri fólksfjölgun og fleiri bílum á götum borgarinnar virðist vandinn aðeins versna.
Úttekt
2
Hverjir sögðu já og hverjir sögðu nei?
Alls greiddu 38 þingmenn atkvæði með útlendingafrumvarpinu sem samþykkt var í gær. 15 sögðu nei og 10 voru fjarverandi. Heimildin tók saman helstu umræðurnar þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu.
Úttekt
16
Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
Erlend stórfyrirtæki eru helstu leikendur þegar kemur að hugsanlegri virkjun vinds á Íslandi. Í því skyni hafa þau fengið til liðs við sig fjölda fyrrverandi þingmanna. Þá liggja þræðir inn í íslenska stjórnsýslu og allt inn í ríkisstjórn Íslands þegar kemur að vindorkuverkefnum sem gætu velt milljörðum króna.
Úttekt
4
Jón og líkkisturnar – „Einhver misskilningur í gangi í þessum málum“
Dómsmálaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir aðkomu sína í líkbrennslumálum þar sem hann og eiginkona hans eiga innflutningsfyrirtæki sem flytur m.a. inn líkkistur. Hann segir að margt sé gert til að gera fólk tortryggilegt í pólitík og þetta sé eitt af því. Forsvarskona Trés lífsins hefur um nokkurt skeið barist fyrir því að geta komið á fót nýrri líkbrennslu en hún segir að margt hafi verið undarlegt í ferlinu.
Úttekt
7
Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
Há laun, umfangsmikil mótframlög í lífeyrissjóði, kaupaukar og kaupréttir eru allt hluti af veruleika forstjóra íslenskra stórfyrirtækja. Sá sem fékk mest á mánuði í fyrra var með næstum 19 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Meðallaun 15 forstjóra í skráðum fyrirtækjum hækkuðu um 22 prósent milli ára og hafa hækkað um rúmlega þriðjung á tveimur árum.
Úttekt
4
Ætla ekki að fara að skiptast á ermahnöppum við fínt fólk í háhýsum
Indó ætlar að breyta íslensku bankakerfi með því að bjóða einfaldar vörur, sleppa því að rukka óþarfa gjöld og vera ekki fávitar.Árangurinn velti á því hvort fólk treysti því. Indó sé venjulegt fólk að tala við venjulegt fólk.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.