Loftmengunarvandinn á höfuðborgarsvæðinu hefur náð nýjum hæðum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þar vegur bílaumferð þyngst og með sífellt meiri fólksfjölgun og fleiri bílum á götum borgarinnar virðist vandinn aðeins versna.
Úttekt
2
Hverjir sögðu já og hverjir sögðu nei?
Alls greiddu 38 þingmenn atkvæði með útlendingafrumvarpinu sem samþykkt var í gær. 15 sögðu nei og 10 voru fjarverandi. Heimildin tók saman helstu umræðurnar þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu.
Úttekt
14
Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
Erlend stórfyrirtæki eru helstu leikendur þegar kemur að hugsanlegri virkjun vinds á Íslandi. Í því skyni hafa þau fengið til liðs við sig fjölda fyrrverandi þingmanna. Þá liggja þræðir inn í íslenska stjórnsýslu og allt inn í ríkisstjórn Íslands þegar kemur að vindorkuverkefnum sem gætu velt milljörðum króna.
Úttekt
4
Jón og líkkisturnar – „Einhver misskilningur í gangi í þessum málum“
Dómsmálaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir aðkomu sína í líkbrennslumálum þar sem hann og eiginkona hans eiga innflutningsfyrirtæki sem flytur m.a. inn líkkistur. Hann segir að margt sé gert til að gera fólk tortryggilegt í pólitík og þetta sé eitt af því. Forsvarskona Trés lífsins hefur um nokkurt skeið barist fyrir því að geta komið á fót nýrri líkbrennslu en hún segir að margt hafi verið undarlegt í ferlinu.
Úttekt
7
Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
Há laun, umfangsmikil mótframlög í lífeyrissjóði, kaupaukar og kaupréttir eru allt hluti af veruleika forstjóra íslenskra stórfyrirtækja. Sá sem fékk mest á mánuði í fyrra var með næstum 19 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Meðallaun 15 forstjóra í skráðum fyrirtækjum hækkuðu um 22 prósent milli ára og hafa hækkað um rúmlega þriðjung á tveimur árum.
Úttekt
4
Ætla ekki að fara að skiptast á ermahnöppum við fínt fólk í háhýsum
Indó ætlar að breyta íslensku bankakerfi með því að bjóða einfaldar vörur, sleppa því að rukka óþarfa gjöld og vera ekki fávitar.Árangurinn velti á því hvort fólk treysti því. Indó sé venjulegt fólk að tala við venjulegt fólk.
Úttekt
Fúsk, misskilningur, óráðsíða eða ótti við breytingar?
Háskóli Íslands er undirfjármagnaður og gæði náms í húfi. Ekki er einhugur um hvert fjármunir eigi að renna eða með hvaða hætti. Ráðherra háskólamála þvertekur fyrir að hafa tekið af rekstrarfé skólans til að fjármagna „gæluverkefni“, eins og deildarforseti innan skólans sakar hana um.
Úttekt
3
Úkraínustríðið í fimm þáttum undir lok fyrsta ársins
Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hvað ef?, greinir innrás Rússa í Úkraínu í tilefni þess að nákvæmlega eitt ár er liðið frá því að hún hófst.
ÚttektFæðingarþunglyndi
1
Upplifðu sig misheppnaðar mæður og konur: „Ég vildi vera frjáls“
Áhrif áfalla á líðan kvenna á meðgöngu geta verið mikil, eins og kemur fram í íslenskri rannsókn. Blaðamaður þekkir það af eigin raun hvernig hugurinn veiktist á meðgöngu, þungar hugsanir sóttu að þar til hún greindist með fæðingarþunglyndi og síðar áfallastreituröskun sem leiddu hana í kulnun. Um leið og hún lýsir eigin reynslu, ræðir hún við fleiri konur sem upplifðu sama skilnings- og úrræðaleysi fyrir konur í þessari stöðu.
Úttekt
4
Hvítir, miðaldra karlar stjórna umhverfis- og náttúruvernd
Ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna eða stýrihópa sem ráðherra umhverfismála hefur skipað eru hvítir, miðaldra karlar sem tengjast Sjálfstæðisflokknum eða Samtökum atvinnulífsins. „Það er mjög alvarlegt,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar.
Úttekt
2
Bardaginn um útlendingafrumvarpið – „Langatöng í andlitið á flóttafólki“
Mikill hasar var á Alþingi í vikunni þegar svokallað útlendingafrumvarp var rætt og síðan samþykkt eftir aðra umræðu. Þingmenn eru gríðarlega ósammála um ágæti frumvarpsins og hefur málið reynst Vinstri grænum til að mynda flókið. Þingmaður Pírata segir að frumvarpið muni engin vandamál leysa – þvert á móti séu forsendur þess byggðar á útlendingaandúð og „langatöng í andlitið á flóttafólki“. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ósammála og segir að með frumvarpinu straumlínulagist kerfið. „Þetta er málaflokkur sem er síkvikur og það má búast við því að það þurfi reglulega að bregðast við.“
Úttekt
Þarf að mæta manninum sem braut á henni aftur fyrir dómi
Dómur yfir manni sem bauð konu skjól og braut síðan á henni er ónýtur, vegna þess að íslenska ríkið braut mannréttindasáttmála Evrópu við skipan dómara við Landsrétt. Þessi kona og fleiri í sömu stöðu þurfa því að mæta geranda sínum aftur fyrir dómi eftir úrskurð endurupptökunefndar. Dósent í lögum hvetur brotaþola til að sækja skaðabætur til ríkisins en fyrrverandi dómsmálaráðherra vísar allri ábyrgð til Alþingis.
ÚttektSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson
4
Átökin um völd Ásgeirs
Á bak við tjöldin eiga sér nú stað átök í stjórnsýslu og stjórnmálum á Íslandi sem hverfast um embætti og persónu seðlabankastjóra. Gagnrýnendur Ásgeirs Jónssonar telja að völd hans séu orðin of mikil innan bankans á meðan aðrir telja að seðlabankastjóri þurfi þessi sömu völd, til að standa vörð um sjálfstæði Seðlabankans í baráttunni við sérhagsmunaöfl. Inn í þessi átök blandast svo forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Úttekt
1
Framfarir í nanótækni færa okkur nær sameindatækjum framtíðar
Vísindamenn hafa lengi unnið að þróun nanóvéla sem gætu gjörbylt tækni eins og við þekkjum hana í dag en brautryðjendur fagsins hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 2016 fyrir sitt framlag. Nýlega birtist grein í hinu virta vísindatímiriti Nature sem segir frá mikilvægu skrefi í þróun nanóvéla.
Tíu staðreyndir
Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni
Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búa á Íslandi hefur þrefaldast á ellefu árum. Nú búa fleiri slíkir hérlendis en sem búa samanlagt í Reykjanesnæ, Akureyri og Garðabæ. Heimildin tók saman tíu staðreyndir um mannfjöldaþróun á Íslandi árið 2022.
Úttekt
Ákæra í Lindsor-málinu á leið til dómstóls í Lúxemborg 14 árum eftir að meint brot voru framin
Lindsor var aflandsfélag sem keypti skuldabréf á yfirverði af Kaupþingi, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu vildarviðskiptavinar Kaupþings sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.