Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.
Ógnir og óreiða Trumps
ÚttektBandaríki Trumps

Ógn­ir og óreiða Trumps

Hvað þýð­ir valda­taka Don­alds Trump fyr­ir Banda­rík­in, Ís­land og heim­inn? Álits­gjaf­ar sam­mæl­ast um að for­set­inn komi bet­ur und­ir­bú­inn til starfa en ár­ið 2017 og með sterk­ara net að baki sér. Sagn­fræð­ing­ur tel­ur að Trump muni reyna að þenja út valdsvið for­seta­embætt­is­ins svo hon­um verði hæg­ara um vik að reka Banda­rík­in eins og fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki.
Orrustan um Hafnarfjörð
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu