Úkraínskum ríkisborgurum með búsetu á Íslandi hefur fjölgað um 490% frá því fyrir jól samkvæmt Þjóðskrá. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 7,5 prósent á landinu á sama tímabili.
Menning
Saga mannsins sem lifði Auschwitz af en dó undir stiganum sínum
Íslensk þýðing á einni þekktustu endurminningabókinni um helförina er komin út hjá Forlaginu. Þetta er bókin Ef þetta er maður eftir ítalska gyðinginn Primo Levi. Bókin er köld og vísindaleg lýsing á hryllingi fangabúðanna Auschwitz þar sem Levi dvaldi í eitt ár í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
Úttekt
Ísland er eftir á í aðlögun innflytjenda
Anna Wojtyńska, nýdoktor í mannfræði við Háskóla Íslands, er helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að rannsóknum um pólska innflytjendur hér á landi. Að hennar mati hefur stefna og viðmót íslensks samfélags leitt til þess að hæfni innflytjenda nýtist ekki en þeir fá sjaldan tækifæri til að komast úr láglaunastörfum.
FréttirMótmæli
Sendiherra neitar að hafa hringt í lögreglu
Nágranni sendiherra Póllands segir að lögreglan hafi haft afskipti af sér vegna borða sem hengdur var upp til að mótmæla þrengri löggjöf í Póllandi um þungunarrof. Sendiherrann segist ekki hafa hringt á lögreglu og lögregla segir málið ekki skráð í málaskrá, en haft hafi verið samband við hana vegna bílastæða.
Fréttir
Leita svara vegna dularfulls andláts í Mosfellsbæ
Mariuszi Robak var lýst sem lífsglöðum og andlega stöðugum ungum manni sem elskaði fjölskylduna sína, vini og Ísland. Það kom því öllum á óvart þegar hann tók svipti sig lífi síðastliðið sumar. Bróðir hans og besti vinur hafa báðir efasemdir um að Mario, eins og hann var kallaður, hafi látist án þess að utanaðkomandi aðilar hafi haft þar áhrif á. „Eina skýringin sem ég sé er að hann hafi gert það vegna þess að hann óttaðist um vini sína eða fjölskyldu.“
FréttirMótmæli
Segir sendiherra Póllands hafa þaggað niður mótmæli
Á stórum borða er sendiherra Póllands spurður hvar hann sé nú þegar pólskum konum er stefnt í hættu vegna löggjafar um þungunarrof.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
На Запад! Í vestur!
Í sumarbyrjun 1920 virtist hið nýja pólska ríki standa með pálmann í höndunum gagnvart hinum Rauða her kommúnistastjórnarinnar í Rússlandi. En skjótt skipast veður í lofti og allt í einu var tilveru Póllands enn á ný ógnað.
Fréttir
Segir sendiherrann hafa lagt sig í einelti eftir gleðigönguna
Margrét Adamsdóttir, sem starfaði í pólska sendiráðinu á Íslandi, segir Gerard Pokruszyński sendiherra hafa kallað nafntogaða diplómata niðrandi orðum um samkynhneigða, meðal annars Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sér hafi verið mismunað fyrir trúarskoðanir og fyrir að hafa birt myndir af sér á Hinsegin dögum.
Fréttir
Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
Ræðismaður í pólska sendiráðinu var sendur heim án fyrirvara. Pólsk félög á Íslandi mótmæla uppsögninni og segja að Gerard Pokruszyński sendiherra hafi öskrað og neitað að taka við bréfi um málið. Annar starfsmaður sendiráðsins er sagður hafa kvartað til ráðuneytis.
Fréttir
Stór hluti Pólverja á Íslandi harmar sigur Duda: „Við vorum ekki að fylgjast nógu vel með“
Hinn íhaldssami Andrzej Duda vann forsetakosningar Póllands með naumum mun. Um 80 prósent Pólverja á Íslandi studdu andstæðing hans Rafal Trzaskowski, en samkvæmt Wiktoriu Ginter ríkir harmur meðal þeirra í dag.
Erlent
Aðför að pólskum háskólum og akademísku frelsi
Yfirlýsing nemenda við Háskólann í Slesíu í Katowice í Póllandi, vegna ógnana sem þau hafa mátt þola af hálfu kaþólsku bókstafstrúarsamtakanna Ordo Iuris.
FréttirCovid-19
Rétt slapp úr landi og heim til sín
Hrafnkell Lárusson var staddur í Reykjavík þegar tilkynnt var að Póllandi yrði lokað. Hann brást skjótt við og náði að bóka flugfar til Varsjár þar sem hann á heima. Litlu mátti muna að Hrafnkell hefði ekki náð út og hefði þá þurft að búa í ferðatösku um ótilgreindan tíma.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.