Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“

Ræð­is­mað­ur í pólska sendi­ráð­inu var send­ur heim án fyr­ir­vara. Pólsk fé­lög á Ís­landi mót­mæla upp­sögn­inni og segja að Ger­ard Pokruszyński sendi­herra hafi öskr­að og neit­að að taka við bréfi um mál­ið. Ann­ar starfs­mað­ur sendi­ráðs­ins er sagð­ur hafa kvart­að til ráðu­neyt­is.

Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
Gerard Pokruszyński Fleiri en ein kvörtun hefur verið send utanríkisráðuneytinu vegna sendiherrans, að því er mótmælendur halda fram. Mynd: Sebastian_Indra

Uppsögn ræðismanns í pólska sendiráðinu á þriðjudag hefur vakið ólgu í samfélagi Pólverja á Íslandi. Framámenn í samfélaginu gerðu tilraun til að afhenda Gerard Pokruszyński sendiherra bréf vegna málsins, en segja sendiherrann hafa vísað þeim úr sendiráðinu með látum.

Í bréfinu kemur fram að ræðismanni í sendiráðinu, Jakub Pilch, hafi verið sagt upp án fyrirvara á þriðjudag. Uppsögnin hafi komið á óvart og starfsmaðurinn hafi verið settur í erfiðar aðstæður. Ennfremur sé þetta ekki fyrsta dæmið um starfsmann sem hafi átt erfitt í starfi hjá sendiráðinu. Undir bréfið skrifa forsvarsmenn sex félaga sem standa að pólska samfélaginu á Íslandi.

Tomasz ChrapekAðstandandi Projekt Polska segist vona að sendiherrann verði látinn fara.

„Þetta er stórmál í okkar litla pólska samfélagi hérna,“ segir Tomasz Chrapek, einn af aðstandendum félagasamtakanna Projekt Polska, um uppsögn Jakub Pilch. „Honum var ekki sagt af hverju hann ætti að mæta aftur til Varsjár með nokkra daga fyrirvara. Þetta hefur aldrei gerst á Íslandi. Hann var hérna í þrjú ár með börnin og þarf að pakka, yfirgefa íbúðina og fara heim.“

Tomasz segir að sendiherrann hafi með tölvupósti veitt óskýr svör um uppsögnina. „Þetta hljómaði eins og 100 prósent pólitísk ákvörðun,“ segir hann. „Jakub er góður maður og góður starfsmaður. Hann var alltaf að hjálpa fólki og það sem hann gerði í sendiráðinu var vel liðið í pólska samfélaginu. Þetta kom á óvart og við urðum hissa.“

Á miðvikudag fóru aðstandendur bréfsins í pólska sendiráðið í Þórunnartúni í Reykjavík til að afhenda sendiherranum bréfið sem stílað er á Jacek Czaputowicz utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra hans. „Hann neitaði og bara vísaði okkur á dyr,“ segir Tomasz um sendiherrann. „Hann var mjög aggressífur og öskraði. Ég hef aldrei í lífinu upplifað svona. Þetta er diplómati sem er ekkert diplómatískur.“

Tomasz segir bréfið nú hafa verið sent beint á viðtakendur þess innan utanríkisráðuneytis Póllands þar sem sendiherrann hafi ekki viljað taka við því. Aðstandendur viti einnig til þess að önnur kvörtun hafi verið send ráðuneytinu vegna ótengds máls sem snúi að sitjandi sendiherra. „Ég vona að Gerard verði sagt upp því hann er ekki góður sendiherra,“ segir Tomasz. „Það var ljóst frá byrjun.“

„Þetta er diplómati sem er ekkert diplómatískur“

Hann segir erfitt að segja hvort málið tengist niðurstöðum forsetakosninganna síðustu helgi. Sitjandi forseti, Andrzej Duda, bar nauman sigur úr býtum gegn mótframbjóðanda sínum Rafal Trzaskowski. 80 prósent þeirra Pólverja sem kusu á Íslandi studdu Trzaskowski samkvæmt opinberum tölum.

„Það væru bara getgátur núna,“ segir Tomasz um tenginguna við kosningarnar. Hann segir þó málið augljóslega pólitískt og segist hafa á tilfinningunni að pólska samfélagið á Íslandi styðji mótmælin vegna uppsagnar Jakub Pilch.

„Þetta er það sem er að gerast núna í Póllandi“

Duda forseti hefur verið gagnrýndur fyrir öfgafullar skoðanir og fyrir að þrengja að réttindum LGBT+ fólks í landinu. Tomasz segir að nú þegar hafi komið fram dæmi þar sem fólki virðist refsað fyrir stuðning við Trzaskowski innan utanríkisþjónustunnar. Pólskur þingmaður hafi þannig kallað eftir uppstokkun á sendiráði Póllands í Pakistan þegar í ljós kom að kjósendur þar hafi upp til hópa stutt Trzaskowski. „Þetta er það sem er að gerast núna í Póllandi, þetta er pólitískur raunveruleiki,“ segir Tomasz.

Ekki náðist í Gerard Pokruszyński sendiherra vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
6
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
4
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár