Fimm ára bið eftir reglum um starfslokasamninga
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við formann kærunefndar útlendingamála sem hugðist hætta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki sett reglugerð um slíka samninga síðan lög sem kveða á um slíkt voru samþykkt árið 2016.
Afhjúpun
Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti fráfarandi formanni kærunefndar útlendingamála 10 mánaða laun þrátt fyrir að hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði vegna starfs erlendis. Ráðuneytið er tvísaga í málinu. Sótt var að formanninum fyrir að leyna úrskurðum og vegna ágreinings meðal starfsfólks.
Fréttir
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Afgreiðsla Útlendingastofnunar á umsókn Robyn Mitchell um ríkisborgararétt tók 20 mánuði. Stofnunin krafðist þess meðal annars að hún legði fram yfirlit yfir bankafærslur sínar, framvísaði flugmiðum og sendi samfélagsmiðlafærslur síðustu fimm ára til að færa sönnur á að hún hefði verið hér á landi. „Þessi stofnun er eins ómanneskjuleg og hægt er að hugsa sér,“ segir hún.
Greining
Hagsmunaverðir á Íslandi kortlagðir
Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur samfélagsumræðu oft hverfast um hagsmuni þeirra sterkustu. En hvaða hagsmunir stýra Íslandi og hvernig fer hagsmunabaráttan fram? Stundin greinir stærstu og öflugustu hagsmunahópana á Íslandi.
Fréttir
Skráðu eign í Icelandair ekki í hagsmunaskrá
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skráðu hvorugt hlutabréf sín í hagsmunaskráningu alþingismanna eins og reglur kveða á um. Um yfirsjón var að ræða, segja þau bæði.
Viðtal
Uppgjör umboðsmanns: Vildi alltaf verða málsvari litla mannsins
Tryggvi Gunnarsson er hættur sem umboðsmaður Alþingis eftir að hafa verið viðloðandi embættið í 33 ár. Hann vildi ungur verða „málsvari litla mannsins“ og hefur þess utan starfað við að veita valdhöfum aðhald. Hann tók á skipunum dómara, Landsréttarmálinu og lekamálinu og þurfti ítrekað að verjast ágangi valdamesta fólks landsins. Eitt skiptið hringdi forsætisráðherrann í hann með slíkum yfirgangi að breyta þurfti reglum um samskipti ráðamanna við umboðsmann. „Í mínu starfi hef ég fengið fjölda ábendinga vegna svona símtala,“ segir hann.
FréttirLaugaland/Varpholt
Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
Félagsmálaráðuneytið svarar ekki bréfum kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi né heldur erindi lögmanns kvennanna. Lögbundinn frestur til að svara erindunum er útrunninn. Þrátt fyrir loforð þar um hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ekki boðið konunum til fundar að nýju.
Fréttir
Reykjavíkurborg braut á marxísku lífsskoðunarfélagi
Ákvörðun borgarinanr um að neita DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju um lóð án endurgjalds var úrskurðuð ólögmæt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Borgarráð hefur nú á nýjan leik synjað félaginu um lóðaúthlutun.
FréttirLaugaland/Varpholt
Konurnar af Laugalandi óska eftir fundi með forsætisráðherra
Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla óska konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi eftir því að ríkisstjórnin framfylgi eigin samþykkt um að rannsakað verði af fullri alvöru hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi og illri meðferð þar.
FréttirLaugaland/Varpholt
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
Konur sem lýst hafa því að hafa verið beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi hafa ekki fengið svar við tölvupósti sem var sendur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra fyrir átján dögum síðan „Það átti greinilega aldrei að fara fram nein alvöru rannsókn,“ segir Gígja Skúladóttir.
Fréttir
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Greindi Braga frá ofbeldinu en hann gerði ekkert með það
María Ás Birgisdóttir lýsir því að hún hafi verið beitt illri meðferð og andlegu ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni þegar hún var vistuð á meðferðarheimlinu Laugalandi. Hún greindi þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssyni, frá ofbeldinu en hann bar lýsingu hennar í Ingjald sem hellti sér yfir hana fyrir vikið. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda brugðust ekki við ítrekuðum upplýsingum Maríu um ástandið á Laugalandi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.