Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf vegna rafbyssumálsins

Um­boðs­mað­ur vill að for­sæt­is­ráð­herra taki af­stöðu til þess hvort ákvörð­un Jóns Gunn­ars­son­ar um að heim­ila lög­reglu al­mennt að bera og nota raf­byss­ur hafi fal­ið í sér „mik­il­væga stefnu­mörk­un eða áherslu­breyt­ingu“ og hafi þar af leið­andi átt að ræða á rík­is­stjórn­ar­fundi áð­ur en regl­un­um var hrint í fram­kvæmd.

Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf vegna rafbyssumálsins
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir las um ákvörðun Jóns í Morgunblaðinu 30. desember, sama dag og hann gaf út reglur sem heimila lögreglumönnum að bera og nota rafbyssur. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í síðustu viku og óskaði eftir því að hún lýsi afstöðu sinni til þess hvort ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að heimila lögreglunni að bera rafbyssur hafi falið í sér „mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingu“. Hann vill einnig fá að vita hvort að ákvörðunin hafi að öðru leyti verið þannig vaxin að  berea hafi átt málið upp á ríkisstjórnarfundi áður en reglunum var veitt gildi eða þeim hrint í framkvæmd. 

Í ljósi þess að í starfsreglum ríkisstjórnarinnar er ekki að finna nánari afmörkun á því hvaða málefni teljist mikilvæg stjórnarmálefni þá fer umboðsmaður fram á að forsætisráðherra veiti honum upplýsingar um verklag sem kunni að vera tíðkað af henni í því skyni að tryggja að mál sem falli undir starfsreglurnar séu borin upp á ríkisstjórnarfundum.

Í bréfinu, sem má lesa hér, er farið fram á að svar berist eigi síðar en 3. mars, eða fyrir lok næstu viku. 

Fékk símtal sama dag og hann gaf reglurnar út

Umboðsmaður Alþingis hafði áður óskað eftir upplýsingum og skýringum frá Jóni Gunnarssyni um hvernig staðið hafi verið að ákvörðun hans um að heimila lögreglunni að bera og nota rafbyssur, en hana kynnti Jón í aðsendri grein í Morgunblaðinu undir lok síðasta árs , nánar tiltekið 30. desember, samhliða því að hann undirritaði reglugerðarbreytingu þess efnis. 

Í svari Jóns til umboðsmanns kom fram að honum hafi verið kunnugt um þá ósk forsætisráðherra að hinar endurskoðuðu reglur yrðu kynntar í ríkisstjórn og að sú afstaða hafi verið gerð honum kunn að morgni 30. desember í símtali, sama dag og hann gaf reglurnar út og sendi til birtingar í Stjórnartíðindum. Jón taldi ákvörðun sína um að heimila lögreglu almennt að bera og nota rafbyssur ekki teljast „mikilvægt stjórnarefni“ og því hefði hann ekki þurft að kynna málið sérstaklega fyrir ríkisstjórn. 

Svandís lét bóka að hún væri andsnúin ákvörðun Jóns

Heimildin greindi frá því í gær að Katrín hafi fyrst lesið um ákvörðun Jóns í áðurnefndri grein sem hann birti í Morgunblaðinu á næstsíðasta degi ársins 2022. Málið var svo tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi tveimur vikum síðar, 13. janúar. Jón var fjarverandi á fundinum og það kom í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að leggja fram fram og kynna minnisblað um málið fyrir hans hönd. 

Í frétt Heimildarinnar, sem byggði á svari forsætisráðherra við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar varaþingmanns Pírata, kom fram að í umræðum um málið á ríkisstjórnarfundi hafi Katrín gert athugasemd við að málið hefði ekki verið kynnt í ríkisstjórn áður en dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um málið og kynnti ákvörðun sína í framangreindri blaðagrein. „Þá kom fram skýr afstaða forsætisráðherra um að boðaðar breytingar kölluðu á frekari kynningu á málinu.“

Á umræddum fundi ríkisstjórnar óskaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra eftir því að bókað yrði í fundargerð ríkisstjórnar að hún væri andsnúin ákvörðun Jóns og gerði athugasemd við það hvernig málið hafði verið unnið, þar með talið að það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn áður en það var kynnt opinberlega.

Jóns að meta hvort breytingarnar væru „mikilvægt stjórnarmálefni“

Í gildandi reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá árinu 1999 er að finna heimild ríkislögreglustjóra til að heimila lögreglu notkun rafmagnsvopna. Katrín telur að breytingar dómsmálaráðherra fela á í sér að heimila lögreglu notkun rafbyssa sem almennu valdbeitingartæki við störf sín. „Að mati forsætisráðherra felur það í sér áherslubreytingu á þeirri framkvæmd sem fylgt hefur verið samkvæmt framangreindum reglum. Af þeim sökum óskaði forsætisráðherra sérstaklega eftir því að dómsmálaráðherra gerði grein fyrir málinu í ríkisstjórn en hann hafði þá þegar tekið ákvörðun um að gera breytingarnar.“ 

Forsætisráðherra svaraði því hins vegar til að það væri Jóns Gunnarssonar að meta hvort breytingarnar teljist til mikilvægra stjórnarmálefna í skilningi stjórnarskrárinnar, og feli þar af leiðandi í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar.

Umboðsmaður Alþingis vill hins vegar vita hvert hennar mat á því álitaefni sé.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu