Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Las um ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að nota rafbyssur í Morgunblaðinu

Katrín Jak­obs­dótt­ir fór fram á það við Jón Gunn­ars­son að hann myndi gera grein fyr­ir ákvöðr­un sinni um að heim­ila lög­regl­unni að nota raf­byss­ur í rík­is­stjórn, eft­ir að hún las um ákvörð­un­ina í að­sendri grein sem hann skrif­aði. Það var gert tveim­ur vik­um síð­ar af öðr­um ráð­herra á fundi sem Jón mætti ekki á. Svandís Svavars­dótt­ir lét bóka and­stöðu sína við mál­ið.

Las um ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að nota rafbyssur í Morgunblaðinu
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir segir að það sé Jóns Gunnarssonar að meta hvort ákvörðun hans um að heimila lögreglumönnum að notast við rafbyssur feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var ekki búinn að greina ríkisstjórn Íslands frá ákvörðun sinni að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafbyssur lögreglumanna þegar hann sagði frá henni í aðsendri grein í Morgunblaðinu 30. desember 2022.

Sama dag og greinin birtist óskaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir því við Jón að hann gerði grein fyrir málinu á vettvangi ríkisstjórnar.

Það var hins vegar ekki gert fyrr en tveimur vikum síðar, fundi ríkisstjórnar 13. janúar 2023. Jón var fjarverandi á fundinum og það kom í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að leggja fram fram og kynna minnisblað um málið fyrir hans hönd. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar, varaþingmanns Pírata, um málið sem birt var á vef Alþingis í dag.

Þar segir að í umræðu um málið á ríkisstjórnarfundi hafi Katrín gert athugasemd við að málið hefði ekki verið kynnt í ríkisstjórn áður en dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um málið og kynnti ákvörðun sína í framangreindri blaðagrein. „Þá kom fram skýr afstaða forsætisráðherra um að boðaðar breytingar kölluðu á frekari kynningu á málinu, þ.m.t. á nánar tilgreindum útfærsluatriðum, svo sem hvernig geymslu rafvarnarvopna yrði háttað, hvernig tryggt yrði að einungis menntaðir lögreglumenn bæru vopnin o.fl. Var það mat forsætisráðherra að verklagsreglur þyrftu að vera skýrar um notkun vopnanna áður en þau yrðu heimiluð. Þá var lögð á það áhersla af hálfu forsætisráðherra að ef til breytinganna kæmi þá þyrfti samhliða að tryggja öflugt eftirlit með notkun vopnanna. Auk þess þyrfti að ljúka afgreiðslu frumvarps til laga um breytingu á lögreglulögum á þinginu þar sem boðað er aukið eftirlit með störfum lögreglu.“

Svandís bókaði sérstaklega andstöðu sína

Á umræddum fundi ríkisstjórnar óskaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra eftir því að bókað yrði í fundargerð ríkisstjórnar að hún væri andsnúin ákvörðun Jóns og gerði athugasemd við það hvernig málið hafði verið unnið, þar með talið að það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn áður en það var kynnt opinberlega.

UmdeildurÁkvörðun Jóns Gunnarssonar um að heimila lögreglu að nota rafbyssur var verulega umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnar.

Halldór Auðar spurði forsætisráðherra einnig að því hvort hún teldi að í ákvörðun Jóns fælist breyting á stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Í svari sínu sagði Katrín að Jón bæri ábyrgð á framkvæmd stjórnarmálefna og stefnumótun á þeim málefnasviðum sem undir hann heyri. Samkvæmt stjórnarskrá sé ráðherrum hins vegar skylt að bera undir ríkisstjórn nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnarmálefni.

Í gildandi reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá árinu 1999 sé að finna heimild ríkislögreglustjóra til að heimila lögreglu notkun rafmagnsvopna. „Boðaðar breytingar dómsmálaráðherra fela á hinn bóginn í sér að heimila lögreglu notkun rafvarnarvopna sem almennt valdbeitingartæki við störf sín. Að mati forsætisráðherra felur það í sér áherslubreytingu á þeirri framkvæmd sem fylgt hefur verið samkvæmt framangreindum reglum. Af þeim sökum óskaði forsætisráðherra sérstaklega eftir því að dómsmálaráðherra gerði grein fyrir málinu í ríkisstjórn en hann hafði þá þegar tekið ákvörðun um að gera breytingarnar.“ 

Hvort breytingarnar teljist til mikilvægra stjórnarmálefna í skilningi stjórnarskrárinnar, og feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar, sé hins vegar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að meta.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
5
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár