Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir veitti frá­far­andi for­manni kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála 10 mán­aða laun þrátt fyr­ir að hann hyggð­ist hætta að eig­in frum­kvæði vegna starfs er­lend­is. Ráðu­neyt­ið er tví­saga í mál­inu. Sótt var að for­mann­in­um fyr­ir að leyna úr­skurð­um og vegna ágrein­ings með­al starfs­fólks.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra gerði 10 mánaða samning við Hjört Braga þó hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við Hjört Braga Sverrisson, fráfarandi formann kærunefndar útlendingamála, þrátt fyrir að hann hefði tilkynnt um yfirvofandi starfslok og að hann myndi biðjast lausnar. Þetta staðfestir ráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Samningurinn kveður á um 10 mánaða launagreiðslur, en almennur uppsagnarfrestur embættismanna er þrír mánuðir.

Í vor skoðaði dómsmálaráðuneytið „samskipti og ágreining“ innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar. „Málin voru komin í þann farveg að ráðuneytið taldi nauðsynlegt að láta fara fram úttekt utanaðkomandi aðila á stjórnun og starfsháttum innan kærunefndarinnar,“ segir í svari ráðuneytisins. „Í tölvupósti til ráðuneytisins 15. apríl síðastliðinn tilkynnti Hjörtur Bragi að honum hefði boðist starf erlendis sem hann hefði þegið og því reikni hann með að biðjast lausnar síðar á árinu með þriggja mánaða fyrirvara.“

Eins og Stundin greindi frá í maí hafði kærunefndin leynt fjölda úrskurða nefndarinnar um tæplega eins árs skeið í stað þess að birta þá opinberlega eins og lög segja til um. Gerði ráðuneytið opinberlega athugasemdir vegna þessa.

Hjörtur Bragi SverrissonFormaður kærunefndarinnar hafði tilkynnt ráðuneytinu 15. apríl að hann hefði þegið starf erlendis og hygðist biðjast lausnar seinna á árinu. Ráðuneytið sagði Stundinni 18. maí að hann hefði beðist lausnar.

Ráðuneytið er tvísaga hvað varðar starfslok Hjartar Braga, en í svari við fyrirspurn Stundarinnar í maí sagði ráðuneytið hann þegar hafa óskað lausnar og minntist ekki á starfslokasamninginn. „Hirti Braga bauðst starf erlendis sem hann hefur þegið og óskaði hann því lausnar frá embætti sínu sem formaður kærunefndar útlendingamála,“ sagði í svari dómsmálaráðuneytisins 18. maí.

Nú segir ráðuneytið starfslokasamninginn hafa verið gerðan án lausnarbeiðni vegna ágreiningsins innan nefndarinnar. „Í ljósi alls þessa þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni sem fyrst, en lausnarbeiðni lá þá ekki fyrir,“ segir í svarinu nú.

„[...] þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni“

„Samkomulag var gert við Hjört Braga Sverrisson um starfslok sem formaður Kærunefndar útlendingamála í lok apríl,“ segir í svari ráðuneytisins. „Við samningsgerð voru 42 mánuðir eftir af skipunartímanum auk biðlauna og orlofsréttar. Þá hafði forstöðumaðurinn unnið sér inn rétt til launaðs námsleyfis. Samningurinn fól í sér launagreiðslur í um 10 mánuði. Ráðuneytið hafði samráð við kjara- og mannauðssýslu ríkisins við gerð samningsins.“

Leyndi úrskurðum kærunefndarinnar

Kærunefnd útlendingamála úrskurðar í málum um alþjóðlega vernd þegar umsækjendur, oft nefndir hælisleitendur, kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar í málum sínum. Var Hjörtur Bragi skipaður formaður nefndarinnar árið 2014.

Ekki kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins hvers eðlis ágreiningurinn innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar var. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði ekki verið samstaða í nefndinni í vor um tilhögun birtingu úrskurða hennar.

1. júní 2020 undirritaði Hjörtur Bragi nýjar verklagsreglur og dró í kjölfarið verulega úr birtingu úrskurða nefndarinnar, sem nefndin á samkvæmt lögum að birta opinberlega og með ópersónugreinanlegum hætti. Stundum birtust aðeins einn eða tveir úrskurðir á mánuði, en árið 2019, áður en verklagsreglurnar voru settar, hafði nefndin birt að meðaltali um 50 á mánuði.

Blaðamaður Stundarinnar óskaði í febrúar eftir að fá úrskurðina afhenta, en nefndin synjaði beiðninni. Kærði hann því niðurstöðuna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu 11. maí að fella niður ákvörðun kærunefndarinnar. Tómas Hrafn Sveinsson, þá starfandi formaður kærunefndarinnar eftir starfslok Hjartar Braga, sagði það sína skoðun að birta ætti úrskurðina opinberlega og að vinna væri í gangi við endurskoðun á fyrra verklagi við birtingu þeirra.

Gagnrýndi störf Hjartar eftir að samningur var undirritaður

Eftir að Hjörtur Bragi baðst lausnar snupraði Áslaug Arna kærunefndina á Alþingi í svari við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um birtingu úrskurðanna og verklagsreglurnar sem Hjörtur Bragi undirritaði. Sagði ráðherra „rétt að hugað sé að því hvort umræddar reglur þarfnist endurskoðunar“ og að ráðuneytið hefði „nú til skoðunar ýmis atriði er varða birtingu úrskurða og fyrirkomulag þar að lútandi“. Svarið var birt sama dag og úrskurðarnefnd upplýsingamála komst að niðurstöðu í kærumáli blaðamanns Stundarinnar. Hafði starfslokasamningurinn við Hjört Braga þá þegar verið undirritaður.

„[...] til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar“

Embættið formanns var auglýst laust til umsóknar 8. maí og sóttu sjö um. Í ágúst skipaði svo Áslaug Arna Þorstein Gunnarsson, staðgengil forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti formanns kærunefndar útlendingamála. Fjöldi félagasamtaka og einstaklinga sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu og gagnrýndu skipun Þorsteins vegna starfa hans fyrir Útlendingastofnun, hvöttu hann til að segja af sér og vildu að Áslaug Arna gerði grein fyrir ferlinu við ráðningu hans.

„Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

Gerði 57 milljóna starfslokasamning við ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna hefur áður í ráðherratíð sinni gert starfslokasamning við embættismann, en í nóvember 2019 undirritaði hún samning við Harald Johannessen, þá ríkislögreglustjóra, upp á 57 milljónir króna. Mikill ágreiningur hafði ríkt um störf Haraldar og höfðu átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á hann.

Samningurinn hljóðaði upp á að Haraldur fengi launagreiðslur í sem nemur 27 mánuðum eftir starfslok. Á tímabilinu fær Haraldur rúmar 47 milljónir króna og er honum einungis skylt að hafa fasta viðveru í þrjá af þessum 27 mánuðum. Við það bætast tæplega 10 milljónir króna í launatengd gjöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár