Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir veitti frá­far­andi for­manni kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála 10 mán­aða laun þrátt fyr­ir að hann hyggð­ist hætta að eig­in frum­kvæði vegna starfs er­lend­is. Ráðu­neyt­ið er tví­saga í mál­inu. Sótt var að for­mann­in­um fyr­ir að leyna úr­skurð­um og vegna ágrein­ings með­al starfs­fólks.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra gerði 10 mánaða samning við Hjört Braga þó hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við Hjört Braga Sverrisson, fráfarandi formann kærunefndar útlendingamála, þrátt fyrir að hann hefði tilkynnt um yfirvofandi starfslok og að hann myndi biðjast lausnar. Þetta staðfestir ráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Samningurinn kveður á um 10 mánaða launagreiðslur, en almennur uppsagnarfrestur embættismanna er þrír mánuðir.

Í vor skoðaði dómsmálaráðuneytið „samskipti og ágreining“ innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar. „Málin voru komin í þann farveg að ráðuneytið taldi nauðsynlegt að láta fara fram úttekt utanaðkomandi aðila á stjórnun og starfsháttum innan kærunefndarinnar,“ segir í svari ráðuneytisins. „Í tölvupósti til ráðuneytisins 15. apríl síðastliðinn tilkynnti Hjörtur Bragi að honum hefði boðist starf erlendis sem hann hefði þegið og því reikni hann með að biðjast lausnar síðar á árinu með þriggja mánaða fyrirvara.“

Eins og Stundin greindi frá í maí hafði kærunefndin leynt fjölda úrskurða nefndarinnar um tæplega eins árs skeið í stað þess að birta þá opinberlega eins og lög segja til um. Gerði ráðuneytið opinberlega athugasemdir vegna þessa.

Hjörtur Bragi SverrissonFormaður kærunefndarinnar hafði tilkynnt ráðuneytinu 15. apríl að hann hefði þegið starf erlendis og hygðist biðjast lausnar seinna á árinu. Ráðuneytið sagði Stundinni 18. maí að hann hefði beðist lausnar.

Ráðuneytið er tvísaga hvað varðar starfslok Hjartar Braga, en í svari við fyrirspurn Stundarinnar í maí sagði ráðuneytið hann þegar hafa óskað lausnar og minntist ekki á starfslokasamninginn. „Hirti Braga bauðst starf erlendis sem hann hefur þegið og óskaði hann því lausnar frá embætti sínu sem formaður kærunefndar útlendingamála,“ sagði í svari dómsmálaráðuneytisins 18. maí.

Nú segir ráðuneytið starfslokasamninginn hafa verið gerðan án lausnarbeiðni vegna ágreiningsins innan nefndarinnar. „Í ljósi alls þessa þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni sem fyrst, en lausnarbeiðni lá þá ekki fyrir,“ segir í svarinu nú.

„[...] þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni“

„Samkomulag var gert við Hjört Braga Sverrisson um starfslok sem formaður Kærunefndar útlendingamála í lok apríl,“ segir í svari ráðuneytisins. „Við samningsgerð voru 42 mánuðir eftir af skipunartímanum auk biðlauna og orlofsréttar. Þá hafði forstöðumaðurinn unnið sér inn rétt til launaðs námsleyfis. Samningurinn fól í sér launagreiðslur í um 10 mánuði. Ráðuneytið hafði samráð við kjara- og mannauðssýslu ríkisins við gerð samningsins.“

Leyndi úrskurðum kærunefndarinnar

Kærunefnd útlendingamála úrskurðar í málum um alþjóðlega vernd þegar umsækjendur, oft nefndir hælisleitendur, kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar í málum sínum. Var Hjörtur Bragi skipaður formaður nefndarinnar árið 2014.

Ekki kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins hvers eðlis ágreiningurinn innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar var. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði ekki verið samstaða í nefndinni í vor um tilhögun birtingu úrskurða hennar.

1. júní 2020 undirritaði Hjörtur Bragi nýjar verklagsreglur og dró í kjölfarið verulega úr birtingu úrskurða nefndarinnar, sem nefndin á samkvæmt lögum að birta opinberlega og með ópersónugreinanlegum hætti. Stundum birtust aðeins einn eða tveir úrskurðir á mánuði, en árið 2019, áður en verklagsreglurnar voru settar, hafði nefndin birt að meðaltali um 50 á mánuði.

Blaðamaður Stundarinnar óskaði í febrúar eftir að fá úrskurðina afhenta, en nefndin synjaði beiðninni. Kærði hann því niðurstöðuna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu 11. maí að fella niður ákvörðun kærunefndarinnar. Tómas Hrafn Sveinsson, þá starfandi formaður kærunefndarinnar eftir starfslok Hjartar Braga, sagði það sína skoðun að birta ætti úrskurðina opinberlega og að vinna væri í gangi við endurskoðun á fyrra verklagi við birtingu þeirra.

Gagnrýndi störf Hjartar eftir að samningur var undirritaður

Eftir að Hjörtur Bragi baðst lausnar snupraði Áslaug Arna kærunefndina á Alþingi í svari við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um birtingu úrskurðanna og verklagsreglurnar sem Hjörtur Bragi undirritaði. Sagði ráðherra „rétt að hugað sé að því hvort umræddar reglur þarfnist endurskoðunar“ og að ráðuneytið hefði „nú til skoðunar ýmis atriði er varða birtingu úrskurða og fyrirkomulag þar að lútandi“. Svarið var birt sama dag og úrskurðarnefnd upplýsingamála komst að niðurstöðu í kærumáli blaðamanns Stundarinnar. Hafði starfslokasamningurinn við Hjört Braga þá þegar verið undirritaður.

„[...] til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar“

Embættið formanns var auglýst laust til umsóknar 8. maí og sóttu sjö um. Í ágúst skipaði svo Áslaug Arna Þorstein Gunnarsson, staðgengil forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti formanns kærunefndar útlendingamála. Fjöldi félagasamtaka og einstaklinga sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu og gagnrýndu skipun Þorsteins vegna starfa hans fyrir Útlendingastofnun, hvöttu hann til að segja af sér og vildu að Áslaug Arna gerði grein fyrir ferlinu við ráðningu hans.

„Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

Gerði 57 milljóna starfslokasamning við ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna hefur áður í ráðherratíð sinni gert starfslokasamning við embættismann, en í nóvember 2019 undirritaði hún samning við Harald Johannessen, þá ríkislögreglustjóra, upp á 57 milljónir króna. Mikill ágreiningur hafði ríkt um störf Haraldar og höfðu átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á hann.

Samningurinn hljóðaði upp á að Haraldur fengi launagreiðslur í sem nemur 27 mánuðum eftir starfslok. Á tímabilinu fær Haraldur rúmar 47 milljónir króna og er honum einungis skylt að hafa fasta viðveru í þrjá af þessum 27 mánuðum. Við það bætast tæplega 10 milljónir króna í launatengd gjöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
6
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár