Einn af þeim fimmtán sem brottvísað var til Grikklands í síðustu viku var Nour Ahmad, afganskur strákur sem kom hingað fylgdarlaus í lok árs 2021, þá sautján ára og því barn í skilningi laga. Hann er nú í Aþenu, óttasleginn, hjálparvana og heimilislaus og segist þrá að koma aftur til Íslands og ganga í skóla „eins og íslensk börn“.
Fréttir
Fimm ára bið eftir reglum um starfslokasamninga
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við formann kærunefndar útlendingamála sem hugðist hætta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki sett reglugerð um slíka samninga síðan lög sem kveða á um slíkt voru samþykkt árið 2016.
Afhjúpun
Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti fráfarandi formanni kærunefndar útlendingamála 10 mánaða laun þrátt fyrir að hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði vegna starfs erlendis. Ráðuneytið er tvísaga í málinu. Sótt var að formanninum fyrir að leyna úrskurðum og vegna ágreinings meðal starfsfólks.
Viðtal
Flóttafólk verr sett með vernd í Grikklandi
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Kærunefnd útlendingamála birti ekki opinberlega fjölda úrskurða sinna í málum hælisleitenda í tíð fráfarandi formanns. Kærunefndin veitti Stundinni ekki upplýsingar, en úrskurðarnefnd upplýsingamála felldi ákvörðunina niður og sagði ekki farið að lögum. Þingmaður segir kærunefndina hafa gengið lengra en lög segja til um.
Fréttir
Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore var þingfest í morgun. Lögmaður segir hann aldrei hafa notið málsmeðferðar sem fórnarlamb mansals og kærunefnd útlendingamála reyni eftir megni að vefengja trúverðugleika hans.
Aðsent
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
Synjun um alþjóðlega vernd var staðfest á föstudag og nú skrifa vinir Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnina alla að veita honum landvistarleyfi hér á landi. Áfallið við úrskurð nefndarinnar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráðageðdeild um helgina.
Fréttir
Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar
Fjöldi fólks hefur sent stoðdeild ríkislögreglustjóra uppdiktaðar ábendingar um dvalarstað og ferðir egypsku fjölskyldunnar sem nú er í felum. „Mér skilst að þau séu tekin við rekstri Shell-skálans“
Fréttir
„Í besta falli afbökun en í versta falli hrein lygi“
Hvorki lögmaður né vinir Khedr-fjölskyldunnar hafa náð í hana í síma í sólarhring. Fjölskyldan var að líkindum flutt úr landi nauðug í morgun. Lögmaður segir málflutning fulltrúa Útlendingastofnunar lítilmannlegan í málinu. Látið verður reyna á brottvísunina fyrir dómstólum.
Fréttir
Býst við að mæta í skólann og fara svo úr landi
Sjö ára nemandi í Vesturbæjarskóla vill taka stærðfræðiverkefnið sitt í skólanum með sér ef hann verður sendur úr landi á mánudag.
FréttirFlóttamenn
Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín
Þýskir lögreglumenn tóku á móti albönsku fjölskyldunni við lendinguna í Berlín um hádegið í dag. Fjölskyldan var flutt úr landi þrátt fyrir að móðirin sé gengin tæpar 36 vikur á leið. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans um að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug.
Fréttir
„Kannski sofa þau vært, vegna þess að þeim er alveg sama?“
Til stendur að vísa þriggja manna afganskri fjölskyldu úr landi í næstu viku. Hin 14 ára gamla Zainab segist eiga bjarta framtíð á Íslandi og vill verða læknir eða kennari. Hins vegar býst hún við að verða fyrir ofbeldi verði hún flutt burt.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.