Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar

Fjöldi fólks hef­ur sent stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra upp­dikt­að­ar ábend­ing­ar um dval­ar­stað og ferð­ir egypsku fjöl­skyld­unn­ar sem nú er í fel­um. „Mér skilst að þau séu tek­in við rekstri Shell-skál­ans“

Gera stólpagrín að lögreglunni og flykkjast Khedr-fjölskyldunni til varnar
Láta tölvupóstum rigna yfir lögregluna Netverjar hafa sent stoðdeild ríkislögreglustjóra ófáa pósta til varnar egypsku Khedr-fjölskyldunni. Mynd: Sema Erla Serdar

Fjöldi fólks hefur síðasta sólarhring sent stoðdeild ríkislögreglustjóra tölvupósta þar sem það gefur upplýsingar um ferðir eða dvalarstað egypsku Khedr-fjölskyldunnar, sem er í felum til að forðast brottflutning frá landinu. Ekki er þó allt sem sýnist þar eð stærstur hluti tölvupóstanna er uppdiktaður. Þannig er lögreglan hvött til að leita að fjölskyldunni á Önnu Frank safninu í Amsterdam, fullyrt er að fjölskyldan hafi tekið við rekstri Shell-skálans á Eskifirði og íbúi á Seltjarnarnesi bendir lögreglu góðfúslega á að líklega sé tilgangslaust að leita fjölskyldunnar á þar um slóðir, þar sem flóttamenn og aðrir sem minna megi sín séu ekki of vel séðir í bæjarfélaginu.

Fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrum og fjórum börnum á aldrinum tveggja til tólf ára, hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár, eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd í ágúst 2018. Faðirinn Ibrahim á á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna pólitískrar þátttöku sinnar, verði hann sendur til Egyptlands. Hann þjáist af háþrýstingi og móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil og þjáist af alvarlegu þunglyndi og kvíða. Elstu börnin þrjú hafa gengið í skóla hér á landi og tala orðið íslensku en yngsti drengurinn, Mustafa, hefur gengið í leikskóla.

Þá komu fram upplýsingar um það í gær frá lögmanni fjölskyldunnar að Útlendingastofnun hefði ekki framkvæmt neina athugun á því hvort elsta stúlkan, Rewida, ætti á hættu kynfæralimlestingu sneri hún aftur til Egyptalands. Það hefði ekki verið gert þrátt fyrir að fyrir lægju upplýsingar hjá stofnuninni, sem meðal annars hefði verið tekið tillit til í ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu á síðasta ári, um að yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hefðu orðið fyrir kynfæralimlestingu. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Norðdahl, vill meina að málsmeðferðin á umsókn fjölskyldunnar hafi þannig verið í andstöðu við rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar er varða ákvæði útlendingalaga sem fjalli beinlínis um kynfæralimlestingar. Fjórar kærur liggja á borði kærunefndar útlendingamála vegna málsmeðferðar Útlendingastofnunar og kveðst Magnús þess fullviss um að kærunefndin muni fallast á þau sjónarmið sem þar komi fram.

Telur óþarft að leita fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi

Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem óskað var eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Khedr-fjölskyldunnar. Sem kunnugt er stóð til að flytja fjölskyldunar nauðuga úr landi 16. september síðastliðinn, en það tókst ekki sökum þess að fjölskyldan fór í felur. Í tilkynningu lögreglu var gefið upp netfangið stoddeild@logreglan.is og fólk beðið um að hafa samband með tölvupósti.

Þetta ákall hefur fólk tekið til sín í miklum mæli en óvíst er þó hvort lögreglumönnum á stoðdeild ríkislögreglustjóra er hlátur í hug vegna þess. Á samfélagsmiðlum, einkum Twittter, hafa notendur í stórum stíl birt myndir af tölvuskeytum sem þeir hafa sent lögreglu með uppdiktuðum vísbendingum um dvalarstað fjölskyldunnar, vangaveltum um hvar best sé að leita hennar eða öðrum hugleiðingum allsendis óviðkomandi málinu. Þá deilir mikill fjöldi einungis tvítum undir myllumerkinu #þaueruhjamer, þar sem þau segjast hýsa fjölskylduna.

„Flóttafólk og aðrir sem minna mega sín eru því miður ekkert of vel séð hér“

Þannig tísti Stefán Vigfússon, uppistandari og sviðslistamaður, mynd af tölvupósti til lögreglunnar þar sem hann greindi frá því að hann hefði hitt fjölskylduna í sundlauginni á Eskifirði um liðna helgi. Mér skilst að þau séu tekin við rekstir Shell-skálans,“ skrifar Stefán. Steingrímur Arason sálfræðingur bendir lögreglu í tölvupósti á að eyða ekki kröftum sínum í að leita fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi. „Flóttafólk og aðrir sem minna mega sín eru því miður ekkert of vel séð hér.“

Þá sendir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto lögreglunni ábendingu um að snakkið PopCorners sé snilldar valkostur fyrir þá sem vilji hugsa um heilsuna. Alexandra Ingvarsdóttir, pönksöngkona og roller derby keppandi bendir þá á að nú sé komin út 35 ára afmælisútgáfa af Super Mario leikjunum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, veltir svo því upp hvort ekki sé ástæða til að leita fjölskyldunnar á Önnu Frank safninu í Amsterdam, í ljósi sögunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
1
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
6
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
7
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
6
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
7
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
9
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár