Maður látinn eftir átök á bílastæði í gærkvöldi
Fjórir hafa verið handteknir eftir að maður á þrítugsaldri fannst alvarlega slasaður á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
Fréttir
1
Borga sig frá refsingu
Dæmi eru um að reynt sé að múta þolendum ofbeldisbrota til að falla frá kæru. Þarna myndast kerfi utan kerfisins þar sem þolandi er jafnvel undir þrýstingi að undirgangast þessa leið. Sáttamiðlun með aðkomu lögreglu er vannýtt úrræði þar sem gerandi og þolandi ná sáttum og lýkur málum þá jafnvel með greiðslu miskabóta án þess að málið fari á sakaskrá geranda. Forsenda sáttamiðlunar er háð því að hámarks refsing fyrir brot sé minni en sex mánaða fangelsi.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið
Petter Gottschalk er norskur prófessor í viðskiptafræði sem gerði árangurslausar tilraunir til að fá rannsóknarskýrslu lögmannsstofunnar Wikborg Rein um Samherjamálið í Namibíu. Samherji lofaði að birta skýrsluna opinberlega og kynna hana fyrir embætti héraðssaksóknara en stóð ekki við það.
Fréttir
2
Lögreglan segist hafa hindrað hryðjuverkaárás á Íslandi
Lögreglu grunar að hópur manna hafi undirbúið hryðjuverk á Íslandi. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um stöðuna.
Fréttir
1
Börn hjónanna á Blönduósi þakka stuðninginn en biðja um frið
Fjögur börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduósi senda frá sér yfirlýsingu með skilaboð um þakklæti og beiðni um svigrúm til að takast á við aðstæðurnar.
Úttekt
Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og þar með einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi, kemst reglulega í fjölmiðla fyrir umdeild ummæli, oft sett fram á Facebook. Samtökin '78 hafa kært nýjustu ummælin og ríkissaksóknari þarf nú sem áður að svara fyrir það sem Helgi skrifar í frítíma sínum.
FréttirRannsókn á SÁÁ
9
Með óbragð í munni yfir að vændiskaupandi stýri SÁÁ
„Ég var hræðilega veik,“ segir kona sem birtir samskipti sín við Einar Hermannsson fráfarandi formann SÁÁ og lýsir því að hann hafi greitt fyrir afnot af líkama hennar á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma sem hann keypti vændi var hann í stjórn samtakanna.
Fréttir
1
Yfirmenn hjá lögreglu segja að mannekla bitni á þolendum ofbeldis
Yfirmenn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segja að ef rannsaka eigi kynferðis- og heimilisofbeldi af myndarskap þurfi fleiri rannsakendur og ákærendur. Fjöldi þeirra hafi staðið í stað þrátt fyrir gríðarlega aukningu tilkynninga um brot í kjölfar Metoo. Álagið sé komið yfir þolmörk. Þá séu dæmi um að rannsóknir tefjist vegna álags á Landspítala því áverkavottorð skili sér seint til lögreglu. Yfirvöld hvetji fólk til að kæra ofbeldi en láti ógert að styrkja innviðina nægjanlega.
Greining
Rannsókn á um eitt þúsund heimilisofbeldismálum hætt síðustu tvö ár
Lögregla hætti rannsókn á rétt tæplega 700 af ríflega 1.100 heimilisofbeldismálum sem tilkynnt voru til lögreglu um land allt árið 2020 og fyrstu 10 mánuði síðasta árs hafði rannsókn á tæplega 400 heimilisofbeldismálum verið hætt. Þetta sýna gögn úr málaskrá lögreglu. Mikil fjölgun hefur orðið á tilkynningum um heimilisofbeldi undanfarin ár en lögreglumönnum ekki verið fjölgað í takt við það, segir lögregla.
Fréttir
3
Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt
Sölvi Tryggvason hefur sett nýja hlaðvarpssíðu í loftið eftir að hafa tekið niður alla hlaðvarpsþætti sína í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Sölvi hafði tekið viðtal við Boga Ágústsson áður en ásakanirnar komu í fram í dagsljósið. Bogi fór fram á að viðtalið yrði ekki birt.
Fréttir
Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur kært lögfræðing fyrir að hafa í að minnsta kosti sjö ár notað aðgang stofnunarinnar að CreditInfo sem hann er sagður hafa komist yfir með ólögmætum hætti. Á tímabilinu á hann að hafa flett upp tugum kennitalna í kerfum CreditInfo og aflað sér þannig upplýsinga um fjárhagsleg málefni fólks og lögaðila.
Fréttir
1
Jón Steinar ósáttur við umræðuna: „Ég hef algjöra fyrirlitningu á kynferðisbrotum“
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er mjög ósáttur við viðbrögð fólks við skrifum hans um að konur ættu að draga úr drykkju í því skyni að forðast nauðganir. Honum þykir hann órétti beittur með því að vera sagður sérstakur varðmaður kynferðisbrotamanna í athugasemdakerfum.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.