Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Báru eld að húsnæði Sverris Einars

Glugg­ar voru brotn­ir á hót­eli og gerð til­raun til íkveikju í hús­næði Sverr­is Ein­ars Ei­ríks­son­ar í Skip­holti í gær­morg­un. Hann seg­ist hafa ráð­ið ör­ygg­is­fyr­ir­tæki til að finna brennu­varg­ana, sem séu hluti stráka­geng­is.

Myndband: Báru eld að húsnæði Sverris Einars

Tveir drengir gerðu tilraun til íkveikju á hóteli í Skipholti 27 í Reykjavík á sunnudagsmorgun. Sverrir Einar Eiríksson, rekstraraðili hótelsins, segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi leitað til lögreglu vegna skemmdarverka og hótana. Segir hann hótanirnar vera frá strákagengi sem hafði komist upp á kant við dyraverði frá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna skemmdarverka og hótana frá einhverju strákagengi sem komist hafði upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir Einar í yfirlýsingu til Heimildarinnar.

Sverrir segist ekki lengur vera í viðskiptum við þetta dyravarðafyrirtæki eftir að þessar hótanir byrjuðu. „Síðan þetta gerðist hef ég látið af viðskiptum við þetta dyravarðafyrirtæki og hafði vonast til þess að laganna verðir myndu bregðast skjótt við til að tryggja öryggi fólks gegn þessum drengjum sem í fávisku sinni virðast til alls vísir.“

Hann segist grípa til þess að birta myndbandið eftir að lögregla náði engum árangri í rannsókninni.

„Eftirgrennslan lögreglu hefur hins vegar engu skilað og ekki að sjá að rannsókn málsins gangi nokkuð. Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill.“

Sverrir kveðst hafa ráðið öryggisfyrirtæki til að finna gerendurna. „Til að tryggja eigið öryggi og viðskiptavina minna hef ég líka ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“

Rannsókn málsins telur Sverrir hafa engu skilað og því ákvað hann að birta sjálfur þetta myndband í þeirri von um að hafa uppi á brennu vörgunum. Hann bíður 100.000 krónur í fundarlaun fyrir þá sem geta „með óyggjandi hætti“ bent sér á aðilana.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sverrir stendur í stórræðum. Í sama húsnæði og eldur var borinn að er skráð til heimilis Nýja Vínbúðin, sem og Kaupum Gull ehf. Sverrir keypti skemmtistaðinn B5 í fyrra, sem hafði orðið þekktur vegna hópárásar árið áður. Í september var hann handtekinn á staðnum og leiddur út í járnum eftir að lögregla hafði afskipti vegna of mikils fjölda gesta. Í október lokaði lögreglan skemmtistaðnum vegna gesta undir lögaldri. Skemmtistaðurinn heitir nú B, eftir að gerð var athugasemd við að Sverrir hefði notað vörumerkið B5 án heimildar eiganda þess.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár