Einn af þeim fimmtán sem brottvísað var til Grikklands í síðustu viku var Nour Ahmad, afganskur strákur sem kom hingað fylgdarlaus í lok árs 2021, þá sautján ára og því barn í skilningi laga. Hann er nú í Aþenu, óttasleginn, hjálparvana og heimilislaus og segist þrá að koma aftur til Íslands og ganga í skóla „eins og íslensk börn“.
Fréttir
3
Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt
Útlendingastofnun skilaði þingnefnd ekki umsóknum fólks sem sótti um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Umsóknarfrestur þar um rann út 1. október og stofnunin hefur því haft hátt í þrjá mánuði til að sinna skyldum sínum. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stofnunina brjóta lög. Óboðlegt sé að undirstofnun komi í veg fyrir að Alþingi sinni lagalegri skyldu sinni.
Fréttir
1
Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar fyrir þau fylgdarlausu börn sem dvelja í búsetuúrræði Útlendingastofnunnar fyrir jólin. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi stofnunarinnar. Í svörum frá stofnuninni segir að börnin fái desemberuppbót upp á 5 þúsund krónur. Flest þessara barna þurfa að undirgangast aldursgreiningu og sá sem framkvæmir hana fær 260 þúsund krónur fyrir hverja greiningu.
Viðtal
Flóttafólk verr sett með vernd í Grikklandi
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Fréttir
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Afgreiðsla Útlendingastofnunar á umsókn Robyn Mitchell um ríkisborgararétt tók 20 mánuði. Stofnunin krafðist þess meðal annars að hún legði fram yfirlit yfir bankafærslur sínar, framvísaði flugmiðum og sendi samfélagsmiðlafærslur síðustu fimm ára til að færa sönnur á að hún hefði verið hér á landi. „Þessi stofnun er eins ómanneskjuleg og hægt er að hugsa sér,“ segir hún.
Fréttir
Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore var þingfest í morgun. Lögmaður segir hann aldrei hafa notið málsmeðferðar sem fórnarlamb mansals og kærunefnd útlendingamála reyni eftir megni að vefengja trúverðugleika hans.
Aðsent
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
Synjun um alþjóðlega vernd var staðfest á föstudag og nú skrifa vinir Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnina alla að veita honum landvistarleyfi hér á landi. Áfallið við úrskurð nefndarinnar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráðageðdeild um helgina.
Úttekt
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
FréttirCovid-19
Tugir útsettir fyrir smiti eftir hópsmit í búsetuúrræði Útlendingastofnunar
Átta umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa greinst smitaðir af Covid-19 og fleiri eru útsettir. Hælisleitendurnir búa í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunnar en stofnunin hefur áður verið gagnrýnd fyrir aðbúnað í tengslum við faraldurinn.
Vettvangur
Af hverju má ein sex ára stúlka búa á Íslandi en önnur ekki?
Coumba og Urður Vala eru báðar sex ára og byrjuðu í skóla í haust. Þær eru báðar fæddar á Íslandi og hafa búið hér og alist upp alla tíð. Íslensk yfirvöld hyggjast senda aðra þeirra úr landi en hina ekki.
Fréttir
„Óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna vega ekki meira“
Að óbreyttu verður fjögurra manna fjölskyldu, hjón og tvær dætur, sem búið hefur hér í tæp sjö ár vísað úr landi. Dæturnar, sem eru sex og þriggja ára, eru fæddar hér og uppaldar. Brynja Björg Kristjánsdóttir, sem kynntist eldri stúlkunni á leikskólanum Langholti, segir að það sé óhugnanlegt að búa í slíku þjóðfélagi.
Fréttir
Segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu til að fækka komum hælisleitenda
Í grein um hælisleitendur segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, að stjórnmálin hlaupist undan „merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta.“ Hann vill auglýsa „strangt reglurverk“ og varar við þúsundum umsókna um vernd á fáeinum vikum.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.