Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu til að fækka komum hælisleitenda

Í grein um hæl­is­leit­end­ur seg­ir Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, að stjórn­mál­in hlaup­ist und­an „merkj­um rétt­ar­rík­is­ins af ótta við há­vær­an minni­hluta.“ Hann vill aug­lýsa „strangt regl­ur­verk“ og var­ar við þús­und­um um­sókna um vernd á fá­ein­um vik­um.

Segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu til að fækka komum hælisleitenda
Birgir Þórarinsson Þingmaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu í málefnum hælisleitenda. Mynd: Miðflokkurinn

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn, sem farið hefur með málefni hælisleitenda um árabil, „hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta“. Hann segir þúsundir hælisleitenda geta komið til landsins á nokkrum vikum ef ekki er auglýst „strangt regluverk“ Íslands á netmiðlum.

Birgir skrifar grein um málaflokkinn í Morgunblaðið í dag. Segir hann að norsk og dönsk stjórnvöld hafi birt auglýsingar á netmiðlum um að reglur um alþjóðlega vernd hafi verið hertar til að draga úr tilefnislausum umsóknum. „Fyrir fáeinum árum komu 6.000 hælisleitendur að landamærum Noregs frá Rússlandi á nokkrum vikum,“ skrifar hann. „Eru stjórnvöld hér á landi viðbúin því að fá slíkan fjölda umsókna á fáeinum vikum?“

Umsóknir um alþjóð­­lega vernd voru 867 á síð­­asta ári, sam­­kvæmt Útlend­inga­­stofn­un, og fjölgaði lítillega milli ára. 433 umsóknir um vernd hér­lendis höfðu borist frá byrjun árs 2020 út ágúst.

Birgir segir brýnt að einfalda og hraða málsmeðferð umsókna og að frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þess efnis hafi ekki náð fram að ganga í vor vegna ósættis í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og Vinstri grænum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil,“ skrifar hann. „Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum.“

„Á vettvangi stjórnmálanna dugir ekki að hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta“

Birgir segir þögn ríkja um óbeinan kostnað við hælisleitendur. „Koma ber í veg fyrir að móttökukerfi hælisleitenda sé misnotað með röngum upplýsingum og tilhæfulausum umsóknum,“ skrifar hann að lokum. „Ísland hefur ekki farið að fordæmi Dana og Norðmanna og auglýst strangt regluverk í útlendingamálum vegna þess að á Íslandi eru útlendingamálin í ólestri m.a. vegna stefnuleysis, ófullnægjandi stjórnsýslu og lagaþrætna á kostnað skattgreiðenda. Á vettvangi stjórnmálanna dugir ekki að hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta.“

Ásmundur gagnrýndi komu hælisleitenda

Grein Birgis birtist í framhaldi af umfjöllun um málefni egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fékk dval­­ar­­leyfi á grund­velli mann­úð­­ar­­sjón­­ar­miða eftir að hafa farið í felur þegar vísa átti henni úr landi. Féllst kærunefnd útlendingamála á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku.

Þá tilkynntu stjórnvöld nýverið að tekið yrði á móti 15 manns úr flóttamannabúðum á Lesbos í Grikklandi með áherslu á sýrlenskar fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Fólkið bætist í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin tekur á móti í dag og er heildarfjöldinn 100 manns langfjölmennasta móttaka svokallaðs kvótaflóttafólks á einu ári til Íslands.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti athygli á föstudag þegar hann gagnrýndi komu hælisleitenda í færslu á Facebook. „Í Flugstöðinni bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur,“ skrifaði þingmaðurinn. „Fiskisagan um að á Íslandi sé fólki veitt hæli fær byr undir báða vængi. Allt þetta fólk þarf að komast í einangrun til Reykjavíkur. Það þarf að gera í mörgum ferðum á bílum því fólkið má ekki vera saman nema hjón eða fjölskyldur. Þá taka 17 manns í einangrun eða sóttkví töluvert húsrými og þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi. Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna.“

„Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna“

Hlaut Ásmundur nokkra gagnrýni í athugasemdum við færsluna, en einnig stuðning frá öðrum. Bætti hann við athugasemd og sagði „góða fólkið“ gagnrýna sig persónulega. „Þá er það hópurinn sem kallar mig aumingja, hyski eða auðnuleysingja stór hluti af þeim sem hafa ekkert annað fram að færa í umræðunni en að fara í manninn ekki boltann,“ skrifaði Ásmundur. „Það er auðvitað eina sem þau geta þegar sannleikurinn blasir við. Er það nokkuð skrítið að fólk hristi höfuðið yfir þessari umræðu. Hún er sett fram til að fæla fólk frá því að taka þátt í málefnalegri umræðu. Þess vegna hringja margir til mín eða senda mér persónuleg skilaboð því þeir vilja hvorki fá þennan óþverra yfir sig eða fjölskyldur sínar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
3
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
4
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
6
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
7
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár